Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Þunglyndi! Tölum um það.“ Þetta eru skilaboð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á alþjóða-heilbrigðisdeginum 7. apríl sem að þessu sinni er
helgaður þunglyndi og hvernig við getum spornað við
þunglyndi og bætt aðstæður þeirra sem við það glíma.
Þunglyndi er ein af meginorsökum vanheilsu fólks og
örorku um allan heim. WHO áætlar að yfir 300 milljónir
manna eigi við þunglyndi að etja og að hlutfall þung-
lyndra hafi jafnframt hækkað um rúm 18 prósent á ára-
bilinu 2005 til 2015. Í ljósi þessarar alvarlegu stöðu hefur
WHO ákveðið að efna til herferðar sem standa mun í heilt
ár, undir yfirskriftinni: „Depression: let’s talk.“
Ég mæli með því að við gerum eins og Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin leggur til. Tölum um þunglyndi, reynum
að sporna við þunglyndi og styðjum þá sem þjást af því til
að öðlast betra líf með viðeigandi úrræðum og þjónustu.
Hér á landi hefur margt verið gert til að opna umræð-
una um þennan illvíga sjúkdóm sem svo lengi var þolend-
um og aðstandendum þeirra mikið feimnismál. Það hefur
átt sér stað vitundarvakning, sem gerir það að verkum að
fólk hefur opnað sig og ræðir nú opinskátt um veikindi
sín. Slík umræða eyðir fordómum og opnar jafnframt augu
almennings og ráðamanna fyrir því hve mikilvægt er fyrir
samfélagið allt að þessi mál séu tekin alvarlega.
Eins og fram kemur í sáttmála ríkisstjórnarinnar og í
nýrri fjármálaáætlun hennar er áhersla lögð á að bæta
aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með fjölgun sál-
fræðinga í heilsugæslunni og með aðgerðum til að stytta
bið eftir þjónustu göngudeildar Barna- og unglingageð-
deildar Landspítalans. Við búum að því að eiga þingsálykt-
un um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum
til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi á liðnu ári. Þar
eru sett skýr markmið og áætlanir sem fylgja þarf fast eftir.
Aukin vellíðan, betri geðheilsa landsmanna og virkari
samfélagsþátttaka þeirra sem glíma við geðraskanir til
skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu, er meginmarkmið
þingsályktunarinnar. Að baki slíkri stefnu eigum við öll að
geta staðið heilshugar.
Alþjóðlegur heilbrigðis-
dagur gegn þunglyndi
Óttar Proppé
heilbrigðis
ráðherra
Eins og fram
kemur í
sáttmála
ríkisstjórnar-
innar og í
nýrri fjár-
málaáætlun
hennar er
áhersla lögð
á að bæta
aðgengi að
geðheil-
brigðisþjón-
ustu.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Salan á Arion
banka er
nákvæmlega í
samræmi við
þau stöðug-
leikaskilyrði
sem stjórn-
völd settu
kröfuhöfum.
Málskostnaðurinn
Eflaust man einhver eftir því
þegar upplýst var að seðla-
bankastjóri og þáverandi
formaður bankaráðs létu
Seðlabank ann greiða máls-
kostnað fyrir bankastjórann
án heimildar frá bankaráði.
Kostnaðurinn hlaust af máli
sem bankastjórinn höfðaði gegn
bankanum vegna launaágrein-
ings. Hann tapaði málinu fyrir
dómi. Haft var á orði að banka-
ráðsformaðurinn og bankastjór-
inn hefðu framið umboðssvik,
en lögreglan brást ekki við því. Á
sama tíma var verið að rannsaka
og flytja fjölda umboðssvika-
mála í réttarkerfinu.
Hinn ósnertanlegi
Fleiri muna eftir því þegar Lands-
bankinn seldi ríflegan hlut í
Borgun. Síðar kom í ljós að vegna
samninga sem Borgun hafði gert,
en Landsbankinn kvaðst ekkert
vita um, var verðmæti Borgunar
meira en áður hafði verið talið.
