Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 29
Djúpborunarverkefnið er einstakt á heimsvísu en það hefur aldrei verið
borað svona djúpt á háhitasvæði
áður, 4.650 metra. Allur jarðhita-
heimurinn fylgist með og við erum
afar stolt af því að hafa tekist þetta
verkefni. Þetta gæti þýtt verulegt
framþróunarskref fyrir jarðhita-
iðnaðinn á heimsvísu,“ segir Ásgeir
Margeirsson, forstjóri HS Orku.
„Málið snýst um hvort hægt sé að
bora djúpholur sem eru öflugri en
hefðbundnar holur og framleiða
þar orku með minni umhverfis-
áhrifum og lægri kostnaði. Hefð-
bundnar holur gefa af sér 5 til 10
megavött en djúpholur gætu gefið
30 til 50 megavött. Fyrir sömu
orkuvinnslu þarf því færri holur,
umhverfisáhrifin verða minni og
kostnaðurinn lægri,“ segir Ásgeir.
Langur aðdragandi
Uppruna djúpholuverkefnisins má
rekja til aldamóta þegar forvitnin
rak sérfræðinga Hitaveitu Suður-
nesja til að kanna hvað liggur undir
þeim jarðhitakerfum sem unnið er
með í dag en hefðbundið er að bora
á 2.000 til 3.000 metra dýpi. Stofnað
var til samstarfs um Íslenska djúp-
borunarverkefnið, IDDP, og var
fyrsta holan boruð í Kröflu árið
2009 af Landsvirkjun. Sú tilraun
gaf merkilegar vísbendingar en á
2.100 metra dýpi var komið niður
á kvikuhólf. Holan var því gríðar-
lega heit og öflug en tæknilega tókst
ekki að nýta holuna til langs tíma.
HS Orka réðst þá í borun IDDP2
og nýtti til þess 2.500 metra djúpa
holu á Reykjanesi sem var í vinnslu.
Markið var sett á 5.000 metra dýpi
og yfir 400 gráðu hita. Verktaki var
Jarðboranir og til verksins var not-
aður þeirra stærsti bor, Þór, en hann
er rafknúinn og því um hverfis vænn.
Verkinu lauk í janúar, á áætlun og
með tilætluðum árangri.
„Þetta var gríðarlegt afrek og
afar flókið verk,“ segir Ásgeir. „Við
boruðum niður á 4.650 metra dýpi
og höfum þegar mælt 427 stiga
hita í holunni og háan þrýsting. Á
næsta ári verður hægt að rannsaka
holuna. Við komumst að raun um
að þarna undir er ekki bara þétt
berg heldur djúplægt jarðhitakerfi.
Hversu mikið það mun gefa okkur í
framtíðinni á eftir að koma í ljós.“
Ásgeir segir djúpholuna á
Reykjanesi einungis fyrsta áfanga í
miklu framfaraverkefni. Gríðarleg
verkfræði- og vísindavinna liggi
að baki og fjölmargir aðilar komu
að verkinu með bæði fjármagn og
þekkingu. „Íslenska djúpborunar-
verkefnið er samstarf HS Orku,
Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykja-
víkur og Orkustofnunar og Statoil.
Þar að auki hafa Evrópusambandið
og alþjóðlegir vísindasjóðir styrkt
rannsóknir í verkinu. Þá eru sam-
starfsaðilar í tæknilegum þáttum
í undirbúningi og framkvæmd
verksins fjölmargir.“
Höfuðstöðvar í Svartsengi
HS Orka hefur flutt höfuð-
stöðvar sínar í Eldborg í Svartsengi.
Flutningarnir eiga sér nokkurra
ára aðdraganda eða frá því lögum
um orkufyrirtæki var breytt upp
úr aldamótum svo ekki var lengur
leyfilegt að fyrirtæki störfuðu í
framleiðslu, flutningi, dreifingu og
sölu á raforku. „Þessi lög tóku gildi
1. janúar 2014 en áttu upphaf-
lega að taka gildi um mitt ár 2009.
