Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Side 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Side 18
MINNING Sigríður Ebba Kristjánsdóttir hjúkrunarkona Fædd 30. ágúst 1922 Dáin 27. maí 1972 SlGRlÐUR EBBA KRISTJÁNSDÓTTIR, vinkona mín og skólasystir, lést þann 27. maí s.l. og var jarðsett 3. júní. Fréttin um andlát hennar kom mér ekki alveg á óvart — og þó. Ég áttaði mig ekki á að dauðinn kæmi svo brátt, þótt veikindi hennar hefðu verið þess eðlis, að við öllu mátti búast. Hún var enn svo ung, að ástæða var til að ætla, að unnt reyndist að bjarga henni. En enginn ræður við örlögin, og æviskeiðið er runnið áður en nokkur veit. Hugur minn leitar til löngu liðinna tíma, yndislegra ára, þegar lífs- gleðin og bjartsýnin sátu í fyrirrúmi. Við Sigríður stunduðum saman hjúkrunarnám á árunum 1942—1945. Það var röskur og glaðlyndur hóp- ur sautján stúlkna, er komið höfðu inn til náms, ýmist í marz eða ágúst, en bóklegt nám var stundað samtímis og útskrift miðast við það. Tíu luku námi og hófu störf víðsvegar um land og sumar erlendis. Ein er nú látin, Sigríður Blandon, er lést fyrir fáum árum í Englandi, en þar hafði hún verið búsett. Við Sigríður Ebba unnum saman á skurðstofu Landspítalans sem supplerandi nemar eftir námið. Sérlega skemmtilegur og áhugaverður tími. Alltaf var Sigríður sami góði, káti félaginn, sem gaman var að starfa með, og hélst vinátta okkar alla tíð. Sigríður fór utan til Danmerkur til framhaldsnáms. Hún lagði þar stund á geðhjúkrun og kynnti sér þá jafnframt fleiri greinar hjúkrunar, einnig vinnu á rannsóknarstofu. Eftir að heim kom starfaði hún ein tíu ár hjá Valtý Albertssyni, lækni, en síðari árin starfaði hún á Sólvangi í Hafnai’firði. Fyrir hönd okkar skólasystranna vil ég votta vandamönnum Sigríðar og þá sérstaklega eiginmanni hennar og syni, innilegustu samúð okkar. Við skólasysturnar þökkum þér, elskulega vinkona, allar góðu sam- verustundirnar. Far í friði, friður guðs þig leiði. Aðalheiður B. Rafnar.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.