Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 18

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Side 18
Ar fjölskyldunnar 1994- því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpiru (H.K.L. íslandsklukkan) 18 Þcgar nýtt blómaskeið kvennahreyfingarinnar hófst á Vesturlöndum um 1970 beindu konur m.a. sjónum að fjölskyldunni og heimilinu. Það var spurt spurninga um ábyrgð, verka- skiptingu og hlutverk í síbreytilegu samfélagi þar sem hinir fullorðnu af báðum kynjum höfðu vinnu utan heimilis. Það var líka spurt grundvallarspurninga samfélagið hafi svarað gagnrýni og upplausn með því að treysta undir- stöðurnar og búa betur að fjölskyld- unni. öðru nær ef litið er á okkar litla land. Þær litlu rannsóknir sem við eigum á íslenskum fjölskyldum, umræðunni. Snýst vandi fjöl- skyldna bara um ytri aðbúnað? Hvað um inntakið? Hangir þetta tvennt ekki saman? um fjölskylduna sem eina af meginstoðum karlveldisins og sú skoðun sett fram að fjöl- skyldan væri kúgunartæki sem héldi konum á sínum bás og viðhéldi settum reglum. Aðrar konur sögðu að þrátt fýrir allt væri fjölskyldan eini griðastaðurinn sem eftir væri í þjóðfélag- inu. Tilraunir voru gerðar með ný sambúðar- form, hjónaskilnuðum stórfjölgaði, gamalt bar- áttumál frá 19. öldinni um frelsi í ástum var í hávegum haft og fjöldi kvenna ákvað að fara sínar eigin Ieiðir í einkalífinu. Kröfur voru gerðar til karla um ábyrgð á eigin afkvæmum og þátttöku í heimilisstörfum með misjöfnum árangri. Mörg teikn á lofti Mikið vatn er runnið til sjávar frá dögum upp- reisna, blóma og ástar. Konur hafa fetað ýmsar brautir í frelsisátt en fjölskyldan virðist standa keikari en nokkru sinni fyrr sem sambúðar- form, með nokkuð breytta verkaskiptingu og endurnýjun þeirra sem mynda hana hverju sinni. Þar með er ekki sagt að fjölskyldunni vegni betur en fyrir svo sem 25 árum eða að skýrslur um stöðu barna og unglinga, vaxandi atvinnuleysi og félagslegir erfiðleikar sem því fylgja, upplýsingar um ofbeldi og sifjaspell, allt bendir þetta til að alltof víða sé pottur brotinn. Hagsmunum fjölskyldna er iðulega fórnað á altari yfirvinnu og Iífsgæðakapphlaups eða þrældóms og vanmáttar af ýmsu tagi. Þá tíðkast ekki á landi hér að spyrja hvaða áhrif stjórnvaldsaðgerðir hafi á líf og kjör fjöl- skyldnanna. Það eru mörg teikn á lofti sem sýna okkur að við þurfum að taka okkur tak og breyta hugsunarhætti foreldra og stjórnvalda ef við ætlum að axla sameiginlega ábyrgð á velferð þeirra einstaklinga sem hér búa. Það mun verða okkur öllum dýrkeypt síðar meir ef við gerum það ekki. Það er hins vegar athyglisvert að kvenna- hreyfingin, sem árum saman hefur lagt fram tillögur um bætta stöðu fjölskyldunnar, sér- staklega þá þætti sem snúa að konum og börn- um, hefur nú um árabil lítið rætt um grund- völlinn sjálfan. Aldagömul hugmyndafræði, hefðirnar, sjálfsímynd karla og kvenna, andleg líðan, valdakerfi, frelsi og sjálfstæði einstakling- anna, ekki stst það efnahagslega, hafa vikið úr Ar jjökkyldunnar Árið 1994 verður helgað mál- efnum fjölskyldunnar um heim allan að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur nefnd verið að störfum sem hyggst beita sér fyrir fræðslu og umræðu af ýmsu tagi. Meiningin er að setja á laggirnar fjölskylduþjónustu ríkisins og vænt- anlega munu eiga sér stað rannsóknir á íslensk- um fjölskyldum. Allt er þetta gott og blessað og ekki seinna vænna að snúa vörn í sókn, því staðreyndin er sú að atvinnu- og launaþróun, stjórnvaldsaðgerðir af ýmsu tagi og nú síðast stjórnarstefnan hafa jafnt og þétt saumað að fjölskyldunum í landinu. Svörin skipta sköpum Framlög ríkisins til félags- og fjölskyldumála eru mun lægri hér á landi en á hinum Norður- löndunum og fara minnkandi. I þeim niður- skurði hafa heilbrigðis- og skólakerfið orðið hart úti, kennsla í grunnskólum hefur minnk- að, sérkennsla skorin niður, innheimta skóla- gjalda og ýmiss konar þjónustugjalda er hafin og erfiðlega hefur gengið að fá peninga til ým- iss konar varnaraðgerða. Hægt og bt'tandi er verið að færa ábyrgðina á aðstoð og vellíðan einstaklinganna frá samfélaginu yfir á herðar fjölskyldunnar (Ies: kvenna). Alit er þetta spurning um forgangsröð, pólitískar áherslur og hugmyndafræði, sem því miður beinast mjög gegn konum nú um stundir jafnt hér á íslandi sem á meginlandi Evrópu. Það er því ástæða til að hvetja alla, og þó konur sérstaldega, til að nota ár fjölskyldunnar vel þannig að sjónir beinist að því hvert stefnir. Þrátt fyrir allt er fjölskyldan í öllum sínum fjölbreydleika enn griðastað- ur fyrir flesta þótt ýmislegt óæskilegt gerist þar innan veggja sem ráða þarf bót á. Við eigum að nota tækifærið til að spyrja erfiðra spurninga og krefj- ast svara. - Hvers konar fyrirbæri er ,Jún íslenska fjölskylda“? Hvernig líta íslend- ingar á börn og hvernig búum við að þeim í raun? Hvers vegna líður svona mörgum þeirra illa? Hvað um gamla fólkið? Hvernig skilgreinum við hlut- verk fjölskyldunnar? Af hverju sitja svona margar konur uppi með ábyrgðina af velferð jafnt ungra sem aldinna? Af hverju allt þetta ofbeldi? Hvernig fjölskyldulífi viljum við lifa og hvernig bætum við stöðuna? Hver á stuðn- ingur ríkisvaldsins við fjölskylduna að vera og hvernig, o.s.frv. Spurningarnar eru óteljandi en svörin, aðgerðir og stefnubreyting, sem við verðum að knýja fram, kunna að skipta sköpum fyrir konur nútíðar og framtíðar. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.