Fréttablaðið - 05.04.2017, Síða 8
orkumál Innan Orkuveitu Reykja
víkur er það dregið stórlega í efa
að leggja þurfi háspennulínu yfir
hálendið, eða styrkja byggðalínuna,
vegna rafbílavæðingar. Mjög er
dregið í efa að leggja þurfi hálendis
línu yfirhöfuð, og alveg örugglega
ekki í nánustu framtíð.
Þetta kom fram í máli Bjarna
Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur, á ársfundi fyrirtækis
ins á mánudag. Bjarni var þar að
fjalla um rafbílavæðingu fram
tíðarinnar, en gerði að umtalsefni
hvernig raforkukerfið er byggt upp
í því samhengi.
Hann sagði að styrkja þyrfti
raforkukerfið á Norðurlandi og
Austurlandi – þar hafi vandi verið
mikill lengi við að tengja saman
Fljótsdalsstöð [Kárahnjúka] og
jarðhitasvæðin fyrir norðan, og
hugsanlega Blöndu. Þegar það væri
búið væri komið þúsund megavatta
kerfi sem væri sterk blanda af jarð
gufu og vatnsafli sem væri æskilegt.
Það kerfi myndi fullnægja þörfum
þessa víðfeðma svæðis á flestan
hátt. Á Suðvesturlandi væri kerfið
2.000 megavött og mjög góð blanda
af vatnsafli og jarðvarma – og flest
um ef ekki öllum þörfum svæðisins
fullnægt til næstu ára.
„Þetta þýðir að engin þörf er
fyrir hálendislínu, vegna rafbíla, og
engin þörf á styrkingu byggðalínu
meðfram ströndum heldur. Við
drögum líka í efa að hálendislínu
sé þörf yfir höfuð á næstu árum.
Hugsanlega þegar til lengri tíma er
horft, en það er alls ekki komið að
því að okkar mati í Orkuveitunni,“
sagði Bjarni og bætti við að ítrekað
hefðu verið sendar umsagnir þessa
efnis til Orkustofnunar og Lands
nets þar sem þessari skoðun hafi
verið lýst.
Guðmundur Ingi Ásmundsson,
forstjóri Landsnets, segir aðspurður
um þessa sýn Orkuveitunnar, sem
er einn eiganda Landsnets, að hann
sé henni ekki fyllilega sammála.
Við fengum 200 athugasemdir við
kerfisáætlunina sem margar voru
jákvæðar. Tveir af viðskiptavinum
Landsnets gerðu hins vegar athuga
semdir við áform um styrkingu
byggðalínunnar:Norðurál og Orku
veita Reykjavíkur, og dótturfyrir
tæki hennar.
Guðmundur Ingi segir það skýrt
sem kemur fram í kerfisáætluninni
hvað verið sé að leggja til; fyrst skuli
tengja Norðurland og Austurland,
en þetta kom skýrt fram í máli Guð
mundar Inga á ársfundi Landsnets
í gær.
„Við erum einfaldlega þeirrar
skoðunar að það sé nauðsynlegt að
tengja saman landshlutana, og að
það sé umhverfisvænsta lausnin. Ef
það er ekki gert þá eru tveir ágallar;
nýting virkjananna verður áfram
ekki nægilega góð. Við erum þá að
fórna vissum umhverfisgæðum en
ekki nýta þau til fulls. Áfram verður
orkusóun í kerfinu. Í öðru lagi yrðu
öryggismálin ekki nægjanlega góð.
Við verðum að geta brugðist við og
flutt orku á milli landshluta þegar
frávik verða í náttúrunni og nátt
úruhamfarir. Þetta verður að gera í
sátt við markaðinn og fólkið í land
inu svo orkan verði samkeppnis
hæf,“ segir Guðmundur Ingi og
bætir við að engin efnisleg rök hafi
breytt þessari skoðun Landsnets, en
fjárhagsleg rök séu skoðuð alvarlega
enda um tugmilljarða fjárfestingar
að ræða. svavar@frettabladid.is
Telja línu yfir
hálendið vera
vera óþarfa
Innan Orkuveitu Reykjavíkur er háspennulína yfir
hálendið talin ónauðsynleg. Styrkja þurfi kerfið
milli Norður- og Austurlands, en aðeins innan
svæðis. Landsnet telur hálendislínu þarfaþing.
Málið hefur verið afar umdeilt um árabil og kannski síðast vegna umræð-
unnar um hálendisþjóðgarð. Fréttablaðið/VilhelM
orkumál „Staðreyndin er sú að í
raun er ekki til formleg orkustefna
fyrir Ísland. Ég tel það bagalegt og
mér finnst mikilvægt að stjórnvöld
taki af skarið og marki formlega
orkustefnu til lengri tíma. Sú vinna
er raunar þegar hafin innan míns
ráðuneytis,“ sagði Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar
og nýsköpunarráðherra, á ársfundi
Landsnets í gær.
Þórdís sagði það jafn mikilvægt
að hafa langtímastefnu á sviði orku
mála og annarra mikilvægra mála
flokka þar sem slík stefna hefur
verið mótuð, eins og samgöngu
mála, ferðamála, sjávarútvegs, heil
brigðismála og menntamála.
„Með orkustefnu gefst okkur
tækifæri til að setja í sameiningu
fram ákveðna langtímasýn í orku
málum okkar Íslendinga, hvert við
viljum stefna og hvaða áherslur við
ætlum að hafa að leiðarljósi,“ sagði
ráðherra.
Mótun slíkrar stefnu er ekkert
nýtt. Árið 2009 lagði forveri Þórdís
ar, Katrín Júlíusdóttir, fyrir stýrihóp
UM mótun heildstæðrar orkustefnu
fyrir Ísland. Hún lá fyrir árið 2011.
Þórdís telur að í grunninn ríki
almenn samstaða um þau megin
sjónarmið sem koma myndu fram
í orkustefnu Íslands. Í grunninn sé
um að ræða ákveðið jafnvægi milli
efnahagslegra, samfélagslegra og
umhverfislegra þátta. – shá
Orkustefnan upp úr skúffunni
Þórdís Kolbrún r.
Gylfadóttir, ferða-
mála, iðnaðar- og
nýsköpunarráð-
herra
Við erum einfald-
lega þeirrar skoð-
unar að það sé nauðsynlegt
að tengja saman landshlut-
ana og að það sé umhverfis-
vænsta lausnin.
Guðmundur Ingi
Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets
1
6
-0
2
5
0
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nærandi millimál
… er létt mál
Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með
hreinum grunni og hollum og stökkum toppi.
Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum
eða kotasæla með berjum og möndlum.
möndlur
sólblómafræ
chiafræ
döðlur
grísk jógúrt
graskersfræ
5 . a p r í l 2 0 1 7 m I Ð V I k u D a G u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð
0
5
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:5
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
C
-8
9
0
C
1
C
9
C
-8
7
D
0
1
C
9
C
-8
6
9
4
1
C
9
C
-8
5
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K