Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 14

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 14
HVERS VEGNA ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR? Til að afla sér næringar eru íbúar jar&ar hó&ir náttúrulegri lífkeðju - jarðvegi, beitarlöndum, vötnum, skógum og höfum. Landbúnaður og sjávarútvegur byggjast á þessum lífkeðjum og auðlindum sem eru grunnurinn að lífi allra jarðarbúa. Rányrkja ýmissa auðlinda og mikil notkun áburðar í landbúnaði eru nú víða sem hraðast að eyðileggja hinar náttúrulegu lífkeðjur. Samfélög um allan heim standa frammi fyrir gífurlegum kostnaði vegna hreinsunar á geislavirkum úrgangi og eiturefnum, sums staðar skiptir sá kostnaður milljörðum. Þegar landbúnaðarmál ber á góma fer oftast mest fyrir umræðunni um verðlagningu og offram- leiðslu. Sjaldnar er minnst á lífríkið og þá stað- reynd að víða um lönd hefúr nú hin seinni ár hægt meira á matvælaframleiðslu en nokkru sinni fyrr, vegna eyðileggingar umhverfisins. íslendingar hafa hingað til verið svo lánsamir að geta sótt næringu sína í tiltölulega heil- brigðar og hreinar auðlindir lands og sjávar. Austur-þýsk stúlka sem heimsótti ísland á liðnu sumri hafði á orði að búfénaður á beitH íslenskri náttúru minnti helst á auglýs- ingu um umhverfisvæna ffam- leiðslu. Við sem búum á íslandi hugsum trúlega ekki oft um þetta en þurfum þó ekki að fara langt til að vera minnt á hversu „vel okkar sveit er sett“. Frá Hamborg í Þýska- landi liggur sveitavegur, sem ber nafnið „Die grúne Strafie“ eða græna gatan, norður eftir búsældarlegum landbúnaðar- svæðum Norður-Þýskalands. Á engjunum öðrum megin vegarins eru svartskjöldóttar kýr á beit, handan hans kjarn- orkuverin Brocksdorf og Búhl! Notkun áburðar, lyfja og skordýraeiturs á meginlandi Evrópu hefúr ekki aðeins eyði- lagt grunnvatn, ár og jarðveg heldur einnig stórspillt lífríki Norðursjávarins. í Evrópu- bandalaginu er nú — vegna ástandsins — rætt um að slaka á kröfum um hreinleika drykkjarvatns. Umræðan snýst um að leyfa þús- undfalt meira af mengandi efnum í drykkjarvatni en fram til þessa. Hvernig skyldi það vatn þá vera sem búfénaði í þessum löndum er hleypt í? Með hverju er grænmetið vökvað? Frjáls innflutningur á mengun! Ráðherrar í ríkisstjórn íslands tala nú mikið um nauðsyn þess að við leggjum okkar af mörkum til að draga úr mengun á heimsvísu, m.a. með því að selja raforku til Evrópu. Hugsjónir þessara sömu ráðherra birtast einnig í því að þeir vilja flytja inn landbúnaðarafurðir erlendis frá og taka þannig þátt í þeim umhverfisspjöllum sem framleiðslan þar veldur. í þessari hugsjónaólgu er aldrei minnst á umhverfismálin eða muninn á hreinleika og holl- ustu íslenskra afurða samanborið við flestar evr- ópskar. Mun okkur þykja þúsundfalt hærri þrösk- uldur aukaefna eðlileg búbót í okkar heilbrigða vistkerfi, bara innflutningsins og „ffelsisins“ vegna? íslendingar hafa mörg tækifæri til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn mengun og enn get- um við stundað ræktun á heilnæmum matvælum. Verði hins vegar ofan á að Ieyfa innflutning á land- búnaðarafurðum umfram það sem þegar gerðir samningar heimila er nauðsynlegt að reikna dæmið til enda fyrir þjóðarheildina og umhverfið. • Viljum við neyta afurða af þrautpíndri jörð og búfénaði? • Hve lengi getur slíkur landbúnaður staðist? • Er trúlegt að EB greiði landbúnaðarafurðir sínar niður til frambúðar? • Er hugsanlegt að íslenskur landbúnaður leggist af? • Ef svo ver&ur, hvað gerum við ef óhöpp verða í Brocksdorf, Biihl eða öllum hinum kjarnorkuverunum í Evrópu, í austri og vestri? • Hvers vir&i eru okkur störf í landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu á tímum sam- dráttar í atvinnulífi? • Hve mikið mun eldsneyti og mengun vegna flutnings og umbúða utan um innfluttar landbúnaðarafurðir kosta bæði umhverfið og pyngjuna? • Hver og hvernig á að afla gjaldeyris fyrir frekari innflutningi matvæla? • Hvernig kemur þessi innflutningsstefna heim og saman við skuldbindingar íslendinga á alþjóðavettvangi um að stuðla að sjálfbærri þróun? Eru þær skuldbindingar minna virði en viðskiptasamningar sem gerðir eru? Við stefnumótun í þessum málum hafa kvenna- listakonur spurt sig þessara spurninga og margra annarra. Þær telja eðlilegt að neytendur fái ein- göngu heilnæmar afurðir og að umhverfinu bæði hér og annars staðar verði hlíft eftir megni. Til þess að svo megi verða er nú, sem aldrei fyrr, þörf á samvinnu bænda og þéttbýlisbúa til að tryggja að hér verði stundaður landbúnaður í sátt við um- hverfið og pyngjur neytenda. Takist það er ekki einungis tryggður sjálfsagður réttur okkar og um- hverfisins heldur má telja víst að aðrir muni líta til íslands sem fyrirmyndarlands í þessum efnum. Ljósm. Anna Fjóla Gfsladóttir Danfríður Skarphéðinsdóttir framhaldsskólakennari

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.