Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 4
Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni. Smári McCarthy, þing- maður Pírata Andlitskrem fyrir þurra húð Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni Stjórnmál Frumvarp um jafn- launavottun fær að öllum líkindum brautargengi á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarliðsins. Full- trúar stjórnarandstöðuflokkanna eru efins um að frumvarpið nái utan um vandann eða að aðferðafræðin virki yfirhöfuð. Aftur á móti er ekki að merkja harða andstöðu gegn frumvarpinu á meðal stjórnarand- stöðunnar. „Í prinsippinu styðjum við allt sem útrýmir kynbundnum launamun. Við þurfum bara að sjá hvort þetta sé árangursrík leið til þess,“ segir Andr- és Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd sem er líkleg til að fá frumvarpið til skoðunar þótt enn eigi eftir að úthluta því. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir þetta með Andrési. „Markmiðin eru góð en við erum ekki búin að taka neina afstöðu. Við eigum eftir að skoða hvort þetta nái þeim markmiðum sem verið er að leggja upp með og hvort við munum jafnvel þurfa að leggja til breytingar.“ Nokkrir þingmenn stjórnarliðsins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarp- ið. Það hefur þó lítil sem engin áhrif á framgang þess ef þingmenn stjórnar- andstöðunnar eru ekki beinlínis andvígir því. Aðeins meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til  að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum. Það er ekki að heyra á stjórnarand- stöðunni að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu innan hennar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um kveður frumvarpið á um það að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun innan fyrir- tækisins. Þau fyrirtæki sem greiða körlum og konum jöfn laun fyrir sambærilega vinnu fá jafnlaunavott- un. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki að undirgangast ferlið á þriggja ára fresti en verði frumvarpið að lögum verða þau innleidd í þrep- um yfir þriggja ára tímabil þar sem byrjað er á stærstu fyrirtækjunum. Fulltrúar minni fyrirtækja hafa gagn- rýnt frumvarpið og sagt það fela í sér óhóflegan kostnað fyrir fyrirtækin og að það sé of íþyngjandi. Samkvæmt skýrslu á vegum vel- ferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Engir af stjórnarandstöðuflokk- unum eru búnir að fara markvisst yfir frumvarpið. „Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Þegar verið er að ákveða hvaða fyrirtæki hljóti vottun eða ekki hlýtur að þurfa að mæla það út frá ákveðnum mælikvörðum. Ef þeir mælikvarðar eru á þann veg að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að fá vottun með einhverjum yfirborðskenndum aðgerðum í stað raunverulegra aðgerða, þá er það vandamál.“ Smári segist hafa áhyggjur af því að ef slíkar glufur verði í frumvarp- inu fyrir fyrirtæki þá gæti það frekar viðhaldið launamun kynjanna í stað þess að minnka hann. Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, tekur í sama streng. „Við munum ekki fara neitt ómálefnalega inn í þessa umræðu en við viljum fullvissa okkur um að þetta sé besta útfærslan.“ snaeros@frettabladid.is Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnar- innar um jafnlaunavott- un fær líklega brautar- gengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöð- unnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frum- varpsins sé göfugt. Meirihluta þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að það verði samþykkt. Stjórnarandstaðan virðist ekki hörð á móti frumvarpinu svo andstaða nokkurra stjórnarliða skiptir litlu. Fréttablaðið/Ernir menning Eftirgrennslan um mál- arann sem málaði myndina, sem kom í ljós þegar framkvæmdir við nýjan veitingastað Jamies Oliver á Hótel Borg voru í gangi, hefur borið árangur. Var það þýski listmálarinn Herbert Grosser frá Hamborg sem málaði veggmyndirnar og var Ágúst Lárusson honum til aðstoðar. