Fréttablaðið - 05.04.2017, Page 20

Fréttablaðið - 05.04.2017, Page 20
Með kjöri Svanhild-ar Nönnu Vigfús-dóttur, fjárfestis og eins af stærstu hluthöfum VÍS, sem formanns stjórnar tryggingafélagsins í síðasta mánuði hefur einkafjárfestum í hlut- hafahópnum tekist að ná völdum í stjórn fyrirtækisins. Mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnar VÍS á undanförnum misserum, sem hafa öðrum þræði snúist um ólíkar áhersl- ur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóð- anna og hins vegar helstu einkafjár- festa félagsins, og birtist meðal annars í því að samtals hafa fimmtán manns setið í stjórn frá því í ársbyrjun 2015 og fjórir einstaklingar gegnt stöðu stjórnarformanns yfir sama tímabil. Jafn tíð stjórnarskipti á svo skömmum tíma er einsdæmi á meðal félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. Í aðdraganda aðalfundar VÍS var ljóst að ákveðinn hópur hluthafa, sem samanstóð einkum af hjón- unum Svanhildi og Guðmundi Erni Þórðarsyni, Sigurði Bollasyni, fjár- festingafélaginu Óskabeini og sjóða- stýringarfyrirtækinu Stefni, vildi ná fram breytingum á stjórn og stefnu félagsins. Þá hafði Svanhildur uppi áform að taka við sem formaður af Herdísi Dröfn Fjeldsted, sem hefur verið studd af Lífeyrissjóði verslunar- manna, stærsta hluthafa VÍS, en hún hafði gegnt þeirri stöðu frá því í nóv- ember 2015. Svanhildur, en hún og eiginmaður hennar komu fyrst inn í hluthafahóp VÍS 2014 eftir að hafa selt Skeljung skömmu áður með milljarða hagnaði, átti í því skyni fundi með flestum af stærstu hluthöfum VÍS þar sem hún útlistaði sínar áherslur og Taka völdin og hafa augastað á Kviku Eftir kjör Svanhildar Nönnu til formennsku í VÍS er hópur einkafjárfesta sestur við stýrið í félaginu. Mikil átök einkennt störf stjórnar og fimmtán manns setið í stjórninni á tveimur árum. Ný stjórn vill bæta tryggingareksturinn og horfir til þess að fá meirihluta í Kviku.    Samanlagður eignarhlutur þeirra lífeyrissjóða sem eru á meðal tuttugu stærstu hluthafa VÍS nemur í dag um 36 prósentum. Fréttablaðið/anton Lagði fram tillögu á stjórnarfundi að ráða Birnu Einarsdóttur sem forstjóra Ákvörðun þáverandi stjórnar VÍS að ráða Jakob Sigurðsson sem for- stjóra í stað Sigrúnar Rögnu Ólafs- dóttur, sem þá var eini kvenfor- stjóri fyrirtækis í Kauphöllinni, í lok ágústmánaðar í fyrra kom fæstum aðilum á markaði á óvart. Þrálátur orðrómur hafði verið um að staða hennar væri ótraust enda þótti af- koma af tryggingahluta rekstrarins óviðunandi og ávöxtun af fjárfest- ingaeignum var sömuleiðis mun lakari en hjá Sjóvá og TM. Þrátt fyrir að ýmsir hluthafar VÍS, einkum á meðal helstu einkafjár- festa félagsins, hafi þrýst mjög á að ráðast í slíkar aðgerðir strax eftir að ný stjórn var kjörin í apríl 2016, þar sem inn komu þrír nýir stjórnarmenn, þá náðist ekki um það samstaða innan stjórnarinnar á þeim tímapunkti. Fallist var á málamyndatillögu, sem var einkum fyrir tilstuðlan Norðmannsins Josteins Sørvoll, að bíða með þá ákvörðun fram yfir sumarið sama ár, samkvæmt heimildum Markaðarins. Það gekk eftir og þegar tilkynnt var um afkomu VÍS á fyrri árshelmingi 2016, sem var undir væntingum, var ljóst að dagar Sigrúnar Rögnu í stóli forstjóra voru taldir. Aðdragandinn að ráðn- ingu nýs forstjóra var afar skammur og hófst leit að eftirmanni Sigrúnar Rögnu í reynd ekki fyrr en sama dag og árshlutauppgjör VÍS var gert opinbert fimmtudaginn 25. ágúst. Nöfn ýmissa stjórnenda komu til umræðu á meðal stjórnarmanna félagsins en á fundi sem þeir áttu síðar í vikunni, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins, lagði Herdís Dröfn, þáverandi stjórnarformaður, fram þá tillögu að ráða Birnu Einarsdóttur, banka- stjóra Íslandsbanka, sem nýjan for- stjóra VÍS. Helga Hlín Hákonardóttir, sem er meðal annars studd af Gildi lífeyrissjóði til setu í stjórninni, sagðist á fundinum styðja þá tillögu Herdísar. Því fór hins vegar fjarri að einhugur væri í stjórninni um að ganga til viðræðna við Birnu um að hún tæki við forstjórastólnum. Þá er þess skemmst að minnast að Svan- hildur og Guðmundur höfðu átt í hatrömmum deilum við Birnu og Íslandsbanka þegar þau voru eig- endur Skeljungs á árunum 2009 til 2013. Þegar sumir af hluthöfum