Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 8
Ferðaþjónusta „Það þurfa að vera skýrari verkferlar og afgerandi stefna stjórnvalda enda stærsti atvinnuveg- ur þjóðarinnar sem hefur rifið efna- haginn upp á rassgatinu undanfarin ár,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, um ferðaþjónustuna. Ríkisendurskoðun benti á í nýlegu áliti sínu að margt sé enn óskýrt um skiptingu hlutverka innan ferða- mála. Ábyrgð stofnana og afmörkun verkefna innan málaflokksins sé óskýr og Stjórnstöð ferðamála sé falinn hluti verkefna sem lög kveða á um að Ferðamálastofa skuli sinna. Skörun á verkefnum sé augljós þegar kemur að þróunar-, gæða-, skipu- lags-, markaðs- og kynningarmálum. „Eins og allir sem hafa fylgst með þá er erfitt að ná utan um þennan málaflokk. Það á ekki að vinna sömu hlutina oft á mismunandi stofnun- um,“ bætir hún við. Í svari aðstoðarmanns Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamála- ráðherra er ekki tekið undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar enda hafi verið brugðist við ábendingum í flestum meginatriðum. Um skörunina segir í svarinu: „Þess vegna muni stofnunin hefja forkönnun stjórnsýslu úttektar á stjórnsýslu ferðamála. Sú forkönn- un er þegar hafin og hafa embættis- menn úr atvinnuvegaráðuneytinu átt fundi með stofnuninni.“ „Landið á að vera í sparifötum fyrir okkur sjálf og fyrir okkar gesti. Það koma flestir til að skoða náttúruna og það er ekki einu sinni búið að taka ákvörðun um salerni,“ segir Lilja. – bb Þörf á skýrari verkferlum HeILBrIGðIsMÁL Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfja- kaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendur- skoðunar til Alþingis í febrúar . Í svari ráðuneytisins til Ríkisendur- skoðunar kom jafnframt fram að það hefði á undanförnum misserum tekið þátt í norrænu samstarfi um lyfjamál þar sem m.a. hefði verið lögð áhersla á samstarf um verðlagningu og innleiðingu nýrra og dýrra lyfja, útboð og innkaup. Vonast yrði til að þetta samstarf skilaði árangri á árinu. Með lögum frá því í fyrra um opin- ber innkaup hefði dregið úr hindr- unum sem áður voru í vegi alþjóðlegs samstarfs um útboð lyfjakaupa. Í skýrslu sinni minnir Ríkisendur- skoðun á að heimild til útboðs og innkaupa innan Evrópska efnahags- svæðisins hafi verið fyrir hendi áður en ný lög um opinber innkaup tóku gildi. Breytingarnar sem ráðuneytið vísi nú til að hafi dregið úr hindrun- um við alþjóðlegt samstarf felist fyrst og fremst í því að Samkeppniseftir- litið veitir nú álit en ekki staðfestingu á því samkeppnismati sem gera þarf í aðdraganda útboðs. Því ætti að vera hægt að ljúka útboðsferlinu óháð niðurstöðu þess. Ríkisendurskoðun bendir á að lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands hafi verið 15,1 milljarður króna árið 2015. Heilbrigðisstofnanir hafi ótvírætt tækifæri til að draga úr þeim kostnaði með fjölþjóðlegu sam- starfi við lyfjaútboð. – ibs Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Það á ekki að vinna sömu hlutina oft á mismunandi stofnunum Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður BandaríkIn Donald Trump, for- seti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjar- ins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýr- lands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfs- menn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árás- arinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngas- eitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnar- málaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heim- ildarmenn innan varnarmálaráðu- neytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og fram- leiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðarað- gerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað. Trump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann ber- orður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn sak- lausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Banda- ríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump. Walid Muallem, utanríkisráð- herra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í við- tali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuð- borginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlend- ingar hefðu nú eða nokkurn tím- ann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muall- em uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúða- hverfum. thorgnyr@frettabladid.is Íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herinn ekki hafa notað efnavopn. Allir möguleikar eru uppi á borðinu. Mike Pence, varafor- seti Bandaríkjanna Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFp 7 . a p r í L 2 0 1 7 F Ö s t u d a G u r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a ð I ð 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 0 -5 A A C 1 C A 0 -5 9 7 0 1 C A 0 -5 8 3 4 1 C A 0 -5 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.