Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 5

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 5
HRINGBORÐS- viðtal mér fannst og hélt að allar hinar hugsuðu eins, að við værum á mód her og þ.a.l. líka á móti hernum í Keflavík en gerðum okkur jafnframt grein fyrir því að það þyrfti að skapa það atvinnuástand á Suðurnesjum að allt færi ekki í kaldakol þegar herinn færi. Þetta olli miklu fjaðrafoki í Kvennalistanum og sumar hættu. Fyrst varð ég leið en ég er nú svo harðsvíruð að ég held að það hafi fremur verið til góðs fyrir okkur en hitt.“ Hér má Hanna . til með að skjóta inn í: „Guðrún var að selja harðfisk fram eftir öllu vori til að bæta fyrir þetta.“ Þetta vekur upp skemmtilegar minningar en Guðrún heldur áfram: „Maður var svo mikill kjáni. Eg sagði bara það sem mér bjó í brjósd og hélt að allar kvennalistakonur væru sammála um þetta, og þær voru það reyndar flestar. Þessi framsýni í Kvennalistanum var okkur til sóma því þessi sannleikur varðandi hermálin er svo berlega að koma í ljós núna.“ Þórhildur: „Mér fannst það alveg morgun- ljóst sumarið 1981 að við ættum að bjóða fram til borgar- og sveitarstjórna og eins var það með Alþingiskosningarnar. I mínum huga var aldrei neinn vafi, og ég skynjaði þetta helst sem stórkostlega sköpunargleði en henni fylgir auðvitað háski. Það var líka þessi mikla samkennd og væntumþykja. Við héld- um auðvitað að allir myndu sjá ljósið þegar við þessar snjöllu, glöðu konur værum búnar að setja þetta fram þannig að fólk skildi. Ég er eiginlega ennþá hissa á því að þjóðin skyldi ekki öll hafa tekið við sér! Og ég hélt að heim- urinn tæki síðan við! Þetta væri bara spurning um eitt skref í einu en það væri enginn vafi á að við myndum sigra heiminn - og ég held ég haldi það nú ennþá.“ „Þessi stemning kemur alltaf upp, aftur og aftur,“ skýtur einhver inní. ... og engiti þeirra dó Þ. „Svo finnst mér líka gaman að rifja aðeins upp . . . ég var þarna kosningastýra í fyrstu kosningunum, í Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Það var endalaus eftirspurn eftir fundum, við þurftum aldrei að lyfta tóli til að biðja um að fá að koma einhvers staðar fram. Og við höfðum þessa „þríeinu“ stefnu, reyndum alltaf að senda þrjár konur en höfð- um oft ekki mannafla nema í tvær vegna eftir- spurnar, enda efstar á vinsældalistanum. Þá reyndum við að senda, eins og við kölluðum það svo skemmtilega, eina reynda og eina óreynda og ég hef oft spurt mig síðan hvaða konur voru eiginlega þessar reyndu!" Nú skella þær allar uppúr. „Og undantekningarlaust báðust konur alltaf undan öllu, „Ha ééég! Nei ég get þetta ekki“, en voru mjög fúsar að benda hver á aðra. En þær höfðu ekkert val, allar urðu að fara og ég næstum því sparkaði þeim niður stigann út á fúndi og hélt að ég sæi þær aldrei meir. En allar komu þær aftur og aðalfréttirn- ar voru að engin þeirra dó og meira og minna fannst þeim að þær hefðu brillerað.“ Þetta kannast þær allar við, greinilega, og ætla alveg að rifna úr hlátri. ams i' . . ■•míi'j.i ir. uju.*. „Hver dagur var ævintýri; að horfa upp á allar þessar konur sem héldu sig ekkert geta og sjá hvernig þær efldust og stækkuðu. Þetta er líka gott dæmi um að konur verða að vera í þessari aksjón til að vaxa og fá sjálfstraust til aðgerða." . „Þetta minnir nú á rútuferðina frægu sumarið '84. Þá gerðist nákvæmlega þetta, sem Þórhildur var að lýsa, og konur um allt land eru enn að minnast þess.