Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 6
Stefna hinnar hagsýnu húsmóður
Breytt
verðmætamat
Allir fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa lýst því yfir
að nú stefni efnahags og atvinnumál þjóðarinnar í al-
gjörar ógöngur. Eru þetta ekki bara hrakspár? Við höf-
um svo oft áður heyrt landsfeður berja sér á brjóst og
hrópa: „Úlfur, úlfur“. Geturþetta verið sattásama tíma
og meðaltalstölur um neyslu, t.d. varðandi bílainnflutn-
ing, utanlandsferðir og fjölda seldra tertubotna, hafa
hœkkað árfrá ári. Bjargast þetta ekki nú eins og áður?
Því miður held ég að svo verði
ekki. Til þess liggja ýmsar ástæður,
en fyrst og fremst þær að eytt hefur i
verið meiru en við höfum aflað og
að fjárfestingarstefnan hefur verið
röng.
Ég vil nefna nokkur dæmi til
stuðnings þessum fullyrðingum.
Viðskiptahallinn hefur tvöfaldast
(aukist um 100%) milli áranna
1981 og 1982. (Úr 6% í 12% af
þjóðarframleiðslu.) Þetta þýðir að
innflutningur er miklu meiri en út-
flutningur, eytt hefur verið meiru
en aflað er.
Afleiðing þessa er að sjálfsögðu
sú að erlendar skuldir hafa vaxið
geipilega og nema nú um helmingi
af þjóðarframleiðslu. Af því leiðir
að fjórða hver króna af útflutningi
feríafborganiraferlendum lánum.
Og áfram er haldið að taka erlend
lán án þess að breyta um grundvall-
arstefnu í efnahagsmálum.
Hið sama gerist í innlenda
banka- og sjóðakerfinu. - Útlán
bankanna voru 15% hærri á síðasta
ári en innlánin. Framkvæmda-
sjóðir á vegum ríkisins ernnú nán-
ast tæmdir. Heildarlánaaukning
þeirra jókst milli áranna 1980 og
1981 um 98% en aðeins um 40% af
því fjármagni eru endurgreiðslur
þeirra er lánanna nutu, 60% sem á
vantar eru fengin með innlendum
og erlendum lánum. Stærsti hluti
lána framkvæmdasjóðanna fer til
togara og fiskiskipakaupa og
megnið af því er fengið að láni er-
lendis.
Stefna okkar í orkumálum all-
ar götur frá því um 1965 hefur
verið sama merki brennd. Stefn-
an er og hefur verið að byggja
stórvirkjanir til þess að geta selt
raforkuna til stóriðju.
Okkur hefur verið talin trú um
að með sölu raforku til stóriðju
værum við að nýta á arðbærastan
hátt þessa auðlind okkar. Hver er
svo raunin?
Stóriðja, hvort heldur erlend
eða með eignaraðild okkar, greiðir
ekki kostnaðinn af stórvirkjunum.
Þáð erum við, almennir neytendur,
sem gerum það. Við borgum sex
sinnum hærra verð fyrir raforku en
stóriðjan.
Þetta gerist a sama tíma og
sjávarafli dregst saman um 16% og
fyrirsjáanlegt er að við ofnýtum
fiskistofna. Já - atkvæðaveiðar
þingmannanna eru dýrar veiðar.
Þá gleymist þjóðarhagur. Það að
geta státað af sem flestum togurum
í kjördæmi í kosningabaráttunni
virðist verða aðalmálið, þó það
gerist á kostnað þverrandi auð-
lindar og útgerðinni sé haldið á
floti með styrkjum. Væri nú ekki
skynsamlegra að verj a þessum fj ár-
munum til atvinnuuppbyggingar
sem skilaði verulegum arði?
En það er ekki einungis í fjár-
festingar og rekstrarmálum út-
gerðarinnar, sem stefnan hefur
verið röng og valdið því að við
stöndum andspænis efnahagslegu
öngþveiti.
