Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 1

Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 1
85. TÖLUBLAÐ 17. ÁRCANCUR — MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* — NIÁNUDAGUR 10.APRÍL2017 (__________________________________________________________________ Taka hluta af ávinningnum fra skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa viö fyrirheit um aö framhaldsskólarnir haldi aö fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu fram- haldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. menntun „Þetta eru náttúrlega gríðarleg vonbrigði. Það er ekkert öðruvísi," segir Ársæll Guðmunds- son, skólameistari Borgarholtsskóla. í nýrri íjármálaáætlun rikisins, fyrirárin 2018-2022, ergertráðfyrir að framlög ríkisins til framhalds- skólanna lækki samanlagt um 630 milljónir. Þar segir að umtalsverður sparnaður verði i framhaldsskóla- kerfínu vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og það útskýri lægri framlög til málaefnasviðsins. í fjármálaáætlun áranna 2017 til 2021 var hins vegar áætlað að „allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhalds- skólastigið enn frekar.“ Ársæll segir að verið sé að hafa af skólunum hluta af þeirri hag- ræðingu sem skólunum hafi verið gert að ná með styttingu framhalds- skólans úr fjórum árum i þrjú. „Það er verið að taka út úr framhalds- skólunum að einhverjum hluta þann ávinning af þeim breytingum sem kennarar, stjórnendur og aðrir hafa farið í gegnum," segir Arsæll. „En þetta er bara pólitísk stefna og við vinnum þá bara eftir henni, við stjórnendur framhaldsskólanna," bætirhann við. Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, teloir undir með Ársæli. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að standa við það sem lagt var upp með í sam- bandi við þriggja ára námið,“ segir hann. 630 iniiljóna iækkun verður á ffamlögum tii skólanna. Þetta eru náttúrlega <*>■ gi’ióarleg vonbrigói. Þaó er ekkert ööruvísi. Ársæll Guðmunds- son, skólameistari Borgarholtsskóla Jón Már segir þetta vera von- brigði. „Frá 2008 var búið að hag- ræða verulega mikið í framhalds- skólunum til þess að endar næðu saman og þess vegna eru veruleg vonbrigði að fá þetta ofan á það,“ segir Jón Már. í fjármálaáætluninni kemur fram að þrátt fyrir lækkun á framlögum til framhaldsskólastigsins aultast útgjöld á hvern nemanda um sem nemur 3-5% á ári að raunvirði. Sú lækkun er einkum til komin vegna fækkunar nemenda vegna stytt- ingar náms til stúdentsprófs. - jhh ....■ ifcnBfmim aiaimrnmmmm |r.ti-nnrna~íi ,'r4k'WúM ffjjM Þúsundir manna söfnuðust saman á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms í gær og minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar sem framin var á föstudag. nordicphotos/afp Ákæra vegna manndráps veröur þingfest í dag DÓMSMÁL Áltæran yfir Thomasi Moller Olsen, sem ákæröur er fyrir að hafa banað Bimu Brjánsdóttur, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Honum var birt ákæran á fimmtu- dag. í áltæmnni er maðurinn sakaður um að hafa veist að Bimu með ofbeldi í Kia Rio-bifreið. Síðan hafi hann varpað henni í sjó eða vatn. Hinn maðurinn sem handteldnn var vegna gruns um aðild að mál- inu en síðar látinn laus eftir tæplega tveggja vikna gæsluvarðhald f'ékk fyrir helgi bréf þess efnis að málið gegn honum yrði látið niður falla. „Það er fellt niður á þeim gmnni að það teljist ekki líklegt til sakfellingar," segir Unnsteinn Öm Elvarsson, verj- andi hans. Hann segir skjólstæðing sinn óðum vera að jafna sig eftir málið og vera farinn á sjó aftur. „Hann fór fyrst í vinnu fýrir rúmri viku. En þaö var búið að fresta því að hann mætti í vinnu af þvi að hann var ekki í stakk búinn til þess. Hann er eflaust ekki hundrað prósent en þó betri." Unnsteinn segir skjólstæðing sinn hafa gefið skýrslu áður en hann yfirgaf landið en minnir á að hann hafi lýst sig viljugan til þess að koma og gefa skýrslu ef eftir því yrði kallað. „Það er ekkert sem stoppar það annað en að hann er í vinnu úti á sjó.“ Unnsteinn segist ekki hafa rætt við skjólstæðing sinn um hugsanlega málssókn á hendur íslenska ríkinu vegna handtökunnar og gæsluvarð- haldsins ffá því að hann fór af landi brott. -jhh/sjá siðu 10 Fréttablaöiö i dag Guðmundur Andri Thorsson skrifar um árásina á saldausa borgara í Svíþjóð Stjarnan deildarmeistari í Olís-deild kvenna. lífið Geimurinn er í aðalhlut- verld í nýjustu verkum bræðr- anna Úlfs og Halldórs Eldjárn. 34 PLÚS SÉRBLAÐ FÓLK ’Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup aprll-júnl 2015 HSHWHW KAUPHLAUP SPRETTINUM LÝKUR í DAG OPIÐ TIL19 I KVÖLD

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.