Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 30
Eggert Sólberg Jónsson býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann stýrir Reykjanes UNESCO Global Geopark sem er samstarfs- verkefni sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum auk stofnana og fyrirtækja á Suðurnesjum. Hann segir mjög gott að búa í Grinda- vík, bærinn sé fjölskylduvænn, stutt sé í alla þjónustu og margar náttúruperlur. Aukinn ferða- mannastraumur til landsins hefur líka haft jákvæð áhrif á atvinnulíf bæjarins. „Samfélagið og mannlífið hér í Grindavík er einstakt. Það er fjölbreytt en á sama tíma sam- heldið. Vonandi berum við gæfu til þess að halda í þennan staðaranda á næstu árum samhliða aukinni uppbyggingu og fjölgun íbúa. Hér er tekið vel á móti nýjum íbúum og það get ég staðfest enda flutti ég hingað árið 2010 og leið strax ein- staklega vel.“ Einn helsti kostur Grindavíkur að sögn Eggerts er hversu stutt er í alla þjónustu. „Tveggja ára dóttir mín er mjög ánægð hjá dagmömmum sínum og fimm ára sonur minn hlakkar til að mæta í leikskólann á hverjum degi. Grindavík er líka íþróttabær en dóttir mín mætir vikulega í íþróttaskóla á meðan strákurinn er farinn að æfa körfubolta og fótbolta. Það er mjög gott að vera með börn á skólaaldri í Grindavík. Ánægja með skólana er mikil og æfingagjöld eru með því lægsta sem gerist.“ Fjölbreytt atvinnulíf Í Grindavík eru einnig traust og öflug fyrirtæki sem standa vel að sögn Eggerts, auk þess sem nýir sprotar eru í vexti. „Á síðustu árum hefur farið fram mikil uppbygging á innviðum samfélagsins og enn frekari uppbygging er fyrirhuguð enda stendur sveitarfélagið vel. Við sem búum hér njótum líka góðs af auknum fjölda ferðamanna. Í dag eru t.d. tíu veitingastaðir í Grinda- vík og viðburðir allt árið af ýmsum toga.“ Grindavík er hluti af stóru atvinnusvæði og margir íbúar bæjarins sækja vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjanesbæ. „Sjálfur starfa ég einmitt í Reykjanesbæ. Það tekur mig ekki nema 15-20 mínútur að keyra í vinnuna sem er styttri tími en margir á höfuðborgarsvæðinu þekkja.“ Grindavík er hluti af Reykjanes UNESCO Global Geopark eins og önnur sveitarfélög á Suður- nesjum. „Þar er unnið markvisst í umhverfisfræðslu og að því að byggja upp aðstöðu við áhuga- verða staði, merkja gönguleiðir o.s.frv. Við búum í göngufæri við Hópsnes, Þorbjörn og Selskóg, nokkur af útivistarsvæðum okkar Grindvíkinga. Þangað liggja góðir hjóla- og göngustígar.“ Þá er stutt í aðra útivist sem hentar öllum aldurshópum, s.s. vel merktar gönguleiðir. „Við hjónin höfum t.d. tekið bæði börnin með okkur í stuttar gönguferðir á fjöll í nágrenninu. Með því styrkjum við umhverfisvitund þeirra og þau læra um nágrenni sitt.“ Samfélagið og mannlífið hér í Grindavík er einstakt. Það er fjölbreytt en á sama tíma samheldið. Eggert Sólberg Jónsson Elíza Geirsdóttir Newman tón- listarkona býr í Höfnum en er uppalin í Keflavík. Hún segir hér frá sínum uppáhaldsstöðum á Reykjanesi. Besti veitingastaðurinn: Café Duus er með flottan mat og líka Soho Catering og svo er Bryggjan í Grindavík með frábæra humarsúpu og eðalstemmingu. Besta sundlaugin: Vatnaveröld í Reykjanesbæ, bæði inni- og úti- laugar og frábær barnalaug fyrir yngstu kynslóðina. Áhugaverðasta safnið: Rokksafn Íslands auðvitað! Flottasta náttúrufyrirbrigðið: Svo margt fallegt á Reykjanesinu en Sandvík er æðisleg. Fallegasta fjallið: Keilir er fjallið okkar á Reykjanesinu. Besta afþreyingin: Göngutúrar meðfram fjörunni í Höfnum og úti á Garðskaga. Best geymda leyndarmálið: Hafnir eru best geymda leyndarmálið, týnda og fallega þorpið á leiðinni út á Reykjanes. Hafnir eru best geymda leyndarmálið á Reykjanesi Keilir er fal- legasta fjallið á Reykjanesi að mati Elízu. Mynd/VilhElM lífleg dagskrá við höfnina. MyndiR/SiggEiR F. ÆVaRSSon Ungir bæjarbúar hafa nóg fyrir stafni í grindavík. gott samfélag í grindavík Grindavík er fallegur og fjölskylduvænn bær sem býður upp á góða þjónustu við bæjarbúa á öllum aldri, fjölbreytt atvinnulíf og nálægð við margar gullfallegar náttúruperlur. Gusthouse Borg OPIÐ ALLT ÁRIÐ Borgarhraun 2 • 240 Grindavík Sími 895-8686 • ghborg@simnet.is 6 KynningaRBlaÐ 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U dag U R 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 0 -3 D 0 C 1 C A 0 -3 B D 0 1 C A 0 -3 A 9 4 1 C A 0 -3 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.