Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 24
JTyrir hrun Berlínarmúrsins unnu 95%
vinnufærra austur-þýskra kvenna utan heim-
ilis. Þær fengu inni fyrir börn sín á barna-
heimilum og atvinnuleysi var nánast óþekkt
fyrirbæri. Konur voru að margra mati hinar
raunverulegu hetjur sósíalismans. Hver man
t.d. ekki eftir áróðursmyndunum af dætrum
sósíalismans sem stýrðu stórvirkum land-
búnaðarvélum? Hetjuskapur austur-þýskra
kvenna fólst fýrst og fremst í því að þær urðu
að sameina lengri vinnu-
dag og heimilishald við
mun erfiðari kringum-
stæður en þekkist á
Vesturlöndum.
Eftir sameiningu
þýsku ríkjanna hefur
fjórðungur austur-
þýskra kvenna verið
rekinn heim. Tveir af
hverjum þremur
atvinnulausum eru konur.
„Konur biðu ósigur við sameininguna," segir
Sibyll Klotz, þingkona og kvennafulltrúi
Græningja og Samtaka 90 í Berlín. „Konur
eru fýrstar látnar fjúka þegar starfsfólki er
fækkað og hafa einnig glatað því félagslega
öryggi sem þær bjuggu við. Áður fengu þær
t.d. launað ársleyfi frá störfum eftir barns-
burð og aldrei var skortur á dagvistun.“ Fyrir
vikið hefur fæðingum fækkað um meira en
helming frá því árið 1989 og altalað er að
fjöldi kvenna láti gera á sér ófrjó-
semisaðgerðir til að vera samkeppnisfærari á
vinnumarkaðinum.
„Opinber“
enaalok kynjamisréttis
Þó er fjarri lagi að Austur-Þýskaland hafi
verið einhver paradís fýrir konur. Þrátt fýrir
sókn kvenna inn á mörg hefðbundin svið
karla hélst kynskipting vinnumarkaðarins í
stórum dráttum óbreytt „sem gerði það að
verkum að konur fengu að jafnaði þriðjungi
lægri laun en karlar“, eins og Sibyll segir.
„Samkvæmt kenningum sósíalismans var
mismunun kvenna útrýmt um leið og stétta-
Sybill Klotz
„Konw hiðu ésigur
pið sameimngi
Óumflýjanlee
„afbrot“
í stað þess að búa betur
að fjölskyldum grípa
stjórnvöld til aðgerða
sem misbjóða konum.
Eitt skýrasta dæmið um
það eru breytingarnar
sem nýverið hafa verið
gerðar á fóstureyðinga-
rnni. I Austur-
mismun. Pólitísk umræða gat ekki fjallað
um kynjamisrétti þar sem kúgun kvenna
lauk „opinberlega“ með afnámi kapítalism-
ans. Þar sem ekki var litið á kynjasamskipti
sem valdabaráttu náði boðskapur
kvennahreyfingarinnar ekki í neinum mæli
til Austur-Þýskalands.“ Fyrstu raunverulegu
kvennasamtökin, sem Sibyll átti sjálf þátt í
að koma á fót, voru því ekki stofnuð fýrr en
eftir októberbyltinguna 1989.
Aðgerðir þýskra stjórnvalda í atvinnu-
málum koma frekar til með að viðhalda
fjöldaatvinnuleysi kvenna, að mati Sibyll.
„Konum er boðið upp á tímabundna
atvinnubótavinnu eða endurmenntun sem
gefur þeim litla eða enga möguleika til að fá
störf og eru ekki til annars en að halda þeim
frá vinnumarkaðinum um einhvern tíma,
sem gerir þeim að lokum æ erfiðara um vik
að ná þar fótfestu. Það er von stjórnvalda að
hagkerfið nái sér á strik á þeim tíma og að
vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þessum
konum þegar fram í sækir.“ Sibyll segir hins
vegar að þetta sé borin von.
Harðast bitnar þetta ástand á konum sem
eru fertugar og eldri. Margar þeirra eiga ekki
afturkvæmt inn á vinnumarkaðinn. „Austur-
þýskar konur vilja vinna,“ segir Sibyll „en
stöðugt verða háværari raddir einstakra
stjórnmálamanna sem segja að konur eigi að
beina kröftum sínum að móðurhlutverkinu á
nýjan leik. Vegna lágrar fæðingatíðni er
óttast að eftirlauna- og
ellilífeyrisgreiðslur verði
ekki tryggðar til fram-
búðar þar sem eldra
fólki fjölgar stöðugt."
Ljósm. Birgit Guðjónsdóttir
Þýskalandi var farið mjög frjálslega með
þessi mál og gátu konur vandkvæðalaust
fengið fóstureyðingu fýrstu þrjá mánuði
meðgöngunnar. Vestur-þýska löggjöfin var
einnig rúm og ieyfði fóstureyðingu ef
aðstæður konunnar gáfu tilefni til. „Nú er
hins vegar búið að herða löggjöfina þannig
að fóstureyðing af félagslegum ástæðum er
talin lögbrot. Konur eru að vísu ekki sóttar
til saka fýrir þetta „afbrot“ en þeim er gert að
greiða fýrir fóstureyðinguna úr eigin vasa.
