Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 27
Svæði í kringum alþjóðlega flugvelli hafa möguleika til mikillar uppbyggingar. Um
allan heim hefur orðið mikill vöxt-
ur í kringum flugvelli. Staðsetning
Ásbrúar við stóran alþjóðaflugvöll
skapar tækifæri fyrir uppbyggingu
margháttaðrar þjónustustarfsemi
í tengslum við flug og flugsækna
starfsemi. Keflavíkurflugvöllur
hefur á að skipa mun umfangs-
meiri umferð en almennt tíðkast
fyrir flugvelli í jafn litlum sam-
félögum og raunin er á Íslandi.
Þannig er flogið með reglubundnu
flugi til tæplega 50 áfangastaða
árið um kring, en almennt mætti
búast við að 300 þúsund manna
samfélag gæti státað af einum til
tveimur áfangastöðum.
„Þetta veitir mikil tækifæri til
uppbyggingar í kringum flug-
völlinn, ekki síst í starfsemi sem
tengist flugi yfir Atlantshafið, hvort
heldur er í formi fraktflutninga
eða þess hagræðis sem skapast
af því að staðsetja starfsemi á vel
tengdum stað við allar helstu
borgir Evrópu og austurstrandar
Bandaríkjanna,“ segir Kjartan
Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri
Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar,
Kadeco.
„Rannsóknir bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum sýna að 10% aukn-
ing í flugtengingum leiði til 0,5%
aukningar í hagvexti. Fyrir hverja
milljón farþega skapast um 1.000
bein störf á flugvellinum. Reynslan
hérlendis sýnir að þessar tölur eiga
jafnt við hér sem í öðrum heims-
hlutum. Það er athyglisvert að
samkvæmt tölunum skiptir ekki
öllu máli hvort farþeginn kemur
inn til landsins eða ekki, heldur
er virðið fólgið í tengingunum.
Stærstur hluti ábatans verður
til sem hvataáhrif í ótengdum
greinum. Áhrif ferðaþjónustu
hafa verið hverjum manni ljós á
undanförnum árum. En tækifærin
sem skapast til að laða að hávirðis-
starfsemi nálægt flugvellinum og
þau áhrif sem verða á innlent við-
skiptalíf eru enn verðmætari.
Samkvæmt skýrslu Nordregio
um framtíðarhorfur svæða á
Norðurlöndum frá janúar 2016 eru
svæði við vel tengda flugvelli með
sérstaklega góða framtíðarmögu-
leika. Suðurnesin fluttust upp um
þrjú sæti á lista yfir bestu fram-
tíðarhorfur, eitt svæða á Íslandi,
sökum þessara möguleika,“ segir
Kjartan.
Jákvæð áhrif á svæðinu
„Strax frá stofnun Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar var tekið til
við að greina hvernig hægt væri
að byggja svæðið upp að nýju og
skapa þá eftirspurn sem myndi
leiða til jákvæðra áhrifa. Sérstak-
lega var skoðað til hvaða hug-
mynda væri almennt gripið þegar
herstöðvar væru lagðar niður í Evr-
ópu og Ameríku. En fljótlega kom í
ljós að það var í raun flugvöllurinn
sem skilgreindi svæðið frekar en
niðurlagning herstöðvarinnar sem
slíkrar,“ útskýrir Kjartan.
„Hér á landi hefur athyglin
aðallega beinst að ferðamönnum
en reynslan erlendis sýnir að ferða-
þjónusta er aðeins einn hluti af
efnahagslegum áhrifum flugvalla.
Annað dæmi um áhrif flugvallarins
er vægi hans í starfsemi þjónustu-
fyrirtækja á alþjóðamarkaði.
Þannig nýta til dæmis gagnaverin
á Ásbrú sér að vera í bakgarði
flugvallarins í starfi sínu. Erlendir
viðskiptamenn og sérfræðingar
fljúga inn að morgni og til baka
seinni partinn án nokkurra vand-
kvæða. Það er jafnvel styttra frá
stórborgum Evrópu til Ásbrúar
í ferðatíma talið en ákveðinna
svæða innan eigin landa viðskipta-
vinanna. Þannig er staðsetning
við flugvöllinn að mörgu leyti
samkeppnishæf við mörg svæði
erlendis, jafnvel þótt fjarlægðin í
kílómetrum gefi annað til kynna.
