Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 29
skelfilega einfalt. Þau eru rænd hugsun
og dæmd til að tapa í lífsbaráttunni.
Ingibjörg Hafstað hefur það eftir dönsk-
um sálfræðingi að það sé grundvallarmis-
skilningur að menn læri af mistökum,
maður læri nefnilega af velgengni. Þess-
ara barna bíður hins vegar lítil velgengni
ef þau geta ekki tjáð sig, ef þau fá ekki
verkefni við hæfi og fá aldrei að sýna
hvað í þeim býr. Sum eru þó svo heppin
að geta bjargað sér með því að sýna hvað
í þeim býr á öðrum sviðum, s.s. í íþrótt-
um eða tónlistarnámi.
Við verðum að breyta í samræmi við
veruleikann en lög og reglur samrýmast
honum illa. Ingibjörg er þeirrar skoðunar
að við séum að missa af tækifæri til að ala
upp tvítyngda íslendinga. íslendinga sem
síðar meir gætu auðveldað okkur hvers
konar samskipti við aðrar þjóðir. Hún
segir að nú sé mikilvægast að fá móður-
mál barna, sem eiga erlenda foreldra, við-
urkennt sem aðalmál þeirra í skóla og ís-
lenska verði annað mál. Skyldur nýbúans
og samfélagsins hljóta að vera gagn-
kvæmar, þ.e. nýbúans að aðlagast því
þjóðfélagi sem hann hefur sest að í og
samfélagsins að auðvelda honum að ger-
ast fúllgildur þjóðfélagsþegn. Fullgildum
þjóðfélagsþegni á að veita menntun sem
gerir honum kleift að skiptast á skoðun-
um við samborgara sína.
^ 'K.
• Kvindepartiet arbejder i din interesse. Tag aktiv del ^A>J* ^ TUöfJ^-TP~? BAfJ - **“■"** s*r c*~H uá
i kampen! • T°'
• The Women 's Alliance Cares About You — Give Us A Hand! •
• Sinunkin asiasi ovat Naistenpuolueen sydámellá. Yndessá
meillá on voimaa! •
• La íiste des femmes défend tes intéréts. S^ "I ' -
Rejoins-nous dans notre combat! • (J’HT<é/i<á'pA Trfé r-
• Kvennalistinn berjistfyri vœlferð tíni - rætt okkum eina hjálgandi hond! • - J
• Kvennalistip ilinnut íluaqutaasinnaasut ilumiorai, ikio-
qatigiilluta ingerlatsigu •
• E1 partit de la dona lluita pels teus drets. Lluita amb nosaltres! •
• Sieviesu vélétdjbloks més cínámies par júsu tiesíbám -
SA3aCtTbohtEce pievienojieties mums! •
* Kvinnelisten tar dine behov paa alvor. Gi oss din stötte!
# # *L ff $. tí pj Jt !
• Kvinneiisten tar dine behov paa alvor. (ori oss
O partido feminista é também de vocés. Trabalbamos
pelos interessos das mulheres. Necessitamos o vocco ajudo! •
• Zenska-stranka vodi racuna o tvojoj koristi - pomozi nam u borbi! • jé Tj !
• Strana zien bojuje tiez za Teba a za Tvoje záujmy. Spolahame sa na Teba i
na Tvoju úcast v nasom spolocnom boju •
6opeTc"*3a TBOM^HHTep^oB^ * La alianza de las mujeres lucha por tus derechos. jLucha con nos otros! •
jy*my» HMtT*emnHl!,’6e * Kvinnopartiet tar dina frágorpá allvar. Gör gemensam sak med oss i
kampen! •
• Strana zen bojuje také za Tebe a Tré zájmy. Spoléháme se na Tvoji
úcast u nasem spolecném boji! •
a Partija Kobiet walczy w parlamentcie tez za
/i i\uk i artja a le eraekeiacrt harcol - auj mel- ciebie.
• Pomoz nam w bitwie za lepsze 'zycie kobiet!
Eine bessere Gesellschaft ist unser Ziel, mach
doch mit! ',u'
ÍvJíQ'ví.m
. 0 C/U zv?
FULL-
KOMIÐ
EFTIRLIT
MEÐ
UTLENDINGUM !
Um efdrlit með útlendingum gilda sérstök Iög. Þau lúta að því að takmarka aðgang útlendinga að landinu og möguleika þeirra til bú-
setu hér. í þeim er hvergi kveðið á um lágmarksþjónustu eða upplýsingaskyldu hins opinbera við fólk sem sest hér að. Skyldur ríkisins
við það fólk sem tekur upp búsetu á íslandi eru því fremur litlar hvernig sem á málið er litið. Ingibjörg Þorsteinsdóttir lögfræðingur hef-
ur orðað það þannig að í lögum og framkvæmd sé eins og okkur varði ekki um annað en það að útlendingar séu rétt skráðir inn og út úr
landinu og passi upp á að endurnýja þau leyfi sem þeir hafa til dvalar og atvinnu. Skyldurnar eru allar þeirra.
En ríkið hefur að sjálfsögðu ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim sem fá dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi og verða síðar
margir hverjir íslenskir ríkisborgarar. Þess vegna þarf að marka stefnu í málefnum nýbúa og sjá til þess að allir sem hingað vilja flytjast
sitji við sama borð þegar mál þeirra eru tekin fýrir. Þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram tillögur til þingsályktunar um skipulega
fræðslu og leiðsögn fyrir útlendinga sem taka sér búsetu á íslandi og einnig um ráðgjafar- og fræðsluþjónustu fyrir nýbúabörn. Þær hafa
því miður ekki verið samþykktar.
Á fslandi eru ekki til reglur um hvernig skuli fara með mál þeirra sem leita hælis hér á landi. Pierre Sané, forseti mannréttindasamtak-
anna Amnesty Internadonal, var staddur hér á landi fyrr í haust og benti íslenskum stjórnvöldum m.a. á þá staðreynd að þeir sem er
neitað um inngöngu í landið, geti hvergi skotið máli sínu áfram. Þessu fólki er oftast snúið við af starfsmönnum Útlendingaeftirlitsins í
Leifsstöð. Vegna þess að engar almennar reglur gilda um veitingu hælis á íslandi er unnið úr hverju máli fyrir sig, vanalega í samvinnu
Rauða kross íslands og Útlendingaeftirlits. Stundum kemst fólk inn um „bakdyrnar", eins og sagt
er og er veitt dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum.
Eiginlegir flóttamenn á íslandi eru aðeins þeir sem hingað hafa komið í hópum þegar stjórnvöld
hafa orðið við beiðni Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna þar um. Slíkir hópar komu hingað
síðast árin 1990 og 1991, 30 Víetnamar í hvort sinn. Af þessu má ljóst vera að flóttamenn eru
aðeins lítill hluti þeirra útlendinga sem hér hafa búsetu.
Að lokum þetta: íslendingar hafa löngum talið sig umburðarlynda og víðsýna þjóð en það er
auðvelt að stæra sig af mannkostum sem sjaldan eða aldrei reynir á. Eftir því sem fólki af erlendum
uppruna hefur fjölgað hér á landi hafa fordómar í þess garð því miður skotið upp kollinum. Nú
fyrst reynir á hversu opin og fordómalaus við erum. Fordómarnir geta byrgt okkur sýn og þess vegna verðum við ávallt að vera á varð-
bergi gagnvart þeim um leið og við fögnum því fólki sem með okkur vill búa. Nýbúar auðga og bæta mannlífið á Fróni. Þeir eru kær-
komin viðbót í flóru íslensks samfélags.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
starfskona Kvennalistans
29