Bankastjórinn tók hatt sinn og
staf. Seðlabankinn seldi síðan
bréf í Kaupþingi á síðasta ári
fyrir 19 milljarða. Nú fréttist að
bréfin hefði mátt selja á mun
hærra verði vegna samninga sem
Seðlabankinn kvaðst ekki hafa
vitað af. Fyrrverandi forsætis-
ráðherra hefur líkt málinu við
Borgunarmálið. Svo spyrja má
hvort krafist verði uppsagnar
seðlabankastjórans, eða hvort
hann er hinn ósnertan legi.
jonhakon@frettabladid.is
Það er áhyggjuefni hversu útbreidd sú skoðun er að það sé æskilegt að ríkið fari með eignarhald á nánast öllu bankakerfinu. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundið sem eigið fé í bönkunum, fyrst og fremst í Lands-bankanum og Íslandsbanka, nemur ríflega
tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Þótt mörgum
þyki nóg um þá áhættu sem þessi staða leggur á herðar
skattgreiðendum – og er algjört einsdæmi á Vestur-
löndum – þá kalla nú sumir eftir því að stjórnvöld bæti
enn í og nýti sér forkaupsrétt og leysi til sín Arion banka.
Sem betur fer hefur ríkið enga slíka heimild.
Þótt vogunarsjóðirnir sem keyptu Arion banka fari
ekki með virkan eignarhlut, að minnsta kosti ekki sem
stendur, þá hefur verið kallað eftir því að Fjármála-
eftirlitið framkvæmi sem fyrst hæfismat á hinum nýju
hluthöfum og að upplýst verði um endanlega eigendur
þeirra sjóða sem standa að fjárfestingunni. Þetta eru
ekki óeðlilegar kröfur. Meira máli skiptir samt að rýna
í fjárfestingastefnu viðkomandi vogunarsjóða heldur
en hverjir séu eigendur hlutdeildarskírteina sjóðanna –
áhrif þeirra eru lítil sem engin. Á meðan vinna og undir-
búningur FME að því að meta hæfi vogunarsjóðanna til
að eiga meira en tíu prósenta hlut í bankanum, sem þeir
stefna að samhliða því að nýta sér kauprétt síðar á árinu,
hafa sjóðirnir fallist á að eignarhlutum þeirra fylgi ekki
atkvæðisréttur.
Sjóðirnir eru því í reynd áhrifalausir hluthafar á
meðan beðið er niðurstöðu þess hæfismats. Þá ætti
flestum einnig að vera ljóst, enda þótt Kaupþing hafi
ekki stigið fram og sagt það opinberlega, að félagið er
óbeint undir þrýstingi að skrá Arion banka á markað
áður en langt um líður og þannig losa um allan hlut
sinn í bankanum. Að öðrum kosti mun FME fella niður
heimild Kaupþings til að fara með virkan eignarhlut í
bankanum í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil og Kaup-
þing þyrfti sjálft að standast slíkt hæfismat. Ólíklegt er
að sú niðurstaða yrði jákvæð.
Fyrirhugað útboð og tvíhliða skráning bankans – á
Íslandi og í Svíþjóð – verður prófsteinn á áhuga erlendra
fjárfesta, annarra en þeirra sem eru fyrir hluthafar í
Kaupþingi. Sú gríðarmikla aukning sem við sjáum í fjár-
festingu erlendra verðbréfasjóða í skráðum hlutabréfum
á árinu gefur tilefni til að ætla að slíkur áhugi sé sannar-
lega fyrir hendi. Þeir fjármunir sem fást við sölu á hlut
Kaupþings í útboði fara þá að stórum hluta til íslenska
ríkisins. Vel heppnað útboð Arion banka gefur ríkinu
í framhaldi færi á því að selja 13 prósenta hlut sinn í
bankanum á markaði og mun jafnframt ryðja brautina
fyrir stjórnvöld til að hefja löngu tímabært söluferli á
hlut sínum í Íslandsbanka og Landsbankanum.
Ólíkt því sem má stundum skilja af umræðunni er sala
Kaupþings á stórum hlut í Arion banka nákvæmlega í
samræmi við þau stöðugleikaskilyrði sem stjórnvöld
settu kröfuhöfum. Í stað þess að bankinn væri afhentur
ríkinu endurgjaldslaust, sem stóð til boða um tíma, var
þess í stað ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfu-
höfum það verkefni – og kostnaðinn sem því fylgir – að
koma bankanum í verð innan ákveðins tímaramma en
um leið tryggja að söluandvirðið færi nánast allt til ríkis-
sjóðs. Það var rétt ákvörðun.
Rétt ákvörðun
7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r10 S k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
SKOÐUN
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-5
5
B
C
1
C
A
0
-5
4
8
0
1
C
A
0
-5
3
4
4
1
C
A
0
-5
2
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K