Fjarlægðin í tíma einfaldlega vegur
hana upp,“ segir Kjartan og bætir
við að þetta sé þróun sem sjá megi
á vel tengdum flugvöllum erlendis
þar sem alþjóðleg fyrirtæki kjósa
að staðsetja skrifstofur sínar og
starfsemi til þess að draga úr ferða-
tíma.
Margir möguleikar
„Þetta eru mjög verðmætir far-
þegar, hvort heldur sem er fyrir
flugfélögin, hótelin, flugvöllinn eða
svæðið við flugvöllinn. „Hér á landi
má sjá fyrir sér frekari tækifæri
til slíkrar þróunar út frá því virði
sem hlýst af staðsetningu Íslands
og tengingum á milli tveggja
heimsálfa. Með daglegu flugi til
helstu borga Evrópu annars vegar
og sterkra viðskiptaborga í Banda-
ríkjunum hins vegar er í vissum
tilfellum hægt að nýta tímann
betur þar sem heildarferðatíminn
er styttri. Komi til tengingar við
sterkar borgir í Asíu verða mögu-
leikarnir enn meiri.
Sú staðreynd að þau níu flug-
félög sem nota völlinn árið um
kring fljúga jafn oft og til jafn
margra áfangastaða og raun ber
vitni gerir útflutningsaðilum
kleift að ná til viðskiptavina sinna
á mjög skömmum tíma. Þann-
ig er fiskurinn kominn á disk
neytandans innan við tveimur
sólarhringum frá því að hann er
veiddur á miðunum við Ísland.
Þeir framleiðendur sem eru stað-
settir nálægt flugvellinum geta
jafnvel sniðið framleiðsluna að
pöntun kaupandans að morgni og
varan er farin í flug seinni partinn.
Ferskfiskútflutningur fer að stóru
leyti fram í lestum farþegaflug-
véla. Nýleg skýrsla, sem unnin var
af hagfræðingum Sjávarklasans,
sýnir hvernig vinnsla á botnfiski
er í sífellt auknum mæli að færast
á suðvesturhornið, nær flugvell-
inum og Sundahöfn. Þetta kemur
líka fram þegar skoðuð eru þau
fiskvinnslufyrirtæki sem eru með
starfsemi hér á Suðurnesjum, að
þau eru mörg sem byggð eru á því
að flytja ferskan fisk með flugi.
Mörg tækifæri
Meðhöndlun annarrar ferskvöru
er að sjálfsögðu byggð á sömu
lögmálum og fiskútflutningurinn.
Það eru því mögulega tækifæri til
þess að útvíkka þennan geira enn
frekar, þá ekki síst út frá dreifingar-
möguleikum. Ef varan hefur stutt
hillulíf, er ekki víst að siglingar á
milli Íslands eða Evrópu annars
vegar og Bandaríkjanna hins vegar
séu raunhæfur valkostur,“ útskýrir
Kjartan.
„Flugfélögin hafa verið að
bæta við áfangastöðum á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Það hefur
leitt til þess að skyndilega eru
nýir markaðir orðnir aðgengi-
legir. Það þarf því ekki að koma á
óvart að íslenskir fiskútflytjendur
eru farnir að selja fisk til vestur-
strandarinnar. Tækifærin fyrir
íslenskan þekkingariðnað eru
þó líklega enn meiri, enda helstu
vöggu tæknialdarinnar að finna á
meðal áfangastaða frá Keflavíkur-
flugvelli. Í alþjóðlegu samhengi,
eru flugvellir helstu tengipunktar
nútímans og af auknum umsvifum
við þá skapast aukin efnahagsleg
umsvif,“ segir Kjartan.
Nánar má kynna sér starfsemi
Kadeco á heimasíðunni www.
kadeco.is
Fyrir hverja milljón
farþega skapast um
1.000 bein störf á flugvell-
inum. Reynslan hérlendis
sýnir að þessar tölur eiga
jafnt við hér sem í öðrum
heimshlutum.
Á meðal þeirra
sem hafa komið
sér fyrir við
flugvöllinn er
örþörungaverk-
smiðjan Algalíf.
Markviss uppbygging
Kadeco leiðir þróun og markaðssetningu svæðisins við flugvöllinn. Mörg
tækifæri til uppbyggingar sem tengjast fluginu eru á þessum slóðum.
Stærstur hluti ábatans verður í ótengdum greinum.
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 7 . a p r í l 2 0 1 7
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
0
-3
D
0
C
1
C
A
0
-3
B
D
0
1
C
A
0
-3
A
9
4
1
C
A
0
-3
9
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K