Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Page 20
VEISTU...
— að á þessu ári eru liðin 200 ár
frá því baráttukonan Olympe de
Gougcs var hálshöggvin í frönsku
byltingunni. Hún skrifaði mann-
réttindayfirlýsingu kvenna og
hafði sig mjög í frammi. Þetta lík-
aði „ógnarstjórninni“ ekki.
— að á þessu ári eru liðin 170 ár
frá fæðingu Þóru Melsteð. Hún
stofnaði fyrsta kvennaskólann á ís-
landi og var skólastýra um áratuga
skeið. Kvennaskólinn ungaði út
fjölda kvenréttindakvenna þótt
það hafi ekki beinlínis verið mark-
miðið.
— að á þessu ári eru liðin 90 ár frá
dauða Þorbjargar Sveinsdóttur
ljósmóður. Hún var hápólitísk
kona og sveið það mjög að hafa
hvorki kosningarétt né kjörgengi.
Hún hélt ræður á opinberum
vettvangi og var í nokkur ár for-
maður Hins íslenska kvenfélags.
Það var stofnað 1894 og var fýrsta
félagið sem hafði réttindi kvenna á
stefnuskrá sinni.
— að á þessu ári eru liðin 85 ár frá
því fyrstu konurnar voru kjömar í
bæjarstjórn á íslandi. Fjórar konur
buðu sig fram á kvennalista í
Reykjavík og komust allar að.
Þetta er stærsti kosningasigur
kvenna á íslandi hingað til.
— að á þessu ári eru liðin 80 ár frá
því að Brfet Bjamhcðinsdóttir fór
á alþjóðaþing kvenna i Búdapest,
ásamt Laufeyju dóttur sinni.
— að á þessu ári eru liðin 75 ár frá
dauða Torfhildar Hólm en hún
var fyrsta íslenska konan sem lifði
(rétt svo) af ritstörfúm. Hún skrif-
aði m.a. bók um Brynjólf biskup
Sveinsson.
— að á þessu ári eru liðin 30 ár frá
því að tímamótaverk Bettv Fried-
an - The Feminine Mystique -
kom út. Sú bók varð ein af bibl-
íum kvennahreyfingarinnar.
— að á þessu ári eru liðin 10 ár frá
því að Kvennalistinn bauð ffam í
fyrsta sinn, í þremur kjördæmum
landsins, og fékk 3 konur kjörnar
á þing. Þá fjölgaði konum á
Alþingi úr 5% í 15% á einu bretti.
Eftir síðustu kosningar voru konur
24% þingmanna.
Vania dömubindin eru í mörgum stærðum og gerðum. Vania Fitness er nýtt
rakadrægt dömubindi. í ytra byrði bindisins er efni sem heldur vætunni frá húðinni.
í innra byrði bindisins er efni sem bindur vætuna. Á hliðum þess eru börð sem auka
öryggið enn frekar. Vania Fitness dömubindin eru að sjálfsögðu með vængi.
— að áður en Kvetmalútinn bauð
fram árið 1983 höfðu aðeins 12
konur setið á Alþingi frá upphafi!
Fyrsta konan kjörin til þingsetu
var Ingibjörg H. Bjarnason og var
í framboði fýrir sérstakan kvenna-
listaárið 1922
■,
20
3Cl