Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 31

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Qupperneq 31
skólinn væri foreldrum að kostnaðarlausu, að öðru leyti en því sem þeir greiddu í formi skatta. Fyrir gæsluna í skólunum þurfa foreldrar að greiða. Sumum finnst það reyndar ekki vera háar upphæðir og í samræmi við það sem fólk greiðir annars staðar eða jafnvel minna. öðrum finnst það dýrt og nýta sér ekki gæsluna af þeim sökum. Aðalmáiið þykir mér þó vera að þarna er um grundvallarstefnubreytingu að ræða. Sem sagt, börnin dvelja mislengi í skólanum og foreldrar borga fyrir þau sem dvelja lengur. í sumum skólum hafa einkaskólar ýmisskonar fengið aðstöðu, s.s. tónlist- ar- heimspeki- og dansskólar. Hugmyndin er sú að foreldrar losni við að aka börnunum á milli, sem er auðvitað gott og blessað. En kannski langar Siggu og Magga líka að fara í dans eða eitthvað annað og öll vitum við að það er ekki á færi nema mjög þokkalega stæðra foreldra að greiða fyrir slíkt, jafnvel þótt tímarnir kosti eitthvað minna inni í grunnskólunum. Það kann vel að vera að sumum fmnist ekki skipta máli hvort börn sæki einkaskóla inni í skólunum eða úti í bæ, mismununin er jú fyrir hendi. En er það rétt stefna að gera hana augljósari en þegar er og senda auglýsingar um öll gylliboðin inn á heimili barna . . . er það í verkahring grunnskólans? f afar fáum skóluni geta börn fengið mat í hádeginu, hvað þá heitan. Mikið hefur verið um það rætt undanfarið að börnin í þessu velferðarþjóð- félagi fái ranga næringu. Höfum við efni á að gefa börnunum okkar ekki næringarríkan mat í skólunum? Hefur ekki einhver verið að tala um að heil- brigðisþjónustan sé orðin of dýr! Gœsla - heilsdagsskóli Köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Gæsla er gæsla, heilsdagsskóli er allt annað. E.t.v. er þetta viðleitni til að breyta því ófremdarástandi sem ríkt hef- ur í málefnum barna og maður leyfir sér að vona að þetta sé eitt örlítið skref, hikandi og óöruggt, á langri leið til alvöru heilsdagsskóla. Draumsýn mín er sú að skóladagurinn verði samfelldur, krakkarnir okkar fái þar góðan mat, raunveruleg kennsla verði aukin og tómstundaheimili eða skóladagheimili - í breyttri mynd, fyrir öll börn - taki við þar sem skólanum sleppir. Skólar hafa alltof lengi verið svo gjörsamlega á skjön við þann raunveru- leika sem börn og foreldrar þeirra búa við að löngu er kominn tími til að breyta. Mín skoðun er nefnilega sú að við höfum ekki efni á að fresta úrbót- um. Byggingu glæsihúsa og minnisvarða er hægt að fresta en uppeldi er ein- faldlega ekki hægt að slá á frest. Kristín Blöndal situr í stjórn Dagvistar barna fyrir Kvennalistann 1 I 8 8 '6; 8 Kvennalistinn hefiir gefið út jólakort með myndverkum fjögurra myndlistakvenna. Kortin er hægt að kaupa (eða panta) að Laugavegi 17 í Reykjavík (s. 91-13725) og hjá kvennalistakonum um land allt. ■Jg- íslenskt, já takk! mmsmtsmmmm Lesa konur hagskýrslur? Landshagir 1992 I ritinu er að finna mikinn fróðleik um mannfjölda, atvinnuvegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál, þjóðarbúskap, verslun o.m.fl. Ómissandi rit öllum þeim sem vilja fræðast um hag lands og þjóðar. Verð 2.100 kr. Landshagir eru einnig fáanlegir á 3,5" disklingum í Excel fyrir PC og Macintosh og kosta þá það sama. Hagtölur án landamæra 1993 Kominn er út á vegum hagstofa Norðurlandanna geisladiskur með fjölbreyttu talnaefni frá öllum Norðurlöndunum. Þar er m.a. að fmna efni um mannfjölda, vinnumarkað, atvinnuvegi, verðlag, utanríkisverslun, samgöngur, ferðamál, þjóðhagsreikninga, menningu o.fl. Með disknum er forrit sem gengur að gagnagrunninum. Verð 30.000 kr + vsk. Hagstofa íslands Skuggasundi 3 . Sími 609866 g ______________________________________________________________ i Ósku hamingj fjcz im kpi 'u mec r fiafi tnnatis í þonn i ndd si tanum tií drangur stm r. 10 ar. Nafn áskrifenda: Heimilisfang: Póstnúmer: Sími: r | 1 rp ✓ Timmn Kort nr: Gildir út Ég undirritaöur/uö óska hér meö aö gerast áskrifandi aö Tfmanum .. . , Kennitala - Lynghálsi 9. 110 Reykjavík . Pósthólf 10240 Póstfax 687691 31

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.