VÍS fréttu af tillögu Herdísar, einkum úr röðum einkafjárfesta, varð fljótt ljóst að það myndi aldrei nást sátt um ráðningu hennar – hvorki innan stjórnarinnar né meðal stærstu hluthafa VÍS – og var þeim skila- boðum komið skýrt á framfæri. Í samtali við Markaðinn vildi Herdís aðspurð ekkert tjá sig um þá tillögu að leita til Birnu um að taka við sem forstjóri né heldur hvort hún hefði verið búin að ræða þann möguleika við hana áður en tillagan var sett fram. Birna segir í svari til Markaðarins að enginn í VÍS hafi rætt þetta við hana. Í kjölfarið stóð valið á milli Jakobs Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Promens, og Sigurðar Hannessonar, framkvæmda- stjóra eignastýringar Kviku banka. Benedikt Gíslason, stjórnarmaður og fyrrverandi samstarfsmaður Sigurðar í MP banka og við vinnu stjórnvalda að áætlun um losun hafta, talaði helst fyrir því innan stjórnarinnar, með stuðningi einka- fjárfesta félagsins, að Sigurður yrði ráðinn forstjóri. Af því varð ekki en eftir að hafa verið boðaðir í viðtöl náðist um það samstaða í stjórn- inni að ganga frá samkomulagi við Jakob sunnudaginn 29. ágúst að hann tæki við sem forstjóri. Sama dag var Sigrúnu Rögnu sagt upp. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is upplýsti þá að hún myndi sækjast eftir formennsku, samkvæmt heimildum Markaðarins. taldi sig hafa stuðning Herdís taldi sig aftur á móti hafa stuðning meirihluta nýrrar fimm manna stjórnar til að gegna áfram for- mennsku í félaginu. Þannig var Helga Hlín Hákonardóttur, sem hafði setið í stjórn félagsins frá því í apríl 2016, þeirrar skoðunar að ekki væri ástæða til að skipta um formann og þá hélt Herdís að Valdimar Svavarsson, sem kom nýr inn í stjórnina og var einkum teflt fram af Sigurði Bollasyni, hefði jafnframt heitið henni stuðningi í aðdraganda aðalfundar. Valdimar var áður í fyrirtækjaráðgjöf Virðingar en hafði látið þar af störfum skömmu áður en tilkynnt var um framboð hans til stjórnar VÍS. Það fór hins vegar á annan veg – og jafnframt eru deildar meiningar um það á meðal hluthafa hvort Valdimar og Sigurður hafi nokkurn tíma lofað því að styðja Herdísi – og Valdimar studdi að lokum þá tillögu að Svan- hildur yrði að formaður. Slíkt hið sama gerði Gestur Breiðfjörð Gestsson en hann er einn þeirra fjárfesta, ásamt meðal annars Andra Gunnarssyni lögmanni og Fannari Ólafssyni, sem standa að baki félaginu Óskabeini sem á 5,9 prósent í VÍS. Aðrir möguleikar voru ræddir varðandi verkaskiptingu nýrrar stjórnar, til dæmis að Herdís yrði áfram formaður en Valdimar Svavarsson varaformaður, en ekki náðist sátt um þá niðurstöðu. tókst í annarri tilraun Þá hafði Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, einnig kannað þann möguleika að gefa kost á sér í framboð til stjórnar og hitt hluthafa félagsins – bæði lífeyrissjóði og einka- fjárfesta – og leitað eftir stuðningi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekkert varð hins vegar af þeim áform- um og Þórður Már ákvað að gefa ekki kost á sér skömmu áður en frestur til þess rann út. Aðeins um tveimur vikum eftir aðalfund VÍS þann 15. mars síðast- liðinn tilkynnti Herdís að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félags- ins. Í bréfi sem Svanhildur sendi í kjöl- farið á ýmsa hluthafa félagsins, sem Markaðurinn hefur undir höndum og Vísir.is hefur áður greint frá, sagði hún ákvörðun Herdísar „vonbrigði“ en að hún hafi verið meðvituð um að Herdís hefði haft „væntingar“ um að vera áfram stjórnarformaður. Stjórn VÍS hafi talið að þetta væri „góður tímapunktur“ til breytinga. „Það er mín skoðun,“ segir í bréfi Svanhildar, að „þegar fólk er í stjórn félags […] að þá sé óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkomandi fái ekki stól formanns Ef traust er ekki til staðar er ekki hægt að ætlast til stjórnarsetu af viðkomandi stjórnarmanni. Herdís Dröfn Fjeldsted Það er óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkom- andi fái ekki stól formanns þá hafi hann ekki áhuga á að starfa að málefnum félagsins. Svanhildur nanna Vigfúsdóttir 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -9 2 E C 1 C 9 C -9 1 B 0 1 C 9 C -9 0 7 4 1 C 9 C -8 F 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.