Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Page 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Page 10
BARKAK YLISSKURÐ UR OG RÓTTÆK EITLAHREINSUN Á HÁLSI Ólafur Bjarnason. Ólafur Bjarnason, háls-, nef- og eyrnalæknir viÖ Borgar- spítalann. þegar minnzt er á barkakýlis- skurð og róttæka eitlahreinsun á hálsi (laryngectomiu og radical neck dissection) kemur manni fyrst krabbamein í hug, enda er sá sj úkdómur orsök þessarar að- gerðar, þ. e. a. s. krabbamein í barkakýli með hálseitlamein- vörpum. Atriði, sem talað hefur verið um sem orsök barkakýliskrabba, eru sígarettureykingar, áfengis- drykkja, mengun lofts, langvar- andi bólgur, næringarefnaskort- ur og veirur. Af þessum atriðum eru sígarettureykingar og of- notkun áfengis langmest áber- andi hjá sjúklingum með barka- kýliskrabba. Um 95% af barka- kýliskrabba er flöguþekju- krabbi, og hann er talinn vera 8—9 sinnum algengari hjá körl- um en konum og algengastur á aldrinum 50—70 ára. Helztu einkenni barkakýlis- krabba eru langvarandi hæsi. Verkur í öðru eyra er nokkuð algengur, svo og breyting á kyngingarvenjum og kynging- arörðugleikar, bl'óð í hráka og viðloðandi hálssærindi, og ein- staka sinnum koma til læknis sjúklingar með barkakýlis- krabba, sem eingöngu kvarta um stækkaðan eitil á hálsi. Til að greina barkakýlis- krabba þarf að taka sýni úr æxl- inu, helzt í svæfingu, því að ýmsir aðrir sjúkdómar geta mjög líkzt krabba við radd- bandaspeglun, eins og t. d. berkl- ar, sárasótt, sveppasjúkdómar og eitlaæxli. Þótt barkakýlisskurður (lar- yngectomia) hafi verið gerður í mörg ár, er það aðeins á allra síðustu árum, að sú aðgerð hef- ur verið framkvæmd á íslandi. Aftur á móti hefur róttæk eitla- hreinsun (radical neck dissec- tion) verið framkvæmd hér tals- vert lengur, en það var fyrst eftir viðurkenningu á þeirri að- gerð, að framfarir við lækningu á krabbameini í höfði og á hálsi fóru að vera stórstígar. Aðaltilgangur „róttækrar eitlahreinsunar“ er að fjar- lægja allar vessæðar (lymfu- brautir) og eitla utanvert á hálsinum, ásamt með upphaflega æxlinu. Svæðið, sem þessi skurð- aðgerð nær yfir, takmarkast af viðbeininu að neðan, fremri brún sjalvöðvans (trapezius) að aftan og neðri rönd neðri- kjálkans að ofan og að framan af tungubeins- (sternohyoid) og skjaldvöðvum bringubeins (sternothyroid). Meðal líffæra, sem fjarlægð eru við þessa að- gerð, önnur en eitlar, sogæðar og fitu- og bandvefir, eru höfuð- vendir (sternocleidomastoide- us), tungubeinsvöðvi herða- blaðs (omohyoideus), neðsti endinn á vangakirtli (parotid), kjálkabarðskix-till (submaxill- ar), aukataugin (nervus access- orius) og innri hóstarbláæð (vena jugularis interna). Líffæri, sem alltaf eru skilin eftir, nema æxlisvöxtur sé kom- inn í þau, eru: ytri hálsæð (art- eria carotis), armflækjan (plex- us brachialis), flakktaugin (nervus vagus), tungurótartaug (hypoglossus), tungutaug (lin- gualis) og þindartaug (phren- icus). Almenn viðurkenning á gildi „róttækrar eitlahreinsunar“ við lækningu á krabbameini í höfði og hálsi fékkst ekki fyrr en með tilkomu fúkkalyfja, betri svæf- ingaraðferðar, blóðgjafa og réttra vökvagjafa, enda þótt þessi aðgerð hafi verið vel kunn fyrir þann tíma, en henni var fyrst lýst af Crile 1906. Það, sem þessu olli, var há sjúk- dómstíðni og dánartala eftir að- gerðina. Tilgangur barkakýlisskurðar samhliða róttækri eitlahreinsun er tvenns konar. í fyrsta lagi er aðgerðarinnar þörf, þar sem þreifanlegir eru stækkaðir eitlar á hálsi, sem að sjálfsögðu eru taldir útsæði, þegar um barkakýliskrabba er að ræða. Óþarfi er að taka sýni úr þessum eitlum, og það gæti jafnvel spillt fyrir fullnægjandi árangri skurðaðgerðar. Mj ög er vafasamt, að unnt sé að sigrast á þreifanlegum eitla- stækkunum með geislum einum, svo að ástæður fyrir barkakýlis- skurði og róttækri eitlahreinsun eru augljósar. I öðru lagi eru þessar að- 84 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.