Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Page 13

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Page 13
minnast á fiskeldi er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Þjóðin er enn að súpa seyðið af þeim 10 milljarða reikningi sem misvitrir stjórnmála- og athafnamenn sendu henni vegna tapaðra fjárfestinga í greininni. En eldisstöðvarnar og verkleg þekking er enn til staðar og það vinnst ekkert við að leggja árar í bát. Það sem nú þarf er að móta opinbera stefnu í mál- efnum fiskeldis, setja því skýr markmið og skilgreina þær leiðir sem færar eru til að ná markmiðinu. í skýrslu frá Rannsóknaráði ríkisins segir m.a. um framtíð fiskeldis: „í norskri spá er gert ráð fyrir að árleg neysla fiskmetis í heiminum aukist úr rúmum 70 millj. tonna í um 100 millj. tonna árið 2010. Mestur hluti þessarar aukningar er talinn munu koma úr eldi og eldisframleiðsla á fiskmeti muni aukast úr um 11 millj. tonna í um 30 millj. tonna. Möguleikar í eldisfram- leiðslu eru því gífurlegir. Hlutur íslendinga af heims- afla hefúr verið um 1,3% undanfarin ár. Til að halda þessum hlut fram til ársins 2010 þarf framleiðsla fisk- metis að aukast um rúmar 500.000 lestir en það myndi samsvara aukningu á aflaverðmætum upp úr sjó um tæpa 17 milljarða króna.“ Það munar um minna! 1Í& nusta erðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og þeim kostum búin að hún laðar að sér konur og þau störf sem hún skapar dreifast nokkuð jafnt um landið. Gjaldeyristekjur íslendinga af greininni hafa nær þre- faldast sl. áratug og voru rúmlega 11,6 milljarðar á síð- asta ári. Miðað við stefnumörkun Ferðamálaráðs er hægt að skapa 2200 ný ársverk í þessari grein og tvö- falda gjaldeyristekjur af henni á næstu átta árum. Þegar haft er í huga að ferðaþjónusta er að verða stærsta atvinnugrein heims er ljóst að möguleikar okk- ar eru talsverðir. En það gildir í þessari atvinnugrein eins og flestum öðrum að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar allir róa á sömu mið. Fjölbreytni og ný- sköpun eru lykilorðin þarna eins og annars staðar og á þessu sviði gætu fyrirtækjanet komið í góðar þarfir. Það sem að stjórnvöldum snýr er ekki síst að samhæfa krafta þeirra sem í greininni starfa og stuðla að öflugri markaðssetningu þar sem sérstaða og hreinleiki ísl- enskrar náttúru eru lykilhugtök. JL slendingar eiga talsvert land ónumið í ylrækt og lífrænni ræktun. Miðað við nútíma neyslustefnu er lík- legt að grænmetisneysla aukist til muna á komandi ár- um. Þá vaknar sú spurning hvort þetta verði markaður fyrir íslenska garðyrkjubændur eða erlenda! Til að íslenskir bændur geti náð vöruverði niður og orðið samkeppnishæfir við innflutning, a.m.k. yfir vetraru'mann, þurfa þeir að ná meiri framleiðni og hag- ræðingu. í því sambandi skiptir verulegu máli að lengja vaxtartímann með raflýsingu. En þar stendur upp á Landsvirkjun sem frekar vill láta orkuna úr Blöndu hringsóla ónotaða í kerfinu en selja hana við því verði sem býðst. Sú var tíðin að garðyrkjubændur héldu verði á tómötum uppi með handafli, hentu frekar á haugana þegar framboð var meira en eftirspurn og fengu bágt fyrir hjá neytendum. í krafti einokunarað- stöðu ástundar Landsvirkjun nákvæmlega sömu vinnu- brögð og virðist ekki hafa áhuga á öðrum kaupendum en erlendum álfurstum. Er ekki kominn tími til að tengja? -isg ÍlllblÍMfMHMIMIMÍMiMtMMÉtHMKIttjMWHMMttMHHMMIIBMMMIMIMHMIi iðvarandi atvinnuleysi er ekki nýtt fyrir margar konur á íslandi þótt það hafi ekki verið skráð í tölur. í dreifbýli hafa breytingar á búskaparháttum samfara stór- kostlegum samdrætti í framleiðslu, valdið því að búin bera mörg hver ekki nema eitt ársverk. í sjávarþorpum hefúr hefðbundin vinna kvenna í fiskvinnslu dregist sam- an vegna aflasamdráttar og eins þegar aflinn er unninn úti á sjó í frystitogurum. Konur í dreifbýli hafa því orðið að leita nýrra leiða til að stunda vinnu og afla heimilinu tekna. Ur þessum jarðvegi hefur sprottið hreyfing eða viðhorfsbreyting sem breiðist óðfluga til annarra kvenna á íslandi. Konur um allt land hafa byrjað eigin atvinnurekstur þar sem þær þróa, framleiða og selja eigin vöru. Þessar vörur eru oft heimaunnir nytjahlutir eða minjagripir því víða hefur varðveist meðal kvenna verkkunnátta, virðing fyrir handverki og vilji til að skapa sérstakar vörur úr ís- lensku hráefni. Margar konur hafa einnig skynjað þörf á nýjum vörum og þjónustu í takt við breytingar á viðhorf- um í heiminum og hafið sölu á vistvænum vörum og endurunnum, og boðið fram þjónustu við ferðamenn. Á mörgum stöðum hafa konur myndað hópa sem samein- ast um að reka kvennasmiðjur eða hús þar sem konur geta unnið, selt og dreift framleiðslu sinni. Fáein dæmi um slíka samstarfshópa eru Handverkskonur milli heiða í Þingeyjarsýslum, Þingborg í Árnessýslu, Bardúsa á Hvammstanga, Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit og Randalín á Egilsstöðum. Nokkrir kvennahópar hafa sótt um styrki til átaks- verkefna og ráðið ráðgjafa til að stýra slíkum verkefnum. Styrkir hafa fengist úr sérstökum sjóði til styrktar at- vinnumálum kvenna, smáverkefnasjóði og frá Byggða- stofnun. Það hafa verið haldin námskeið til að kenna verklag við framleiðslu og ráðgjafar veitt konum aðstoð við vöruþróun og markaðsmál. Þessi átaksverkefni eru flest ný, eða í burðarliðnum, og árangur er rétt að koma í ljós. Það er hins vegar alveg ljóst að átaksverkefnin og samstarfshóparnir hafa hvarvetna aukið bjartsýni og þor kvenna. Þau eru sameiningartákn þeirra sem vilja auka atvinnu í byggðarlögunum, og málsvarar kvenna í smá- iðnaði gagnvart kerfinu. Salvör Gissurardóttir viðskiptafræðingur L.TEN CATE DESIREE 3703 S,M,L Verð 5 stk kr. 3.200.- Taille 3807 Verð 5 stk kr. 3.000.- Highlegg Verð 5 stk kr. 3.000.- ATH. ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ PÓSTKRÖFU M. Magnúsdóttir sf. sími 91-689450 / fax 91-689456 13

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.