Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 12
10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Q 5 Ekki aftur Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Þad er nefni- lega hlutverk listarinnar að ganga gegn vaidi, hvort sem það ér til staðar í krafti pcninga eöa pólitikur, og ef listlngerir það ekki cr hætt við að illa fari. að sem við munum og það sem við munum ekki er og verður víst alltaf okkar. Þann- ig virðist Valgerður Sverrisdóttir ekki muna almennilega eftir aðkomu sinni að einkavæöingu bankanna frá ráðherratið sinni, þó svo það teljist líklega til stærri viðburða á hennar starfsferli. Seinna átti svo einka- væöing bankanna eftir að hafa í för með sér skelíilegar afleiðingar sem byrjuðu að koma í Ijós þegar Geir H. Haarde bað guð að blessa Island og þess vegna viljum við vita hvemig hlutimir gerðust Skoða söguna til þess að geta lært af henni. En ef það fólk sem mótaði upphaf þessarar sögu, skrifaði uppkastið ef svo má segja, ýmist man hana ekki eða hefúr lítinn sem engan áhuga á slíkri söguskoðun þá er það miður. Það ætti þó alls ekld að þýða að við hin getum ekki rifjað upp og reynt að læra af liðinni tíð. Þegar minnið brestur höfúm við ýmsar leiðir til að skoða sögu okkar og samfélag. Ein mildlvægasta leiðin til þess er í gegnum listina í sínum margbreyti- legu myndum. Listræn tjáning á því sem við höfúm séð og sjáum í kringum okkur ftá degi til dags. Auðvitað er þetta ekki eina hlutverk listarinnar en þó eitt af mörgum. Það er margt í samfélagi samtímans sem er farið að minna ansi mikið á þá stemningu sem hér ríkti á árunum fyrir hrun og Iistin virðist ekki vera undan- skilin þessu. í því samhengi nægir að líta m.a. til þess að Gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóniuhljómsveitar íslands og Hins íslenska bókmenntafélags, Borgar- leikhúsið endumýjaði nýverið samstarfsamning við Valitor, Reykjavílturborg og Grandi vinna saman að því að byggja upp listina í Marshallhúsinu og þannig mættí áfram telja. Líkast til er þetta einlcum til marlcs um hversu undirfjármagnaðar listir em á íslandi en þetta hlýtur samt að hreyfa við minninu hjá einhverjum. Minna okkur á þá tíma þegar listir og fjármálalíf virtust dansa hér einn allsherjar hrunadans hinu margum- rædda góðæri til lofs og dýrðar. Nú gætí reynt á að bæði muna, vilja muna og læra af reynslunni. Það er ekki endilega svo að listin eigi alls ekki að þiggja eitt né neitt af atvinnulífi. Að í því felist einhver dauðadómur yfir sjálfstæði listamanna og möguleikum til þess að leggja til atlögu við hvaða efnivið sem er. En allt getur þetta haft áhrif og ekki síst í litlu samfélagi þar sem möguleikar listamanna til afkomu era mun tak- markaðri en í stærri samfélögum. Þetta getur óneitan- lega leitt til ákveðins afkomuótta og það er eðlilegt við þessar aðstæður en að sama skapi ekki ásættanlegL Það er nefnilega hlutverk listarinnar að ganga gegn valdi, hvort sem það er til staðar í loaftí peninga eða pólitíkur, og ef listin gerir það ekki er hætt við að illa fari. Það gerði það síðast og það getur hæglega gert það aftur. Þjóð sem situr uppi með gleymna stjómmála- og peningamenn má búast við því að illa fari ef hún gætir ekki að sér. Ein mikilvægasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig er að styðja vel við listsköpun í landinu og gera jafúframt þá kröfú til listarinnar að hún veiti valdinu aðhald. Án þess er hætt við að illa fari - aftur. HAFtS: + Jji íslenskur ís með ítalskri hefð Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Halldór Frá degi til dags Taktlausir ráðherrar Sitjandi rikisstjóm hefur á köflum gengið illa að ganga í takt. Athygli vakti á dögunum þegar fjármálaráðherrann lýsti þvf yfir í erlendum fjöimiðlum að i skoðun væri að festa gengi krónunnar við evru. Forsætisráðherra svaraði frænda sínum fullum hálsi á sama vettvangi að hann teldi slíkt óráðlegt í gær var sagt frá þvi að utanríkisráðherra ætli að fúnda með breskum starfsbróður sínum til að styrkja bönd íslands við Breta. Er það broslegt i Ijósi ummæla fjármálaráðherra. Orðin Samfylking og áramótaskaup koma upp í hugann. Litla gula hænan Á dögunum líkti stjómmála- fræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann Sjálfstæðisflokknum við hákarl sem æti