Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 8
Ólafur Stephensen. Ólafur Stephensen læknir, sér- fræðingur í barnasjúkdómum, starfar við Barnaspítala Hrings- ins, Landspítalanum. fibrosis cystica nefnist avf- gengur sjúkdómur barna og yngra fólks. Einkenni sjúkdóms- ins má rekja til truflunar á starfsemi flestra ytri kirtla líkamans. Þeir, sem haldnir eru þessum sjúkdómi, hafa krón- ískan lungnasjúkdóm, skilja út óeðlilega mikið saltmagn í svita og skortir fæðuklofa (enzym), sem myndast í briskirtlinum. Dæmigert er fyrir sjúkdóminn, að starfsemi hinna ýmsu líffæra er misjafnlega mikið trufluð, þannig að klíníska myndin er mjög breytileg. Sjúkdómurinn fibrosis cyst- ica með sínum margvíslegu ein- kennum hefur þekkzt sem slik- ur í aðeins rúm 30 ár. Síðan hefur þekking á sjúkdóminum aukizt hröðum skrefum. Árið 1954 sýndi Di Sant’ Agnese fram á, að þessir sjúklingar hafa aukið magn af salti í svita. Þessi mikilvæga uppgötvun jók mjög skilning á hinu marghliða eðli sjúkdómsins og veitti jafnframt möguleika til auðveldrar og ör- uggrar sj úkdómsgreiningar. Tíðni fibrosis cystica hefur samkvæmt rannsóknum víða um lönd reynzt vera 1 tilfelli af 2000 fæðingum. Hér á landi er UM MEÐFÆDDAN BLÖÐR UMYNDANDI BANDVEFS- OG KIR TLASJÚKDÓM (FIBROSIS CYSTICA) aðeins vitað um innan við 10 börn með sjúkdóminn. Bendir það til þess, að annaðhvort sé sjúkdómurinn mun sjaldgæfari hér en í öðrum löndum eða að allstór hópur barna hafi ekki fengið rétta sjúkdómsgreiningu. Fibrosis cystica (FC) erfist víkjandi. Þetta þýðir það, að til að eignast barn með FC þurfa báðir foreldrar að bera gallann. Mynd 1 sýnir, hvernig erfðirnar verða. Tölfræðilega eru þannig 25% líkur til þess, að foreldrar, sem bæði bera í sér gallann, eignist barn með FC. 'Hins veg- ar er undir tilviljun komið, hvort öll börn slíkra foreldra eru heilbrigð eða fleiri en eitt af litlum barnahóp eru sjúk. Eðli sjúkdómsins er ekki þekkt að fullu ennþá, en talið er, að sjúklingar með FC beri í sér efni, sem hindrar flutning á vökva gegnum frumuhimnuna. Þetta veldur því, að slím, munn- vatn, sviti og aðrir líkamsvökv- ar verða þykkari og seigari en eðlilegt er. Það hefur í för með sér tilhneigingu til stíflu í út- færslugöngum líffæranna og vefjarskemmd. Aðaleinkenni sjúkdómsins eru bundin meltingar- og öndunar- færum. U. þ. b. eitt af hverjum tíu börnum með FC lendir í erfiðleikum strax eftir fæðingu vegna þarmastíflu, sem mjög seigt barnabik (meconium) veld- ur. Flesta sjúklinga skortir frá upphafi fæðuklofa briskirtils- ins, og hefur það í för með sér lélega nýtingu fæðunnar. Hægð- ir verða miklar, feitar og afar illa lyktandi. Börnin eru van- nærð, kviðmikil og vöðvarýr þrátt fvrir ágæta matarlyst. Einkenni um bætiefnaskort gera vart við sig. Gallið er seigfljót- andi eins og aðrir líkamsvessar þessara sjúklinga, og getur það valdið aukinni bandvefsmyndun í lifur, þegar fram líða stundir. Það eru þó lungnaeinkennin, sem skyggja á allt annað hjá þessum sjúklingum. Hið seiga berkjuslím, sem erfitt er að hósta upp, veldur stíflu í smærri berkjugreinum. Við slíkar að- stæður ná sýklar fljótt fótfestu og valda ígerðum, frekari skemmd á lungnavef, holumynd- un og bandvefsmyndun. Þetta rýrir blóðrás og loftskipti lungna, áreynsluþol sjúklings minnkar, hann verður mæðinn og blár. Áberandi einkenni er hósti og grefti blandinn upp- gangur. Greining sjúkdómsins bygg- ist, eins og áður er getið, á því, að sjúklingar hafa óeðlilega mikið magn af salti í svita. Nú á tímum er unnt að mæla þetta saltmagn með tiltölulega ein- földum ráðum. Ennþá er ekki unnt að finna þá, sem bera gall- ann og eru heilbrigðir, né heldur að greina sjúkdóminn í fóstur- lífi. MeSferð: Sjúklingum með fi- brosis cystica er ekki unnt að veita fullnaðarlækningu. Með- ferðin beinist því að því að draga úr sj úkdómseinkennum og koma í veg fyrir fylgi- 82 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.