Fréttablaðið - 05.04.2017, Page 30
„Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo
má segja en við konan mín stönd-
um að þessu,“ segir Kristinn Ólafur
Smárason, eigandi vefverslunnar
Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölv-
ur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni
Heiðrúnu Matthildi Atladóttur.
Vefverslunin var opnuð í nóvem-
ber í fyrra en þar selja þau Kristinn
og Heiðrún notaðar tölvur á borð
við Nintendo NES, Sega Mega Drive
og PlayStation. Þar má einnig finna
sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa
verið seldir hér á landi í um 30 ár,
eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins
og fjarstýringar og minniskubba.
„Ég hef verið að væflast í þessum
klassísku tölvum síðasta áratuginn
eða svo og safnað þeim og gömlum
leikjum í langan tíma. Á endanum
var ég kominn með gott safn af alls
konar dóti og maður var farinn að
fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi
og fleiri stöðum. Mig langaði því að
prufa að opna litla vefverslun með
þessar vörur og lét verða af því.
Þetta fékk strax talsverða athygli
og ég fæ mikið af fyrirspurnum
um hina ýmsu leiki og tölvur og
þá reynir maður að hlaupa til og
redda,“ segir Kristinn.
Nintendo NES sló í gegn á níunda
áratug síðustu aldar og hana mátti
finna á mörgum íslenskum heimil-
um. Tölvan og leikir hennar eru að
sögn Kristins vinsælustu vörurnar
hjá Retrólífi en einnig er talsverð
eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom
út um fimmtán árum síðar.
Gamla Nintendo NES langvinsælust
Kristinn Ólafur Smárason stofnaði Retrolif.is eftir að hann hafði safnað tölvuleikjum í meira en áratug. FRéttablaðið/ERniR
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðj-
unnar, er 43 ára viðskiptafræðingur
með MBA frá Háskólanum í Reykja-
vík. Hann var áður framkvæmda-
stjóri Bílanausts, framkvæmdastjóri
vöru- og rekstrarsviðs N1 og for-
stöðumaður markaðs- og rekstrar-
deildar fyrirtækjasviðs Olíufélagsins
Esso. Að auki er hann nýskipaður
í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, er í stjórn Samtaka verslunar
og þjónustu (SVÞ) og situr hér fyrir
svörum í Svipmynd Markaðarins.
Hvað hefur komið þér mest á óvart
það sem af er ári? Það hefur komið
mér á óvart að Donald Trump láti
enn eins og hann sé að stýra raun-
veruleikaþætti þar sem stöðugt þarf
að koma með bombur til að halda
áhorfstölum uppi. Hér heima hefur
veðurblíðan í janúar og febrúar
komið mér nokkuð á óvart ásamt
því að Seðlabankinn hafi enn ekki
lækkað vexti.
Hvaða app notarðu mest? Ég nota
Strava og Spotify líklega mest. Svo
kíkir maður öðru hvoru á Facebook
eins og Íslendingi sæmir.
Hvað gerir þú í frístundum þínum?
Um daginn fór ég annað árið í röð í
Vasaloppet sem er 90 kílómetra
skíðaganga og mikil upplifun. Hjóla-
della er líklega aðaláhugamálið og
nokkuð tímafrekt. Við fjölskyldan
erum dugleg að fara á skíði eftir
vinnu og um helgar. Við ferðuðumst
töluvert innanlands þegar strákarnir
okkar voru yngri og nú gefast fleiri
tækifæri til að fara til útlanda í fríum.
Þá er gaman að komast öðru hvoru í
stangveiði á sumrin. Ég er líka mikill
græjukall og hef gaman af því að
stúdera alls kyns „nauðsynlegan“
nútímaóþarfa í frístundum.
Hvernig heldur þú þér í formi?
Hjólreiðar og gönguskíði eru fín
leið til þess. Um helgina hjólaði ég
70 kílómetra úti í rokinu og sunnu-
dagsmorguninn byrjaði snemma á
60 kílómetra inniæfingu á smarttra-
iner. Í fyrra hjólaði ég rúmlega 5.000
km sem er fín brennsla, sérstaklega
þar sem ég er 193 cm á hæð og lítið
fyrir það að fara hægt. Svo spila ég
badminton og fer nokkuð reglulega
í ræktina.
Hvernig tónlist hlustar þú á?