“ Að skynja nýjar víddir Þetta fterir okkur yfir í nœstu spumingu - um sýnileg áhrif Kvennalistans á konur, hvernig þar hafa orðið meðvitaðri og sjálfitœðari. En hvað með önnur áhrifi t.d. á stjómmálin al- mennti \ G. A. „Ég held að mestu áhrifin séu mjög illa mælanleg því þau blunda með hverri konu í samfélaginu í mismiklum mæli, alveg burt- séð frá því hvort hún styður Kvennalistann. Þetta hefur veitt mörgum konum stuðning og aukið sjálfstraust og ég held að þetta sé lang- verðmætasti árangurinn. Því miður mælist hann ekki í launum og auknum réttindum nema á mjög takmörkuðum sviðum.“ Malist hann að einhverju leyti í hinum filokk- unumi Þ. „Það er ekki vafi á því að það væru ekki svona margar konur á þingi ef við hefðum ekki komið til. Það er ekki hægt að afgreiða það sem tilviljun." . „Áhrifin mælast um allt. Horfum bara á umræðuna um allar þessar föstu stærðir sem urðu að nýjum möguleikum, eins og fjár- málin og herinn t.d. Friðarmálin og kjarn- orkuváin urðu í raun okkar útgangspunktur varðandi hermálið. Við gjörbreyttum þeirri umræðu einfaldlega af því að við urðum að skoða málið út frá nýjum sjónarhóli." „Við opnuðum auðvitað nýrri umræðu farveg inn í þjóðfélagið og fluttum til átaka- línuna í stjórnmálunum sem lá nær einungis á milli þess að vera með eða á móti hernum. Hægri-vinstri skiptingin var að ganga sér til húðar og sagði í raun ekkert um stefnu gömlu flokkanna þótt þeir væru tregir til að viður- kenna það. Við gáfum umhverfismálunum aukið vægi, gagnrýndum hagvaxtarhugtakið og svo margt annað. Við komum með nýtt tungutak inn í umræðuna.“ Hin helgu vé. . . og hvað? Þ. ,A þeim tíma sem liðinn er hefur karlveld- ið líka afhjúpast. Mér finnst konur sjá miklu betur í gegnum karlveldið og hafa misst þessa lotningarfullu virðingu sem fólk hefur oft fyr- ir hinu ókunna. Á einhvern hátt lýstum við þetta upp, aflijúpuðum það sem var sveipað dularhjúpi yfirburðaþekkingar, getu, reynslu og hvað hægt er að vefja það inn í mörg fín nöfn til að gera það óaðgengilegt öðrum. Við erum farin að sjá galla þessa kerfis, hégóm- leikann, samtrygginguna og valdahrokann og allt þetta sem blasir við - bara ef fólk opnar augun.“ G.A. „Já, hin helgu vé karlanna afhjúpuð- ust á vissan hátt.“ En tólum við konur óðruvísi en karlar um pólitík? G.H. „Það má vel vitnast að við höfum skiptar skoðanir um ýmislegt. Það á líka að vera aðal Kvennalistans. En það er ekki sama hvernig við deilum um það innbyrðis, það eru aðferðirnar við deilurnar sem ég hef áhyggjur af, ekki það að það séu deilur. Skoðanaþving- un á ekki heima í Kvennalistanum.“ Þ. „Það er allt í lagi fyrir hjón sem búa í góðu hjónabandi að deila hatrammlega. En ef hjónabandið stendur á veikum grunni er hver deila hættuleg. Samkenndin er e.t.v. ekki eins sterk og áður. Þess vegna erum við hræddar við deilur og innbyrðis sundurlyndi. Því þegar væntumþykja og samkennd ræður för er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu þrátt fyrir mjög mismunandi sjónarhorn í upphafi - sameiginlegur flötur finnst ef nógu lengi er leitað. 5

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.