Strax þá var Hitaveitu Suðurnesja
skipt í HS Orku annars vegar og
HS Veitur hins vegar,“ útskýrir
Ásgeir. „Við bjuggum til að byrja
með öll á sama stað og sama starfs-
fólkið rak bæði fyrirtæki. Næst var
eignarhaldið aðskilið og síðasta
skrefið voru flutningar HS Orku
í Svartsengi. Nú erum við í hjarta
okkar starfsemi, við orkuverið og
í Auðlindagarðinum og líður afar
vel hér. Sextíu manns starfa hjá HS
Orku en í Auðlindagarðinum starfa
hátt í þúsund manns.“
Auðlindagarðurinn
Auðlindagarðurinn samanstendur
af fyrirtækjum sem starfa í nálægð
við orkuverin og nýta það sem
kemur úr starfsemi þeirra, auk
rafmagns og heits vatns, svo sem
gas, gufu, sjó eða jarðsjó. Þetta eru
fyrirtæki í ferðaþjónustu, snyrti-
vöruframleiðslu, eldneytisfram-
leiðslu og matvælaframleiðslu.
Ásgeir segir stöðuga framþróun
eiga sér stað í Auðlindagarðinum.
„Stærsta og þekktasta dæmið er
Bláa lónið og þar er einnig verið að
byggja nýjan baðstað og nýtt hótel
til viðbótar. Við hliðina á HS Orku
er Northern Light Inn hótel, elds-
neytisverksmiðja CRI sem fram-
leiðir metanól og ORF líftækni sem
nýtir okkar afurðir til snyrtivöru-
framleiðslu. Úti á Reykjanesi eru
tvö fyrirtæki sem nýta varma frá
HS Orku til fiskþurrkunar og þar
er einnig fiskeldisfyrirtækið Stolt
Sea Farm sem ræktar hlýsjávar-
fisk í volgum sjó frá okkur. Nú er
einnig verið að byggja fiskeldi sem
mun nýta varma frá Svartsengi og
áform eru um verksmiðju á Reykja-
nesi sem mun nýta fiskroð til að
framleiða collagen í húðvörur. Í
Svartsengi er verið að byggja verk-
smiðju sem hreinsar koltvísýring úr
gufunni og gerir að söluvöru frekar
en að sleppa koltvísýringnum út í
andrúmsloftið. Úti á Reykjanesi eru
gerðar tilraunir með að hreinsa kísil
úr jarðsjónum og framleiða kísil-
duft sem nota má við framleiðslu á
málningu, gúmmíi, snyrtivörum og
fleiru. Einnig er verið að rannsaka
hvort vinna megi liþíum úr jarð-
sjónum á Reykjanesi en liþíum er
meðal annars notað í rafhlöður. Þá
vitum við að í jarðsjónum á Reykja-
nesi eru eðalmálmar, eins og gull
og silfur, en við höfum ekki enn þá
fundið leiðina til að hreinsa þá úr
og nýta,“ segir Ásgeir.
Gerðardómur fallinn
Nýlega féll gerðardómur í máli HS
Orku gegn Norðuráli Helguvík um
orkusölusamning til álvers í Helgu-
vík. Samningurinn er ekki lengur
gildur vegna brostinna forsendna.
„Frá árinu 2007 hafði verið í
gangi vinna í að afla orku til álvers
í Helguvík. Eftir hrun fór menn
þó að gruna að dæmið gengi ekki
upp. Í gildi var orkusölusamningur
háður fyrirvörum beggja aðila og
ákveðnum takmörkum og mark-
miðum þurfti að ná til að aflétta
fyrirvörunum á samningnum. Það
tókst aldrei, álverið hefur ekki
verið byggt og virkjanirnar aldrei
verið byggðar,“ útskýrir Ásgeir.
