Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 30

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 30
30* t Heilsdagsskóli er það kallað, fyrirbærið sem svo mikið hefur verið rætt um síðustu vikur. Hókus pókus heilsdagsskóli! Kosningabrella sjálfstæðismanna í Reykjavík, fínn glansbæklingur með ávörpum borgarstjóra, formanns skóla- málaráðs og fleiri fyrirmenna. Ábúðarmiklir og sviphreinir brosa þeir til okk- ar af glanspappírnum . . . komið til mín, allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður . . . tja, t.d. heilsdagsskólapláss. (Les: kjósið sjálfstæðismenn og veitið þeim óskorað umboð til að reisa fleiri skrauthallir og minnisvarða sjálfum sér til dýrðar og eftirkomendum til stórrar undrun- ar.) Fallegi bæklingurinn var sendur inn á öll heimili í borginni þar sem grunnskólabörnin búa, jafnvel þrír, fjórir á sum heimili svo hægt var að hengja myndirnar og kortin af öllum skólunum upp um alla íbúð. Fávís konan, hún ég, skilur ekki hvers vegna engum hefur dottið þetta í hug fyrr. Og hefði þurff annað en að senda öllum skólunum bréf og segja þeim frá þessari frábæru hugmynd? Ailir hefðu rokið upp til handa og fóta, glaðir yfir að fá að vera með í framkvæmdinni, án nokkurs þrýstings. En bíðum við . . . þetta orð . . . heilsdagsskóli, er þetta ekki einmitt það sem kennarar eru búnir að vera að tala um í áraraðir? Getur verið að orðið hafi borið á góma í einhverjum frumvörpum eða tillögum sem Kvennalist- inn, meðal annarra, hefur flutt á Alþingi og dagað hefur uppi, ýmist í nefnd- um eða salti! Mig minnir að fyrirbærið hafi kostað svo mikið að engin rík- isstjórn hafi treyst sér til þess, enda stækka börnin okkar undurfljótt, jafnvel þótt þau séu ekki í heilsdagsskóla og verða líka mjög sjálfstæð á því að sjá um sig sjálf. Hvað er þá að gerast? Ætlar Reykjavíkurborg að eyða svona miklum pen- ingum í krakkana og það verkefni sem ríkinu ber að sjá um, a.m.k. ennþá? Verður þá ekkert eftir til að byggja listamiðstöðina sem enginn listamaður hefúr beðið um? Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill ekki segja mér hvað þetta kostar, veit það kannski ekki ennþá. En ég velti fyrir mér hvort þetta kosti meira-en-þíer 50 milljóftir sem Sjálfstæðisflókkurinrt í ríldssrjórn sá sig tilneyddan að skera niður til skólamála á ári og varð til þess að börnin fengu að vera enn styttri tíma í skólanum og bauðst enn betra tækifæri til að læra að verða sjálfstæð. • jflp ' ‘ - • Heilsdagsskóli og heilsdagsskóli Ef til vill er ég loksins komin að kjarna málsins! Sá heilsdagsskóli sem kenn- arar, og sumir foreldrar, voru alltaf að heimta er kannski eitthvað öðruvísi en heilsdagsskólinn sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur efni á? Ef ég nú held áfram að brjóta heilann . . . jú, ég hef heyrt að til þess að heilsdagsskóli standi undir nafni þurfi skólar að vera einsetnir, kennsluna þarf að auka verulega og koma upp mötuneytum. Allt þetta var svo hræðilega dýrt og þess vegna var kennslan ekki aukin heldur minnkuð. Nú er þetta allt ákaflega ruglingslegt. Búið er að koma upp heilsdagsskóla í nær öllum skólum í okkar ágætu borg og þó hafa fæst þessara skilyrða verið uppfyllt. Niðurstaðan er því sú að heilsdagsskólinn í Reykjavík er ekki heilsdags- skóli heldur samskonar skóli og hann var áður en bæklingurinn góði kom inn á heimilin okkar . . . en við hefur bæst gæsla. Á því var hreint ekki van- þörf. Og úr því að við erum svona skelfing illa stödd þjóð að við höfum ekki efni á að veita börnunum okkar heilsdagsskólavist (eða ætti ég að segja að við séum svona vel stödd að við höfum efni á að veita hana ekki!), er gæsla ágæt- is úrræði sem ber að meta. Og það geri ég. En mér finnst réttara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum því annars gæti maður jafnvel farið að halda að verið væri að blekkja mann og það er örugglega ekki meiningin! Heilsdagsskóli - gœsla Hver er þá munurinn á gæslu og heilsdagsskóla? Eitt af markmiðunum með skólaskyldu á sínum tíma var að jafna aðstöðu barna og því mikilvægt að

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.