Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 30
Eggert Sólberg Jónsson býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.
Hann stýrir Reykjanes UNESCO
Global Geopark sem er samstarfs-
verkefni sveitarfélaganna fimm
á Suðurnesjum auk stofnana og
fyrirtækja á Suðurnesjum. Hann
segir mjög gott að búa í Grinda-
vík, bærinn sé fjölskylduvænn,
stutt sé í alla þjónustu og margar
náttúruperlur. Aukinn ferða-
mannastraumur til landsins hefur
líka haft jákvæð áhrif á atvinnulíf
bæjarins. „Samfélagið og mannlífið
hér í Grindavík er einstakt. Það er
fjölbreytt en á sama tíma sam-
heldið. Vonandi berum við gæfu til
þess að halda í þennan staðaranda
á næstu árum samhliða aukinni
uppbyggingu og fjölgun íbúa. Hér
er tekið vel á móti nýjum íbúum
og það get ég staðfest enda flutti ég
hingað árið 2010 og leið strax ein-
staklega vel.“
Einn helsti kostur Grindavíkur
að sögn Eggerts er hversu stutt
er í alla þjónustu. „Tveggja ára
dóttir mín er mjög ánægð hjá
dagmömmum sínum og fimm
ára sonur minn hlakkar til að
mæta í leikskólann á hverjum
degi. Grindavík er líka íþróttabær
en dóttir mín mætir vikulega í
íþróttaskóla á meðan strákurinn
er farinn að æfa körfubolta og
fótbolta. Það er mjög gott að vera
með börn á skólaaldri í Grindavík.
Ánægja með skólana er mikil og
æfingagjöld eru með því lægsta
sem gerist.“
Fjölbreytt atvinnulíf
Í Grindavík eru einnig traust og
öflug fyrirtæki sem standa vel að
sögn Eggerts, auk þess sem nýir
sprotar eru í vexti. „Á síðustu árum
hefur farið fram mikil uppbygging
á innviðum samfélagsins og enn
frekari uppbygging er fyrirhuguð
enda stendur sveitarfélagið vel. Við
sem búum hér njótum líka góðs af
auknum fjölda ferðamanna. Í dag
eru t.d. tíu veitingastaðir í Grinda-
vík og viðburðir allt árið af ýmsum
toga.“
Grindavík er hluti af stóru
atvinnusvæði og margir íbúar
bæjarins sækja vinnu eða skóla
á höfuðborgarsvæðinu eða í
Reykjanesbæ. „Sjálfur starfa ég
einmitt í Reykjanesbæ. Það tekur
mig ekki nema 15-20 mínútur að
keyra í vinnuna sem er styttri tími
en margir á höfuðborgarsvæðinu
þekkja.“
Grindavík er hluti af Reykjanes
UNESCO Global Geopark eins
og önnur sveitarfélög á Suður-
nesjum. „Þar er unnið markvisst
í umhverfisfræðslu og að því að
byggja upp aðstöðu við áhuga-
verða staði, merkja gönguleiðir
o.s.frv. Við búum í göngufæri við
Hópsnes, Þorbjörn og Selskóg,
nokkur af útivistarsvæðum okkar
Grindvíkinga. Þangað liggja góðir
hjóla- og göngustígar.“
Þá er stutt í aðra útivist sem
hentar öllum aldurshópum, s.s. vel
merktar gönguleiðir. „Við hjónin
höfum t.d. tekið bæði börnin með
okkur í stuttar gönguferðir á fjöll
í nágrenninu. Með því styrkjum
við umhverfisvitund þeirra og þau
læra um nágrenni sitt.“
Samfélagið og
mannlífið hér í
Grindavík er einstakt.
Það er fjölbreytt en á
sama tíma samheldið.
Eggert Sólberg
Jónsson
Elíza Geirsdóttir Newman tón-
listarkona býr
í Höfnum en
er uppalin í
Keflavík. Hún
segir hér frá sínum
uppáhaldsstöðum á
Reykjanesi.
Besti veitingastaðurinn: Café
Duus er með flottan mat og líka
Soho Catering og svo er Bryggjan í
Grindavík með frábæra humarsúpu
og eðalstemmingu.
Besta sundlaugin: Vatnaveröld í
Reykjanesbæ, bæði inni- og úti-
laugar og frábær barnalaug fyrir
yngstu kynslóðina.
Áhugaverðasta safnið: Rokksafn
Íslands auðvitað!
Flottasta náttúrufyrirbrigðið: Svo
margt fallegt á Reykjanesinu en
Sandvík er æðisleg.
Fallegasta fjallið: Keilir er fjallið
okkar á Reykjanesinu.
Besta afþreyingin: Göngutúrar
meðfram fjörunni í Höfnum og úti
á Garðskaga.
Best geymda leyndarmálið: Hafnir
eru best geymda leyndarmálið,
týnda og fallega þorpið á leiðinni út
á Reykjanes.
Hafnir eru best geymda
leyndarmálið á Reykjanesi
Keilir er fal-
legasta fjallið
á Reykjanesi
að mati Elízu.
Mynd/VilhElM
lífleg dagskrá
við höfnina.
MyndiR/SiggEiR F.
ÆVaRSSon
Ungir bæjarbúar hafa nóg fyrir stafni í grindavík.
gott samfélag í grindavík
Grindavík er fallegur og fjölskylduvænn bær sem býður upp á góða þjónustu við bæjarbúa á
öllum aldri, fjölbreytt atvinnulíf og nálægð við margar gullfallegar náttúruperlur.
Gusthouse Borg
OPIÐ ALLT ÁRIÐ
Borgarhraun 2 • 240 Grindavík
Sími 895-8686 • ghborg@simnet.is
6 KynningaRBlaÐ 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U dag U R
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
0
-3
D
0
C
1
C
A
0
-3
B
D
0
1
C
A
0
-3
A
9
4
1
C
A
0
-3
9
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K