Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 28
ISLAND ER LAND ÞITT ?
I*að eru engin ný sannindi að það er
erfitt að læra íslensku. Stundum heldur
fólk því fram að það sé næsta ógerlegt en
flest vitum við betur. Guðrún J. Hall-
dórsdóttir, forstöðukona Námsflokka
Reykjavíkur, hefur bent á að á milli 10
og 20 þúsund íbúar íslands hafi aðra
tungu en íslensku að móðurmáli eða
fyrsta máli. Uppruni manna ræður miklu
um hversu auðvelt þeim er að tileinka sér
íslenskuna. Sem dæmi má nefna að það
tekur Færeying að öllum líkindum ör-
skamma stund að læra íslensku en fyrir
Tælending er róðurinn mun þyngri.
Menningararfleifð, þ.e. saga, atvinnu-
hættir og trúarbrögð, speglast í málfari
þjóða. Því gefur auga leið að það getur
reynst þrautin þyngri fyrir fólk sem er
langt að komið að setja sig inn í og skilja
íslenskan þankagang. Ef við bætist að
móðurmál viðkomandi er gjörólíkt ís-
lensku að uppbyggingu, t.d. tónamál þar
sem merking orða gjörbreytist eftir hljóð-
falli, er ljóst að fólk þarf góða íslensku-
kennslu í langan tíma til að ná tökum á
málinu.
I sól og sumaryl. . .
I sumar sem leið sáu Námsflokkar
Reykjavíkur um sumarskóla fyrir nýbúa,
fullorðna og börn, en skólinn fékk fé frá
menntamálaráðuneyti og borg.
Ingibjörg Hafstað skipulagði námið
ásamt Ástu Kristjánsdóttur og Guðrúnu
J. Halldórsdóttur. Aðspurð um tilgang
sumarskólans sagði Ingibjörg nýbúabörn
stundunt vera svo félagslega einangruð að
þeim færi oft aftur í íslenskunni á sumrin
ef þau hefðu ekki samneyti við íslensku-
mælandi börn daglega. I fyrstu var hug-
myndin að halda bara nám-
skeið fyrir börn, en svo var
ákveðið að bjóða mömmunum
Iíka með.
Gerð var tilraun með verklega
íslenskukennslu, bæði fyrir börn
og fullorðna, en hún er nokkurs
konar sambland af matreiðslu-,
handavinnu- og íslenskukennslu.
Ingibjörg segir óhætt að fullyrða
að tilraunin hafi tekist vel.
Kennslan stóð í mánuð og var líf-
leg og skemmtileg en bestu með-
mælin með námskeiðunum eru
líklega þau að þátttakendur létu sig
aldrei vanta í tíma.
Fólki frá Asíu var sérstaklega
boðið í sumarskólann en 150
manns tóku þátt, 60 börn og 90
konur. Margar kvennanna komu
aftur og tóku þá vinkonur sínar
með. í vetur er 21 hópur nýbúa á
námskeiðum hjá Námsflokkunum.
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu búa um
300 konur frá Tælandi og Filippseyj-
um. Um helmingur þeirra hefur sótt
námskeið hjá Námsflokkunum. Af
þcssu má ljóst vera að cnn vantar tals-
vert upp á að það náist til allra asískra
nýbúakvenna á svæðinu.
lskólanum, í skólanum ...
Hvernig er búið að nýbúabörnum sem
eru að hefja nám í grunnskóla? Svokall-
aðir móttökubekkir eru í 5 grunnskólum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu en Ingibjörg
Hafstað hefur umsjón með kennslunni
sem þar fer fram. Börnum sem eru byrj-
endur í íslensku er safnað saman í þessa
bekki. Þau fá mikla íslenskukennslu eða í
3 tíma á dag. Nú er einnig verið að huga
að námskeiði fyrir þá sem eru lcngra
komnir. Hingað til hefur fé til þessarar
kennslu verið tekið úr mögrum sjóðum
sérkennslufjárins og nýbúabörnin sett í
hefðbundna sérkennslu, eitt og eitt með
kennara. Slíkt fyrirkomulag býður ekki
upp á frjóa tungumálakennslu. Nú koma
börnin í móttökubekkjunum saman í
skipulegum hópum þar sem markviss
málörvun á sér stað.
Mörg ný-
búabörn hafa
lágmarksorða-
forða og bjargast
sæmilega en þessi
sömu börn búa
Að ofan: Alekcej frá Rússlandi,
Milenafrá Kólumbtu,
Dylanfrá Bretlandi,
ThefanyfráFihppteyfryg
Guinevere frá Bandaríkjunum-
Ljósm.Ólafúr Þórðarson
Mega Islendingar ekki vera
tvítyngdir?
Hvað verður um börn sem læra ekki
móðurmál á máltökutíma? Svarið er
mörg hver ekki yfir hugtökum yfir þann
veruleika sem þau búa í. Staðreyndin er
sú að flest missa þau tengslin við móður-
málið eftir komuna til íslands. Hvernig
stendur á því? gæti einhver spurt. fs-
lenskir sérfræðingar hafa hingað til ráð-
lagt nýbúamæðrum að tala íslcnsku við
börnin sín! Konum, sem margar hverj-
ar hafa lítið vald á íslenskri tungu.
Börnin læra því ófullkomið og oft
rangt mál af mæðrum
sínum. Mæð-
urnar halda að
þær séu að gera
rétt en árangur-
inn verður sá að
þegar börnin
hefja nám í
grunnskóla er
máltaka þeirra
mun skemmra á
veg komin en ís-
lenskra jafnaldra.
Ráðgjöfina má e.t.v.
skýra með reynslu-
leysi íslendinga í
þessum efnum.
Börn sem eru komin á
skólaaldur við komuna til
íslands eru í meiri hættu
en önnur. Sum þeirra hafa
ekki hugtök yfir tilfinn-
ingar og reynslu á neinu
máli. Eru í raun móður-
málslaus og lifa í ein-
hverju tómarúmi. Þeim
er gert ókleift að hafa
orð um tilfinningar sínar og
náttúruna, svo dæmi séu tekin, þekkja
ekki plöntur og dýr.
Vandinn er í stórum dráttum tvenns
konar. Sum börn tala móðurmálið heima
hjá sér, t.d. víetnömsku, en fá enga skól-
un í því sem getur aftur gert það að verk-
um að grundvallarhugtök detta út og
móðurmálið myndar ekki þann hugtaka-
grunn sem frekari þroski byggir á. Svo
eru til börn sem eiga engar rætur í móð-
urmálinu og styðjast við hækjumál heima
hjá sér, svo sem ensku, t.d. þegar sam-
skipti foreldra fara fram á þriðja máli.
Þau börn geta í raun sedð uppi móður-
málslaus!