Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ■ FRÉTTABLAÐIÐ 10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Stúdentar opna dyr aö ferðaþjónustu stúdentar „Viö ákváðum aö reka þetta sjálf til að geta sinnt háskóla- samfélaginu betur. Viö höfum verð- lagningu eins lága og mögulegt er eins og í öllum okkar rekstri," segir Rebekka Siguröardóttir, upplýsinga- fulltrúi Félagsstofnunar stúdenta sem hefur reksturs hostels á Gamla Garöi í sumar. Hótel hefur verið rekiö í Gamla Garöi í mörg ár og hefur FS hingað til fengið aöila innan hótelgeirans til aö sjá um reksturinn. Þegar síðasti samningur var aö renna út ákváðum viö aö gera þetta sjálf og brey ta í hos- tel sem hentar háskólasamfélginu. „Félagsstofnun stúdenta er sjálfs- eignastofnun sem nýtur engra styrkja og stendur undir sér sjálf. Markmiðið meö reltstrinum er að Stúdentar eiga stofnunina, þjón- ustan er iyrir þá og fá þeir því aö sjáifsögóu bestu kjörin. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingfull- trúi Félagsstofnunar stúdenta veita stúdentum ódýra og góða þjónustu og vera bara á núlli því hjá okkur eru engir eigendur sem þurfa aö fá greiddan arð. Stúdentar eiga stofnunina, þjónustan er fyrir þá og fá þeir því aö sjálfsögðu bestu kjörin,“ segir Rebekka í samtali viö Fréttablaðiö. „Tilgangurinn er ekki að græða á þessu frekar en ööru sem stofnunin gerir og rekstrarformið er eins og á öllu hinu sem við rekum, Stúdenta- görðum, í Stúdentakjallaranum, Hámu og annari veitingasölu, leik- skólum og Bóksölu stúdenta," bætir Rebekka við. Hostelið verður opnað í júní en 43 herbergi eru á Gamla Garði og standa þau öllum til boða í sumar. benediktboas(á>365.is Horflr grátandi á afa sinn í óvissu um framtíöina Ragnar vill helst fá að vera hjá eiginkonu sinni siðustu æviár þeirra. Það er hins- vegar ekki möguleiki að mati færni- og heilsumatsnefndar. fréttablaðið/gva Meira áhorf eftir áreitnisásakanir bandaríkin Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðis- lega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt banda- ríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt fréttir af athæfi O’Reilly undanfarið. Washington Post greindi hins vegar frá því að 3,7 milljónir hafí horft á þátt hans síðastliðinn mánu- dag og 3,8 milljónir á þriðjudags- þáttinn. Vikuna áður, það er áður en fréttir af áreitni birtust, horfðu 2,3 milljónir á þann þátt vikunnar sem fékk mest áhorf. - þea Ráðuneyti dómsmála tekur til starfa l. maí stjórnsýsla Nýtt dómsmálaráðu- neyti mun taka til starfa um kom- andi mánaðamót. Samhliða verður til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneyti. Forseti íslands staðfesti tillögu forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs íslands fyrir helgi. For- setaúrskurðinn felur í sér að ráðu- neytunum fjölgar um eitt. Málefnasvið hinna nýju ráðu- neyta munu vera á sama hátt og var innan veggja innanríkisráðuneytis- ins með þeirri undantekningu að mál Þjóðskrár og Yfírfasteignamats- nefndar munu heyra undir sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Samhliða þessum breytingum voru nokkrar breytingar gerðar á verkaskiptingu milli forsætisráðu- neytis og fjármála- og efnahagsráðu- neytis sem varða framkvæmd laga um Seðlabanka íslands. - jóe algjörri Haraldur Ragnarsson er fæddur 1925 ogbýr einn á heimili sínu í Reykja- vík. Heilsumatsnefnd heilbrigðisráöherra veit- ir honum ekki leyfi til vistunar á Hrafnistu þar sem konan hans býr. ÖLDRUNARMÁL