upp fýlgi samstarfsflokkanna. Flokkurinn stærði sig af góðum málum en skildi makkerinn eftir með Svarta-Péturinn. Þegar Viðreisn vann að því að koma undir sig fótunum kynnti flokkurinn jafti- launavottunarfrumvarpið sem átti að vera fyrsta mál flokksins inn á gólf þingsins. Nú er hægt að fylgjast með forsætisráðherra fara mikinn og stæra sig af málinu á erlendri grund meöan flokks- systkin hans tala gegn þvi. Fróð- legt verður að sjá hvort Viðreisn bjóði Sjálfstæðisflokknum bita af brauðinu sem flokkurinn bakaöi eða sleppi því að gefa með sér. johannoli@frettabladid.is Sókn fyrir velferöina Katrín fakobsdóttir formaður Vinstri grænna Á ísiandi ciga ríkustu tiu prósentin uni 70% alls auðs. Rik- ustu tuttugu prósentin elga um 90% alls auðs á landinu. fjármálaáætlun til næstu fimm ára era lagöar línur um hvemig á að afla tekna og hvernig á að ráðstafa fjármunum hins opinbera. I þeirri umræðu er mikil- vægt að hafa í huga að rikissjóður er ekki einungis efna- hagsreikningur sem þarf að stemma af. Hann á að standa undir því samfélagi sem við viljum byggja. Það skiptir máli hvemig við fjármögnum þennan sama ríldssjóð og í hvaða verkefni hann er nýttur. Á íslandi eiga ríkustu tíu prósentin um 70% alls auðs. Ríkustu tuttugu prósentín eiga um 90% alls auðs á land- inu. Stjómvöldum ber skylda að takast á við þessa ójafn- aðarþróun, tryggja aukinn jöfnuð og fjármögnun nauð- synlegra samfélagslegra verkefna sem snúast bæöi um jöfúuð og velferð. Það er þörf á að því aö efla hið opinbera heilbrigðiskerfi og menntakerfi; einnig þarf aö bæta kjör öryrkja og aldr- aðra og byggja upp margs konar innviði, Ld. samgöngur og ferðamannastaöi. Til þess aö gera þetta þarf að afla tekna með réttlátum hætti sem er þvert á þessa öfgakenndu þróun í átt til ójafnaðar. Því miður hefur þróun skatt- byrðinnar verið öfúg á síðustu árum þar sem skattbyrðin á þá telcjuhæstu heíúr minnkað en þyngst á aðra hópa. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur ekki undir þeim væntíngum sem gefhar voru fyrir kosningar. í henni er skattlagningu stillt upp sem andstæöu frelsis og flúið frá loforðum á ólíkum málefnasviðum. Þar má nefna stefnumótun Vísinda- og tækniráðs um framlög til háskóla, áætlanir um að efla framhaldsskólana þrátt fyrir styttingu, samgönguáætlun og samþykkt þingsins um iippbyggingu Náttúruminjasafns. Eldd er heldur komið til móts við áskorun meira en 86 þúsund íslendinga um að framlög tíl heilbrigðismála verði aukin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Allar þessar ákvarðanir eru rammpólitíslcar og snúast um hvemig samfélag við viljum byggja og hvemig sú upp- byggmg er fjármögnuð. Þar er stefna okkar Vinstri-grænna alveg skýr og sú sama nú og fyrir kosningan Tekjustofúa rikisins má styrkja með réttlátum hætti og hefja sókn til raunverulegrar uppbyggingar samfélagsins. Slík sókn er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag en í hana verður ekki ráðist undir forystu þessarar ríkisstjómar. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 midlarehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar ÞórSverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefania Pálmadóttir ÚTGEFANDIOG AÐALRITSTJÓRI: Kristin Þorsteinsdðttirkristln0frettabladid.is adstoðarritstjOrar: Andri ólafssonandri@ifrettabladid.is. Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.ís, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út i90.000 eintökum oger dreift ókeypis á heimili á höfuöborgarsvæðinu ogAkureyri. Einnig er hægt að fá blaOlð I völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskllur sér rétttil að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlið 24,105 Reyklavik Simi- 512 5000 ntstiorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveínsson tinnl@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana BjörgGuðbrandsdðttirkrist/onobjorgfffrettoblod/d/s MARKAÐURINN:HðrðurÆgissonhordur«ifretMbtod/d./s IMENN/NG:MagnúsCuðmundsson magnus@frettabladid.is LlFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttirgudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilheím Gunnarsson vllli@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Arnason sfa@frettabiadid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.