„Forsendur hafa ekki náðst, ekki
er fyrirséð að þær muni nást og
dómurinn dæmdi þannig. Það er
engum um að kenna, verkefnið
einfaldlega tókst ekki vegna þess
að heimurinn fór á hvolf 2008,
fjármálaheimurinn hrundi, hrá-
efnisverð breyttist og dæmið gekk
ekki upp. Samningurinn er því
ekki lengur í gildi og við það losnar
HS Orka við mikla óvissu um það
hvert við þyrftum að selja nýja
orku sem hugsanlega yrði til.
Það er orðinn ansi þungur baggi
að fá leyfi fyrir framkvæmdum á
Íslandi. Auðvitað þarf að vanda
til verka og allt sem við gerum
hefur áhrif á umhverfið. En ferlin
í kringum öll verkefni verða sífellt
flóknari, tímafrekari og kostnaðar-
samari. Við erum ekki að segja að
það eigi ekki að gera allar þessar
kröfur. En við teljum að það megi
einfalda og bæta þessi ferli. Horfa
verður til þess að orkuvinnsla og
orkuflutningur geti þróast eðlilega í
takti við þarfir samfélagsins.“
Horft til framtíðar
Fram undan er frekari vöxtur á
jarðhitavinnslu á Reykjanesskag-
anum, á Reykjanesi, í Eldvörpum
og í Krísuvík hjá HS Orku. Þá
skoðar fyrirtækið einnig kosti í
vatnsaflsvirkjunum m.a. í Árnes-
sýslu og vestur á fjörðum og kosti
í vindorku. Ásgeir segir HS Orku
bregðast við aukinni orkuþörf.
„Staðreyndin er sú að það er
vöntun á orku á landinu. Það er
okkar hlutverk að útvega hana,
en annarra að ákveða í hvað hún
er notuð,“ segir Ásgeir. „Samhliða
þarf að tryggja að orkuflutnings-
kerfið geti þjónað landinu öllu
og afhent orku með tilhlýðilegu
öryggi“.
HS Orka er að hefja fram-
kvæmdir í sumar við litla vatns-
aflsvirkjun í Árnessýslu og þá er
undirbúningsvinna í gangi fyrir
framkvæmdir á Vestfjörðum sem
gætu hafist á næsta ári. Vindorkan
er í skoðun en talsverð andstaða
er við þess lags virkjanir hér á
landi. Hún skýrist meðal annars,
að mati Ásgeirs, af því að erlendis
eru vindmyllur reistar til að losna
við óhreina orkuvinnslu, svo sem
kjarnorku eða bruna á olíu, kolum
eða gasi. „Hér á landi er öll orka
hrein í formi vatnsafls og jarð-
varma. Vindmyllur þykja einnig
háværar og sjónmengun af þeim og
í einhverra augum eru hinir tveir
kostirnir, vatnsaflið og jarðvarmi,
betri. Ég er hins vegar sannfærður
um að virkjun vindorku á eftir að
aukast á Íslandi og getur verið hag-
kvæm með hinum kostunum að
einhverju marki.“
Staðreyndin er sú
að það er vöntun á
orku á landinu. Það er
okkar hlutverk að útvega
hana, en annarra að
ákveða í hvað hún er
notuð. Samhliða þarf að
tryggja að orkuflutnings-
kerfið geti þjónað land-
inu öllu og afhent orku
með tilhlýðilegu öryggi.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Myndir/HS OrkA
djúpborunarverkefnið er einstakt á heimsvísu.
Auðlinda-
garðurinn
samanstendur
af ólíkum
fyrirtækjum
sem nýta það
sem fellur frá
orkuverinu. Bláa
lónið er þeirra
stærst.
Framþróunarskref á heimsvísu
Síðasta ár var viðburðaríkt hjá HS Orku, djúpborunarverkefnið, flutningar höfuðstöðvanna og
niðurstöður í gerðardómsmáli. Fram undan er vöxtur Auðlindagarðsins og aukin orkuframleiðsla.
kynninGArBLAÐ 5 F Ö S T U dAG U r 7 . A p r í l 2 0 1 7
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-3
8
1
C
1
C
A
0
-3
6
E
0
1
C
A
0
-3
5
A
4
1
C
A
0
-3
4
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K