Systurnar Halla Ósk Haraldsdóttir og Sigrún Elín Har- aldsdóttir segja það mikla byrði fyrir afa þeirra, Ragnar Haralds- son, að fá ekki vistun á Hrafnistu í Reykjavík á sama tíma og konan hans til fjölda áratuga er komin inn. Hann er einn heima lungann úr deginum og sökum heilsuleysis treystir hann sér ekki til aö heim- sækja eiginkonu sína nema annan hvern dag. Ragnar Haraldsson er fæddur árið 1925 en konan hans, Sigrún Einars- dóttir er fædd árið 1929. Þau hafa verið í sambandi frá því árið 1950 eða í 67 ár. Ragnar fékk hvíldarinn- lögn á Hrafnistu fyrir nokkru síðan í fjórarvikur. Þegarhann óskaði eftir framlengingu á hvíldarinnlögninni var beiðni hans hafnað af færni- og heilsumatsnefnd „Hann afi okkar fær mjög oft svimaköst og hefur hann margoft slasast heima hjá sér við það eitt að standa uppréttur. Hann hefur axlar- brotnað, marist í andliti, rotast svo dæmi séu tekin. Hann fær þjónustu heim til sín tvisvar sinnum á dag en á milli þess er hann einsamall. Það veldur okkur miklum áhyggjum," segir Halla Ósk. Laura Scheving Thorsteinsson, sviðsstjóra eftirlits oggæða hjá emb- ætti landlæknis, segir öldrunarrými takmörkuð gæði og ef einstaklingar komist inn gæti það verið á kostnað annars. „Það eru allir sammála um að það vill enginn stía í sundur hjón- um,“ segir Laura. „Hinsvegar eru dvalar- og hjúkrunarrými fullnýtt í dag og biðlistar fyrir hendi og ef einstaklingur kemur inn með maka sínum gæti hann hugsanlega verið að taka pláss af öðrum sem þyrfti sannarlega á slíku rými að halda." Fréttablaðið sagði frá því í síð- ustu viku að hjón á Akureyri til 65 Afi viil auövitaö fá aö vera meö kon- unni sinni síóustu æviárin. Þaö er ómannúólegt aö taka þau í sundur á þennan hátt. Halla Ósk Haraldsdóttir, aðstandandi ára gætu ekki lengur búið saman vegna meints heilsuhreystis annars aðilans. Sama saga er uppi á ten- ingnum hvað varðar föðurforelda þeirra Höllu og Sigrúnar. „Afi vill auðvitað fá að vera með konunni sinni síðustu æviárin. Það er ómannúðlegt að taka þau í sundur á þennan hátt,“ segir Halla Ósk. „Hinsvegar er það svo að heilsan hans leyfir ekki að hann sé einn heima. Við hjálpum honum mjög mikið á hverjum einasta degi og höfum gert í noltkur ár. þau vilja búa saman en geta það ekki." Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir viðlíka mál hafa komið áður upp og muni koma upp í framtíðinni aftur þar sem hjón fái ekki sameiginlega vist á öldrunar- heimili sökum hraustleika annars aðilans. „Stjórnvöld verða að sjá vandann og gera allt sem hægt er til að fjölga öldrunarrýmum í landinu og komast hjá svona málurn," segir Pétur. „Við á Hrafnistu höfum reynt að hafa íbúðir á leigu fyrir maka ein- staklinga nálægt Hrafnistu þannig að við tryggjum að hjón geti verið saman yfír daginn." Sigrún Elín segir þessa stöðu valda sér vanlíðan flesta daga. „Ég sit heima grátandi, veit ekki hvern- ig þetta fer og í hvorn fótinn ég á að stíga og við hvern eigi að tala. Að horfa upp á afa og sjá hann í van- líðan heima í óvissu um framtíð sína og geta ekki haldið í hönd konu sinnar þegar honum hentar," segir Sigrún. sveinn@frettabladid.is jeep.is QDDDDDD FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn jeppi meö frábæra aksturseiginleika. Sjálfskiptur 9 þrepa 2,2 I dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl Eyðsla 5,7 L/100 km* Verð frá 6.990.000 kr. Komdu og reynsluaktu. Umboðsaðili Jeep á íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.