Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 13

Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 13
Apríl 1983 SIÐA 13 Ohoh, ég vildi að mamma gæti verið lengur en 3 mánuði heima hjá mér Segðu henni að kjósa kvennalistann, þœr vilja að mömmur fái að vera heima minnst í 6 mánuði H miðum verðum við að berjast fyrir bættum hag kvenna. Við höld- um því fram að fleira sameini kon- ur en sundri. Þótt lífskjör kvenna séu misjöfn erum við sem heild lægst launaði hópurinn í þjóðfél- aginu. Konur njóta skemmri skólagöngu en karlar. Þetta tvennt gerir okkur efnahagslega ósjálf- stæðar og áhrifalausar við mótun þjóðfélagsins. Menning og reynsla kvenna bygg- ir að mestum hluta á hefðbundnum störfum við heimilishald og umönnun barna. Við viljum halda tengslum okkar við þau störf sem hafa mótað okkur og lagt okkur til lífsgildi okkar, en við viljum ekki lengur vera í stöðu hinna efnahags- lega ósjálfstæðu. Því viljum við leggja jafna áherslu á mikilvægi barnauppeldis og heimilisstarfa, samábyrgð kvenna og karla hvað þau varðar og mikilvægi þess að konur geti með góðu móti komist út á vinnumarkaðinn og orðið efnahagslega sjálfstæðar. Við viðurkennum ekki það verð- mætamat sem nú er lagt til grund- vallar þegar laun fyrir störf kvenna eru ákveðin. Við viljum einnig að starfsreynsla kvenna við húsmóð- urstörf verði metin jafngild annarri starfsreynslu til launa, hefji konur launuð störf. Staða og kjör kvenna ráðast að hluta til af lagasetningu á ýmsum sviðum og því munum við á alþingi eiga frumkvæði að og fylgja eftir lögum sem varða konur sérstak- lega. Þar má nefna lög um fæðing- arorlof, almannatryggingar, laga- setningu um fullorðinsfræðslu, lög- gjöf um fóstureyðingar og að kom- ið verði á lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn og svo mætti lengi telja. Við teljum nauðsynlegt að dreg- ið verði stórlega úr miðstýringu ís- lensks samfélags. Síaukin miðstýr- ing færir völd og ábyrgð á æ færii hendur. Talandi dæmi um þetta eru viðamikil ráðunéyti þar sem ákvarðanir eru teknar um jafnt hin stærstu mál sem varða alla þjóðina og minni mál sem snerta eingöngu einstök sveitafélög. Allir þekkja ráðuneytistilskipanir um hvernig Valddreifing rÁrA skuli hagað þjónustu t.d. við fatl- aða og aldraða og hvernig fyrir- komulagi skólastarfs skuli háttað án tillits til staðhátta eða þarfa neytenda. Sambærilega miðstýringu er að finna í öllum ríkisstofnunum, en þar ráða ríkjum flokkspólitísk ráð og nefndir, en starfsfólk og neytendur eru áhrifalitlir um allar meiriháttar ákvarðanir. Flestir fá þannig litlu ráðið um skipan samféÞ ags síns, verða áhorfendur og þol- endur, í stað þess að vera þátttak- endur. í slíkum kerfum er rödd kvenna veik og hagsmunir þeirra fyrir borð bornir. Því viljum við leggja áherslu á að kannaðar verði leiðir til aukinnar valddreifingar í stjórnkerfinu. Við viljum valddreifingu sem felur í sér að fjármála- ogstjórnunarvald fær- ist frá miðstýrðum ríkisstofnunum út til fólksins í landinu. Einkum leggjum við áherslu á að minnka miðstýringu og kerfisbindingu í skóia- og menningarmálum og á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Á þessum sviðum viljum við smáar og sjálfstæðar einingar, þannig að hver og einn hafi tækifæri til að hafa þar bein áhrif á gang mála. Valddreifing á þessum sviðum verður nokkuð mismikil eftir eðli mála. Til útskýringar má nefna að við viljum t.d. að stefnt sé að þvíað hver skóli fái fullan sj álfsákvörðun- arrétt yfir þeim fjármunum sem ætlaðir eru til rekstrar og hygging- ar. Stjórn skólans og stefnumótun yrði þá í vaxandi mæli í höndum foreldra, nemenda og kennara við- Hvar pissar hver? Ljósmyndir úr Vesturbœjrskóla og Framkvœmdastofnun ríkisins

x

Kvennalistinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.