Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 13
UM BLOÐFLOKKA OG BLÓÐGJAFLR Valtýr Bjarnason. Þetta er seinni hluti greinar Valtýs Bjarnasonar svæfinga- læknis við Landspítalann, en upphaf greinarinnar birtist i 2. tbl. þessa árgangs. ;*l*»iversal tlonor". ••l'niversnl recipient". Sagt er, að blóð manns í 0- flokki megi gefa öllum öðrum flokkum, að því tilskildu, að það sé Rh-neikvætt (universal donor). Þetta skyldu menn ekki taka of alvarlega, því að það er alls ekki hættulaust að gefa O-blóð. Ástæðulaust er að gefa Rh-jákvæðum sjúklingi Rh- neikvætt blóð, ef báðir flokkar oru við höndina, heldur ber að láta Rh-flokkana ráða. Hins vegar liggur aðalhættan í því, að anti-A og anti-B í 0- flokknum séu óvenjusterk: hafi háa þynningartölu (titer). Get- ur þá verið varasamt að gefa sjúklingi í A-, B- eða AB-flokki slíkt blóð vegna möguleika á kekkjamyndun og blóðtalnaleys- lr>gu (á blóðkornum sjúklings- ins sjálfs). Einnig er það viðtekin skoðun, að gefa megi manni í AB-flokki blóð af hinum flokkunum öllum (universal recipient). Þetta skyldi þó ekki stundað, en ef ekki er AB-blóð til, má helzt gefa A-blóð, þar sem anti-A er °ftast sterkara mótefni en anti-B. Sízt ætti að gefa O-flokk. Fljólasla aAlcróiii til að lagfæra mikið blóð- leysi, í hverri mynd sem er, er blóðgjöf (transfusio sangu- inis). Tilgnngur blóAjijafa er eltirfarandi: 1. að auka blóðmagn sjúk- lings, t. d. við örar og miklar blæðingar, svo sem: þegar slys ber að höndum, erfiðar fæðing- ar og skurðaðgerðir, þegar skyndilegt eða ört blóðtap ógn- ar lífi sjúklings. Einnig við langvarandi bióðleysi o. s. frv.; 2. að auka tölu rauðu blóð- kornanna og þar með auka hæfni blóðsins til að flytja hin- um efnum í blóðinu, sem eru efni; 3. að bæta upp skort á ýms- um efnum í blóðinu, sem eru nauðsynleg fyrir storknun blóðs- ins, þar sem miklar blæðingar geta verið lífshættulegar, t. d. í hæmophilia, afibriongenæmia, thrompocytopenic purpura, icterus, hypoplastic anæmia; 4. að gera læknum kleift að ráðast í sérstakar skurðaðgerð- ir, þar sem búast má við miklu blóðtapi eða ef notuð er hjarta- lungnavél við hjartaaðgerðir. Eins og vikið var lauslega að í byrjun, hefur uppgötvun blóð- flokkanna og þar með möguleika á blóðgjöfum, sem ekki eru svo mjög hættulegar fyrir sjúkling- ana, stuðlað mjög að hinum stór- stígu framförum á sviði skurð- lækninga á síðari árum. Blóðtap við aðgerðir er mjög mismunandi. Fer það bæði eftir því, hver aðgerðin er, og enn- fremur, hvernig ástand sjúk- lingsins er fyrir aðgerðina. Það er því ekki einungis um það að ræða að koma sjúklingi lifandi yfir erfiða aðgerð með því að gefa honum blóð, heldur getur þurft að undirbúa hann undir aðgerðina, koma blóði hans í eðlilegt horf, með blóðgjöf, ef þörf er á. Með því er ekki ein- ungis verið að búa hann undir aðgerðina sjálfa, heldur einnig að stuðla að því, að sjúklingur nái fyrr kröftum, grói betur og fái meiri mótstöðu eftir aðgerð- ina. Mollison heldur því fram, að ekki eigi að leggja þann sjúkling undir hnífinn, sem hafi undir 10 gm% hæmoglobin, oft sé um aðgerðir að ræða, sem ekki eru aðkallandi. Beri þá annaðhvort að fresta aðgerð og koma blóð- inu upp með lyfjum eða gefa blóð og flýta þannig fyrir, að hægt sé að gera aðgerðina. Ekki eru allir á sama máli um þetta, og vilja sumir einnig fara eftir tegund aðgerðar og með því megi komast hjá óþarfa blóðgjöfum. Viss hætta sé alltaf af blóðgjöfum og það sé engin afsökun til fyrir því að gefa þeim blóð, sem auðveldlega megi koma upp í blóði með lyfjum og mataræði, ef aðgerð er ekkert sérlega aðkallandi. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.