Við borgum beina rekstarstyrki
til þeirrar stóriðju sem við eigum
eignarhlut í (170 milj. s.l. ár til
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga) og við borgum
óbeina styrki til Álversins í
Straumsvík vegna skattákvæða í
samningi við það fyrirtæki. Við og
afkomendur okkar munum borga
þau erlendu lán sem eru afleiðing
þessarar orkustefnu og nema nú
um helmingi af erlendum skuldum
okkar.
Samt er haldið áfram á sömu
braut og nú liggur fyrir samþykkt
áætlun um stórvirkjanir og stór-
iðjuframkvæmdir allt til ársins
2000. Er mönnum fyrirmunað að
læra af reynslunni?
En hvað hefur Kvennalistinn
fram að færa í efnahags- og
atvinnumálum?
Við teljum að þeir arðsemisút-
reikningar sem legið hafa til grund-
vallar við stefnumótun í efnahags-
málum byggi á röngu verðmæta-
mati - verðmætamati stundargróða
og rányrkju.
við viljum að grundvallar-
spurning við mótun efnahags-
stefnu verði, hvaða áhrifhún hafi
á líf fólks i landinu í nútíð og
framtíð og hvernig hún samrœm-
ist verndun náttúruauðlinda.
Við viljum ekki láta stjórnast af
tæknihyggju, við viljum að tækni
og þekking verði notuð í þágu okk-
ar allra.
Þetta eru grundvallaratriði og
þau verður að tryggja.
Með þessi stefnumið að leiðar-
ljósi og að fenginni reynslu síðustu
áratuga viljum við gjörbreytta
efnahagsstefnu.
Við framkvæmd þeirrar stefnu
lítum við í eigin barm og spyrjum
okkur: Hvað gerir hagsýn hús-
móðir þegar hún stendurandspænis
því að tekjur heimilisins riægja ekki
til að framfleyta því?
Hún endurskoðar búreikning-
ana, breytir forgangsröð, nýtir bet-
ur hlutina, miðar útgjöld við tekjur
og byggir í auknum mæli á því sem
hægt er að framleiða á heimilinu.
Á þessum einföldu og sjálfsögðu
staðreyndum byggjum við þegar
við mörkum okkar stefnu í efna-
hagsmálum.
Við leggjum því höfuðáherslu
á að við fultvinnum sjálf útflutn-
ingsvörur okkar í sem fjölbreytil-
egustu formi og að við vinnslu
þeirra verði lögð megináhersla á
gœði en ekki magn.
Hvergi er að finna viðhlítandi
skýringar á því, t.d. hversvegna út-
flutningsfyrirtæki í fiskiðnaði
koma sér upp fullvinnsluverk-
smiðjum erlendis í stað þess að full-
vinna vöruna hér. Með slíku fyrir-
komulagi missum við skatttekjur
og atvinnutækifæri út úr landinu.
Annað meginatriði í stefnu
okkar er að efla íslenskan smá-
iðnað til þess að við verðum í
vaxandi mœli sjálfum okkur nóg
við framleiðslu neysluvarnings.
Með því móti getum við skapað
atvinnu og dregið úr innflutningi.
Vegna aðildar okkar að EFTA
og samninga við EBE er íslenskur
iðnaður í nánast óheftri samkeppni
við þróuðustu iðnaðarlönd Evr-
ópu. Jafnframt erum við háð þeim
sömu mörkuðum varðandi útflutn-
ingsvörur okkar.
Leiðir til að byggja hér upp
traustan iðnað eru því að taka mið
af þörfum iðnaðarins við skráningu
gengis og endurskoða lánakjör
hans. Fram til þessa hefur gengis-
skráning eingöngu miðast við af-
komu útgerðar og fiskvinnslu
þannig að þegar vel árar í sjávarút-
vegi og gengið er tiltölulega stöð-
ugt hefur iðnaðurinn staðið höllum
fæti. í þessum efnum verður að
finna hinn gullna meðalveg.
Við leggjum áherslu á að kom-
ið verði áfót endurvinnsluiðnaði
ýmiskonar. Við - nýtum ekki
nema lítið brot af sjávarafurðum
okkar og við hirðum ekki um að
endurnýta t.d. pappír og gler.
