Kvennalistinn - 01.04.1983, Síða 4

Kvennalistinn - 01.04.1983, Síða 4
4SIÐA Aprfl 1983 Útgefandi: Samtök um Kvennalista Reykjavík 1983 Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Elín Guðjónsdóttir, Guðbjörg Grétarsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún Kristmundsdóttir, Helga Thorberg, Hrefna Róbertsdóttir, Kicki Borhammar, Sigrún Jónsdóttir, Þórunn Klemensdóttir. Teiknari: Ólöf Nordal. Ábyrgðarmaður: Helga Thorberg. Póstfang: Hverfísgata 50, Reykjavík. Prentstaður: Blaðaprent. Setning: Prentsmiðja Þjóðviljans w »> w im. «■» y* «K a» Hinn þögli meirihluti er oft nefndur, sjaldan sýnilegur. Hinn þögli meirihluti, þaö erum viö konur og annaö „minn- iháttar" fólk, sem sést ekki - heyrist ekki og breytir engu - því aö þögn er sama og samþykki. Einstaka sinnum hefur hinn þögli meirihluti gert sig sýnilegan þann veg aö eftir væri tekiö. Svo var t.d. á kvennafrídaginn 1975. Þá stóöum viö svo ótrúlega marg- ar, ungar sem aldnar, þétt saman, fundum ylinn og sam- hygðina hver frá annarri. Nú var brotiö blaö, nú hlaut stundin aö vera upp runnin. Nú brytum viö af okkur okiö, sæktum fram og gerðum okkur gildandi fyrir alvöru viö mótun þjóöfélagsins. En því miður. Aö kveldi fór hver til síns heima, lítiö geröist og ekkert breyttist. Staöa okkar kvenna í samfél- aginu var áfram sú sama og hefur verið um aldir. Algjört áhrifaleysi, nema á mjög afmörkuðu sviði, var og er okkar hlutskipti. Viö forstööu heimilis, þ.e. meöal annars hagstjórn þess, aödrætti, alla úrvinnslu, þrif, umönnun aldraöra, uppeldisstörf og önnur álíka ólaunuö og lítilsmetin störf, fengum viö flestar aö vera óáreittar. Auk þessa voru og eru margar okkar, eöa um 80 af hundraði giftra kvenna jafnframt í launuöum störfum. Allt þetta hefur þótt svo sjálfsagt aö eftir því hefur varla verið tekið. Sú litla aðstoð sem veitt hefur verið, hefur verið þakksamlega þegin. Viö kvökum, þökkum og þegjum, eða hvaö? Viö stjórnsýsluna á ríkisheimilinu og í sveitarstjórnum hefur málunum veriö þveröfugt fariö. Þar hafa karlarnir nær eingöngu sýslaö. Þar höfum viö konur harla lítið fengið aö koma nærri. Aðstoð sem við höfum boöiö fram á þeim vettvangi, hefur verið aö mestu afþökkuö. Aftur gerist þaö svo á síöastliönu vori aö hluti hins þögla meírihluta reis upp, baröi í borðið og kvaddi sér hljóös. Þegar þárna var komiö sögu var ástandið þannig aö af 1172 sem sátu aö völdum í sveitarstjórnum landsins voru konur 71 eða 6,2 af hundraöi. Þessu varö að breyta og viö buöum fram sérstaklega konurnar. Þá jókst hlutur kvenna um helming í sveitar- stjórnum landsins og er nú þannig, aö af 1192 eru konur 149 eöa 12,5 af hundraði. Þennan árangur má þakka óbeint framtakssemi okkar kvenna. Til fróöleiks og sam- anburöar má geta þess aö á hinum Norðurlöndunum náöist þessi árangur fyrir áratugum, svo ekki var seinna vænna fyrir okkur hér á Fróni að grípa í taumana. Ef viö lítum til Alþingis þá er ástandið þar enn dekkra. Þar sitja núna 3 konur eöa 5 af hundraöi, og frá upphafi hafa þar aðeins setiö 12 konur. Þessu verðum viö að breyta. Þessu ætlum viö að breyta. Viö trúum því að þaö sé ekki aðeins réttur kvenna aö fá aö vera meö í ákvörðunum á þjóðarheimilinu, heldur sé þaö þjóðarnauðsyn aö verðmætamat kvenna komi þar fram. Við trúum því aö konur eigi ekki aðeins rétt á aö vera með í aö ákveöa hvernig farið er meö fé landsmanna, í hvað því er variö og í hvaöa röð verkefnin eru leyst, heldur sé brýnt að sá réttur sé virtur. Viö trúum því aö viö konur höfum ekki síöur vit á þess- um málum en karlar og vegna okkar sérstöku reynslu og þekkingar höfum viö margt nýtt til málanna að leggja. Því ber okkur skylda til aö styðja þær konur sem hafa gefið sig fram til aö koma sjónarmiðum okkar kvenna á fram- færi á Alþingi. Konur hafa verið sniðgengnar nógu lengi við kjör til alþingis íslendinga. Viö látum okkur ekki hafa þetta lengur. Viö heimtum uppreisn æru. Viö erum hættar að þegja. STÖNDUM SAMAN ALLAR SEM EIN. Elín G. Ólafsdóttir ** )%í tx x «m v> *A>rt a\ M V A% Kona Ég vil ekki þurfa að vera eins og karlmaður til þess að fá sama rétt og hann. Ég vil ekki þurfa að hugsa eins og karlmaður til þess að vera ekki fyrirlitin. Ég vil ekki þurfa að tala eins og karlmaður til þess að tekið sé mark á mér. Því ég er kona og ég vil vera kona. Ólöf Sverrisdóttir. X>XX X X x 6 v*V * X X x > í í x x > X X X * XX > XX Xx XX. XX X X xxx X K K X x X i xx x * xxxx X5 XX x xx x x >r X X X 2 „ x X x x x> x xx x XX XX XX XV X X XX xxx. KXK * X* XX X XX XX XX X Xx « ** viíi « *» »» iy v«. xxk* <pin kK «v m n r Hinn þögli meirihluti

x

Kvennalistinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.