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie’s Italian á Íslandi, fékk bæði Minjavernd og Godd, prófessor við Listaháskólann á Íslandi, til að aðstoða sig við eftir- grennslan um málarann. Minjavernd gróf upp skjal frá Guðjóni Samúelssyni arkitekt sem sendi meðmælabréf til forsætis- ráðherra vegna erindis Jóhann- esar Jósefssonar, sem lét reisa Hótel Borg, um að láta þýska listmálarann Grosser skreyta salina. „Ég vissi strax að þetta væri ólík- lega eftir Íslending en á þessum tíma var öllu tjaldað til. Við fundum heimildir um opnunina og þar kom þetta fram,“ segir Goddur. Verkið er í art deco stíl og segir Goddur að það sé gott til þess að vita að eigendur ætli að halda því og jafnvel gera við það. „Það er hægt að laga verkið. Hótel Borg hefur svo sterka sögu og það skiptir máli að gera salinn fallegan. Því er gott að það sé til tilvitnun í hvernig Hótel Borg leit út við opnun.“ – bb Týndi málarinn kominn í leitirnar Jón Haukur stendur við verkið sem þýski listmálarainn Herbert Grosser vann og fannst á Hótel borg. Fréttablaðið/anton brink Ég vissi strax að þetta væri ólíklega eftir Íslending en á þessum tíma var öllu tjaldað til. Goddur, prófessor við LHÍ StjórnSýSla Borgarráð samþykkti í gær að ráða Örnu Schram sem sviðs- stjóra menningar- og ferðamála- sviðs Reykjavíkurborgar. Borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í bókun frá Sjálfstæðismönnum gagnrýna þeir að hafa ekki fengið upplýsingar varðandi ráðningu í starfið, það er matsblöð og greinar- gerð vegna ráðningarinnar. „Hingað til hafa borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Minnt skal á að borgarráðs- menn hafa skýlausan rétt á upplýs- ingum varðandi þau mál sem lögð eru fyrir borgarráð á því formi sem þeir óska eftir,“ segja Sjálfstæðis- menn í bókun sinni. Í bókun meirihlutans kemur fram að starfsumsóknir og mat á umsækj- endum snerti viðkvæma persónu- lega hagi einstaklinga. Því sé heimilt að neita fulltrúum minnihlutans um þessi umbeðnu gögn. Auk þess hafi borgarráðsfulltrúar getað kynnt sér gögnin í tilteknu gagnaherbergi. „Hingað til hafa borgarráðsmenn átt skýlausan rétt á því að fá afhent þau gögn sem þeir óska eftir vegna afgreiðslu mála í borgarráði. Hefur það  gilt jafnt um trúnaðargögn sem önnur gögn,“ segja borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og ítreka að með því að neita þeim um afhendingu umræddra gagna sé tvímælalaust verið að takmarka aðgang borgarráðsmanna að upp- lýsingum. – jhh Segja meirihlutann leyna gögnum um ráðningu nýs sviðsstjóra arna Schram er nýr sviðsstjóri. Holland Apótekakeðjan Kruidvat í Hollandi hefur tekið litabókina Kleuren op Code úr sölu. Í bókinni mátti finna sögulegar manneskjur. Ástæðan er sú að í bókinni var börnum, og ef til vill fullorðn- um, boðið upp á að lita inn í mynd af Adolf Hitler. Bókin var framleidd á Indlandi og samkvæmt BBC er ekki vitað hvers vegna þjóðarmorðinginn rataði á síður hennar. Í viðtali við hollenska fjölmiðla sagði talsmaður útgefandans Trifora- að hann grunaði að höfundurinn hafi valið fólk af handahófi og því miður hafi Hitler orðið fyrir valinu. Kruidvat kveðst ekki hafa tekið eftir myndinni fyrr en foreldrar deildu henni á samfélagsmiðlum og sögðu bókina til skammar. – þea Fjarlægðu Hitlerslitabók Hitlerlitabókin sem var tekin úr sölu. nordicpHotoS/aFp grÆnland Grænlendingar þurfa að hafa skrifstofu með diplómötum í Reykjavík. Þetta er mat stjórnmála- mannsins Vittus Qujaukitsoq, að því er grænlenska útvarpið greinir frá. Stjórnmálamaðurinn segir sam- skiptin milli Grænlands og Íslands hafa aukist undanfarin ár. Sendiráð Danmerkur á Íslandi hafi ekki þjónað grænlenskum ríkisborgurum nógu vel, hvorki varðandi túlkaþjónustu né samskipti við ættingja á Græn- landi. Ummælin lét stjórnmálamaðurinn falla í tengslum við handtöku græn- lensku skipverjanna af togaranum Polar Nanoq. – ibs Vill grænlenska diplómata 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S t U d a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 0 -3 3 2 C 1 C A 0 -3 1 F 0 1 C A 0 -3 0 B 4 1 C A 0 -2 F 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.