Þriðja atriðið í efnahagsstefnu
okkar snertir sjávarútveg og land-
búnað alveg sérstaklega.
Við viljum miða fjölda fiskiskipa
við þol fiskistofna. Leið til að
tryggja samræmi milli afla og fiski-
stofna er að koma á kvótakerfi á
hvert skip. Jafnframt verðum við
að tryggja að gæðaeftirlit við
vinnslu sjávarafurða verði virkt og
óháð vinnslustöðvum. Slíkar
aðgerðir sem tryggja að ofnýting
eigi sér ekki stað, að gæði hráefnis
en ekki magn ráði ferðinni ásamt
með fullvinnslu og endurvinnslu
sjávarafurða hér á landi eru undir-
staða frambúðar atvinnuöryggis í
þessari mikilsverðu framleiðslu-
grein okkar.
Sömu undirstöðuatriði ráða
stefnu okkar í landbúnaði.
Við viljum fyrst og fremst
tryggja að framleiðsla landbún-
aðarafurða miðist við innanlands-
markað. Útflutningur landbún-
aðarafurða í því formi sem við-
gengist hefur er engum til gagns.
Verði hér umfram framleiðsla
landbúnaðarvara þegar gætt hefur
verið umhverfissjónarmiða
verðum við að bjóða íslenskar
landbúnaðarafurðir sem sérstaka
gæðavöru og undir því getur hún
staðið.
Loks vil ég víkja að stefnu okkar
í stóriðju og virkjanamálum. Ég
hef hér að framan rakið hreint tap
okkar og skuldasöfnun sem fylgt
hefur í kjölfar þeirrar stefnu sem
áætluð er og hefur verið ráðandi.
Aukþess vitum við að stóriðju
fylgir byggðaleg og félagsleg
röskun og mikil mengunarhcetta.
Petta hvort tveggja eru atriði sem
geta haft í för með sér ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar.
Síðast en ekki síst verðum við að
hafa í huga að stóriðja er ekki
atvinnuskapandi miðað við þann
fjármagnskostnað sem henni fylg-
ir. Samkvæmt mannfjöldaspá til
ársins 2000 munu a.m.k. 25 þúsund
manns bætast við á vinnumark-
aðnum til þess tíma. Miðað við nú-
verandi stóriðjustefnu til sama
tíma mundu aðeins 6% þessa fólks
fá vinnu við stóriðju eða um 1500
manns. Þessi 1500 atvinnutækifæri
væru jafnframt þau dýrustu sem
við þekkjum.
Réttilega hefur verið bent á að
mikil atvinna skapist meðan á
byggingu stóriðjuvera og stórvirkj-
anna stendur. En við verðum að
spyrja okkur spurningarinnar,
hvað svo, þegar byggingu er lokið?
Við verðum að horfa til framtíðar-
innar og hugsa um afkomu niðja
okkar en láta ekki glepjast af
stundargróða.
Þessvegna tekur Kvennalistinn
afstöðu gegn frekari stóriðju hvort
heldur hún kallast innlend eða er-
lend.
Stefna okkar í efnahagsmálum
er ljós. Hún er samtvinnuð stefnu-
okkar í atvinnu- og umhverfismál-
um og grundvallast á verðmæta-
mati kvenna, sem byggir á því að
viðhalda og vernda líf.
í efnahagsmálum setjum við því í
öndvegi stefnu hinnar hagsýnu
húsmóður sem felur í ,sér að við
getum í sem ríkustum mæli lifað á
eigin framleiðslu og við högum út-
gjöldum í samræmi við tekjur.
Við viljum efnahagsstefnu sem
tryggir atvinnuöryggi.
Við viljum nýta auðlindir lands
og sjávar án þess að ganga í ber-
högg við lögmál náttúrunnar.
Við viljum orkustefnu sem miðar
við okkar þarfir.
Við höfnum stefnu stundargróða
og rányrkju í hvaða mynd sem er.
Guðrún Jónsdóttir.