Einungis læknisfræðileg rök eða nauðgun
gefa konu rétt á löglegri fóstureyðingu.“
Sibyll segir þessar breytingar hafa ýmsar
hættur í för með sér. „Félitlar konur hafa
ekki ráð á svona aðgerð og má búast við að
fóstureyðingum framkvæmdum af fúskurum
fyrir lægri greiðslu fari fjölgandi.“
Samkvæmt nýju lögunum er konum í fós-
tureyðingarhugleiðingum skylt að fara í
ráðgjöf og er tilgangurinn með henni að
hvetja konur til að eiga barnið. „Slík ákvæði
eru í hrópandi mótsögn við aðgerðaleysi
stjórnvalda hvað raunverulega stöðu kvenna
varðar, því ekkert er gert til að greiða fýrir
konum sem ákveða að halda barninu.“
Kvennaverkfall
Hatrömm barátta kvenna dugði ekki til að
koma í veg fýrir breytingar á fóstureyðinga-
löggjöfinni og má búast við því að þessi
atlaga að konum dragi enn frekar úr baráttu-
þreki austur-þýskra kvenna. Umbyltingar
síðustu ára hafa kippt undan þeim fótunum
og konur, eins og reyndar allir Austur-
Þjóðverjar, þurfa tíma til að átta sig á nýjum
aðstæðum. „Við þurfúm að læra að tjá þarfir
okkar og krefjast réttar okkar,“ segir Sibyll
Klotz að lokum. „Við ætlum að fara að dæmi
íslenskra kvenna og hvetja konur í Þýskalan-
di til verkfalls, á kvennadaginn 8. mars
1994, til þess að gefa ótvírætt til kynna að nú
sé nóg komið.“
Sigríður
Þorgeirsdóttir
heimspekingur, Berlín
Þar sem kvenfrelsið þýðir
„aftur inn á heimilið“
Ég var nýlega stödd í St. Pétursborg og hitti pá m.a. Valentínu Grigorjevnu Ushakovu, forstöðukonu
Rannsóknarstofu í kvennafraðum við Pétursborgarháskóla.
Valentína er svonefnd „ofurkona“ í Rússlandi, því henni hefúr tekist að samræma starfsframa og
fjölskyldulíf, er hamingjusamlega gift og á 2 böm og þau hjónin reyna að skipta umönnun bús og
barna eftir bestu getu. Viðhorf margra til slíkrar verkaskiptingar eru þó
mjög neikvæð og maðurinn hennar oft kallaður „gólftuska“ eða eitthvað
þaðan af verra. „Aðgreining kynhlutverka er afar skýr að því leyti að
húsverk, matseld og uppeldi eru talin kvennaverk, á meðan karlinn hvílir
sig. En nær allar konur vinna líka utan heimilis og þá teljast byggingavinna
og önnur erfiðisstörf ekkert síður vera kvennastörf."
Af orðum Valentínu að dæma virðist stöðu rússneskra kvenna að mörgu
leyti svipa til stöðu kynsystra þeirra í Austur-Þýskalandi, enda bakgrunn-
urinn keimlíkur. „Frelsið sem konur öðluðust við byltinguna 1917 fólst í
raun í því að mega fara út af heimilinu . . . til að vinna erfið og illa launuð
störf,“ segir Valentína. „Kvenfrelsi táknar því í hugum margra kvenna það
að losna undan ánauðinni að þurfa líka að vinna úti.“ Einhverjum þeirra
hefúr kannski „orðið að ósk sinni“! 70% þeirra sem hafa misst vinnuna eftir fall Sovétríkjanna eru
konur.
Valetitína Grigorjevna
Ushakova
„Kvennavandinn“ var leystur árið 1929 að áliti Stalíns og þá voru öll kvennasamtök upprætt.
„Þó voru alltaf til neðanjarðarsellur og meira að segja var til kvenfrelsisblað á þessum tíma — en
yfir slíkri starfsemi vofði alltaf hættan á Síberíuvist.“ Það var því mikil breyting þegar Gorbatsjov
lét þau boð út ganga að stofnuð skyldu kvennasovét innan Kommúnistaflokksins. Valentína var í
forsvari fýrir þess háttar sellu í Púskinhéraði. „Við þurftum að byrja frá grunni og spyrja konur
sjálfar um hagi þeirra og hugmyndir. Upp úr því gerðum við félagsfræðikönnun og hófum
rannsóknir á sögu kvenna, sérstaklega þeim þáttum sem ekki mátti nefna áður, bæði hér heima og
erlendis.“ Valentína fór víða og hélt fýrirlestra um stöðu kvenna og kvenfrelsi en talaði oftar en
ekki einnig um kynlíf og getnaðarvarnir, enda „höfðu margar ekki hugmynd um hvers konar
snerting við karlmann kveikti í þeim líf nýrrar mannveru."
Aðspurð um framfarir á pólitíska sviðinu brosir Valentína mæðulega og segir pólitíska stöðu
rússneskra kvenna engu betri en pólitíska stöðu Rússlands almennt. „Yið konur eigum langt í
land á öllum sviðum en verðum enn sem komið er að vinna innan þess kerfis sem nú er til staðar,
enn er ekki kominn tími til að efast um kerfið sjálft.“
Ásta Kristjana Sveinsdóttir
heimspekinemi, Boston
24