Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 26
Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Eftir brott- för bandaríska hersins árið 2006 og efnahagshrunið tveimur árum síðar gekk samfélagið gegnum nokkur ár mikils atvinnuleysis og erfiðleika í atvinnulífinu. Undan- farin ár hefur þó margt breyst til betri vegar. Aukinn ferðamanna- straumur hefur þar vissulega leikið stórt hlutverk en samhliða honum hefur gríðarleg uppbygging orðið á svæðinu í öðrum geirum, þar á meðal í nýsköpun og ótal margir frumkvöðlar eru að festa sig í sessi á svæðinu að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. „Kraftur og þrautseigja einkenna bæði fólkið og samfélag- ið almennt hér á Suðurnesjum sem sýnir sig kannski best í því hvernig við höfum rétt úr kútnum eftir þessi tvö áföll. Atvinnuleysið á þessum árum fór í nálægt fimm- tán prósent, nú vantar fólk til starfa á svæðinu og það á aðeins örfáum árum. Þrautseigjan og krafturinn hefur svo sannarlega sýnt sig.“ Hún segir afar gott að búa á Suðurnesjum. Íbúðaverð sé mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu, næga atvinnu sé að fá og fyrir ungt fjölskyldufólk sé frábært að búa þar enda er stutt í alla þjónustu, fjölbreytt íþróttastarf, stórkost- lega tónlistarmenningu, frábæra leikskóla og grunnskóla. „Hér er gott að búa og þeir sem hafa flutt hingað á síðustu árum eru svekkt- astir yfir því að hafa ekki flutt hingað fyrr. Fólk áttar sig nefnilega ekki alltaf á því hvað lífið er blóm- legt hér og um leið hversu stutt í raun og veru er á milli Reykja- nessins og höfuðborgarinnar. Það tekur í raun engan tíma að keyra á milli og Reykjanesbrautin er alltaf opin.“ Ferðaþjónustan mikilvæg Aðspurð um helstu vaxtarmögu- leika í atvinnulífinu á Suður- nesjum næsta áratuginn segir hún ljóst að ferðaþjónustan muni setja svip sinn á svæðið áfram. Hins vegar séu líka aðrar greinar sem muni væntanlega springa út á næstu árum. „Uppbygging ISAVIA á Keflavíkurflugvelli hefur ekki farið fram hjá neinum. ISAVIA gerir ráð fyrir, miðað við farþegaspá sína til ársins 2040, að 415 ný störf skapist að meðaltali á hverju ári og verði þau orðin alls 15.000 í lok árs 2040. Þann 1. janúar 2017 voru 12.997 manns á vinnumarkaði á Suðurnesjum. Það er því ljóst að ótal tækifæri eru til vaxtar.“ Sem dæmi um uppbygginu nefnir hún að Bláa lónið sé að byggja hótel auk þess sem verið sé að byggja fleiri hótel í Reykja- nesbæ, Grindavík og sveitarfélag- inu Garði. „Hér eru einnig tækifæri í fiskeldi en nokkuð er af fiskeldi á landi á Reykjanesskaganum. Icel- andair er að stækka flugskýlið sitt um helming og vonandi sjáum við uppbyggingu á flugvélaviðhaldi hjá öðrum fyrirtækjum á komandi árum. Gagnaver hafa verið að setja sig niður hjá okkur en aðstæður fyrir þau eru frábærar. Hér eru auk þess starfandi fyrirtæki sem munu láta til sín taka á næstu árum, fyrirtæki á borð við ORF-líftækni, GeoSilica, Ísaga, Taramar og mörg fleiri.“ Mikill viðsnúningur hefur einn- ig orðið á menntunarstigi íbúa svæðisins að hennar sögn, allt frá grunnskóla og upp úr. „Grunn- skólarnir á svæðinu hafa verið að skora hátt á samræmdum prófum og Pisa-prófum og háskólamennt- uðum á svæðinu hefur fjölgað til muna á síðustu árum.“ Vannýtt auðlind Suðurnesin sem viðkomustaðar ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, eru einnig vannýtt auð- lind að mati Berglindar. „Íslend- ingar virðast margir hverjir ekki þekkja svæðið nema Reykjanes- brautina og umhverfið þar í kring upp á flugvöll. En svæðið hér er einstakt, sagan alveg ótrúleg, hvert sem litið er. Hér koma saman jarðsagan, tónlistarsagan, íþrótta- sagan, saga hersins, saga sjávar- útvegsins, frumkvöðla, rithöfunda, listamanna og svo mætti lengi telja. Við höfum verið að vinna markvisst að því að gera svæðið sýnilegra og fýsilegri kost til að heimsækja, bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.“ Eitt af þeim verkefnum sem sveitarfélögin fimm á svæðinu hafa unnið í samstarfi við fræða- samfélagið og einkafyrirtæki er Reykjanes UNESCO Global Geo- park. „Reykjanes UNESCO Global Geopark er annar sinnar tegundar á Íslandi en hann varð 66. garður sinnar tegundar í Evrópu. Hlut- verk okkar verður kannski aðal- lega fólgið í því að upplýsa fólk um hvað er hægt að sjá og gera á svæðinu og koma Reykjanesinu almennilega inn á kortið.“ Það er því mikil og vaxandi bjartsýni meðal flestra Suður- nesjamanna segir Berglind. „Á næstu 10-20 árum sjáum við fyrir okkur að Suðurnesin muni halda áfram að blómstra eins og þau hafa gert síðustu ár. Íbúum mun fjölga hér umtalsvert á næstu árum og það verður mikil áskorun fyrir sveitarstjórnarmenn að halda rétt á spilunum. Við erum með aðra íbúasamsetningu en margir aðrir landshlutar en hér er mikið af ungu fólki. Það er framtíðin okkar. Ef þróunin, sem verið hefur hér síðustu ár, heldur áfram er alveg hægt að halda því fram að mesti vöxtur á landinu verði hér á Suðurnesjum eða eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Víkurfréttir fyrir rúmu ári: „Þið eruð sætasta stelpan á ballinu þegar kemur að þessari ferðamannasprengju sem hefur orðið.“ Hér eru tækifærin.“ Berglind Kristinsdóttir Garðskagaviti skartar sínu fegursta í kvöldsólinni. MYND/OZZO Starri Freyr Jónsson starri@365.is Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað lífið er blómlegt hér. Háskólabrú Keilis - Nýtt tækifæri til náms Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir HÍ. Keilir • Grænásbraut 910 • 235 Reykjanesbær • Sími 578 4000 • keilir@keilir.net Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 2 KYNNINGARBLAÐ 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 0 -4 B D C 1 C A 0 -4 A A 0 1 C A 0 -4 9 6 4 1 C A 0 -4 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.