Coldplay er í sérstöku uppáhaldi hjá
mér og Nýdönsk er í hávegum höfð á
heimilinu. Á hjólatrainernum vil ég
helst hafa hraðan takt og á þeim laga-
listum er alls kyns konfekt frá ekki
minni spámönnum en David Guetta,
Muse, Pitbull, Flo Rida og Rihönnu.
Ertu í þínu draumastarfi? Ég er í
krefjandi starfi sem kallar á mikið
frumkvæði og býður upp á fjölda
spennandi verkefna. Ég vinn með
frábæru samstarfsfólki og á þess kost
að vera töluvert á ferðinni sem er frá-
bært. Þá er starfið vel launað sem er
auðvitað viðbótarkostur. Líklega er
þetta draumastarf.
Hjólaði um 5.000 kílómetra í fyrra
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. FRéttablaðið/EyþÓR
Ég hef verið að
væflast í þessum
klassísku tölvum síðasta
áratuginn eða svo og safnað
þeim og gömlum leikjum í
langan tíma.
Kristinn Ólafur Smárason
Par í Kópavogi stofnaði
vefverslunina Retrólíf
þar sem það selur gamlar
leikjatölvur og tölvuleiki.
Byrjaði sem áhugamál
fyrir rúmum áratug en
selja nú Nintendo, Sega
Mega Drive og PlayStat
ion. „Margir vilja finna
aftur æskuárin í gegnum
gamla tölvuleiki.“
Við vinnum að sölu á
eftirtöldum fyrirtækjum:
Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is
• Verslun með alþjóðlegt vörumerki, fatnaður fyrir konur og
karla. Mjög góður hagnaður.
• Veitingastaðir í verslunarkjarna.
• Kaffihús í 101 Reykjavík, mjög góður hagnaður.
• Apótek í úthverfi Reykjavíkur.
• Sérhæft matvinnslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðsla matvæla í háum gæðaflokki.
Góður hagnaður.
• Toppveitingastaður í 101 Reykjavík.
Velta frá 150 milljónum.
• Heildverslun með sælgæti.
• Sérhæfð bílaleiga með pallbíla, mjög góður hagnaður.
• Við vinnum að sölu á veitingaþjónustu í golfskála á
Reykjavíkursvæðinu, góð velta og mikil tækifæri.
Við hvetjum fyrirtækjaeigendur
í söluhugleiðingum til að
hafa samband.
• Iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu sem
þjónustar nokkur stærstu fyrirtæki
landsins, smíða úr áli, stáli og sinna
sérhæfðum viðhaldsverkefnum.
• Veitingaþjónusta hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
• Sérhæft atvinnsl fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu. Framleiðsla matvæla í háum
gæðaflokki. Góður hagnaður.
• Verslun með alþjóðlegt vörumerki, fatnaður
fyrir konur og karla. Mjög góður hagnaður.
• Topp veitingastaðir í 101 Reykjavík og víðar.
• Kaffihús í 101, mjög arðbær rekstur.
• Heildverslun með sælgæti.
• Sérhæfð bílaleiga.
• Sérverslun í austurbæ Reykjavíkur
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Svipmynd
Árni Stefánsson
„Það kom mér mjög á óvart hversu
vinsæl PlayStation 2 er og leikir
henni tengdir. Það er augljóslega
eitthvert „költ-following“ í kringum
hana hér á landi,“ segir Kristinn.
Er mikil eftirspurn eftir þessum
vörum? „Ég segi nú ekki að það sé
talsverð eftirspurn en þetta er sér-
stakur markaður og það er alltaf
einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu
yfir þessu en það er vissulega áhugi
og margir sem vilja finna aftur æsku-
árin í gegnum gamla tölvuleiki,“
segir Kristinn og bætir við að hann
sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu
GoMobile.
Kaupirðu tölvurnar og leikina
hér heima eða á netinu? „Ég geri
hvort tveggja. Ég er búinn að vera á
spjallborðum um alls konar tölvur
og farinn að þekkja fólk með sama
áhugamál um allan heim; í Japan,
Þýskalandi, Skandinavíu og Ástr-
alíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög
sérstakt get ég alltaf leitað til vissra
aðila en maður reynir að halda inn-
kaupunum þannig ef það er hægt.“
haraldur@frettabladid.is
5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn
0
5
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:5
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
9
C
-9
7
D
C
1
C
9
C
-9
6
A
0
1
C
9
C
-9
5
6
4
1
C
9
C
-9
4
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K