Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 32
32 LIFIÐ • FRETTABLAÐIÐ 10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Svipta hulunni af íslenskri jaðartónlist Þær Kinnat Sóley Lydon og Sólvelg Matthildur Kristjánsdóttir eru stofnendur nýs íslensks tímarits um íslenska jaðartónlist en þær eru sammála um að jaðartónlistarsenan á íslandi fái ekki verðskuldaða athygli. yrsta tölublaöiö er enn- þá í vinnslu en viö erum núna aö einbeita okkur aö söfnuninni og kynn- ingu á tímaritinu. Þaö skemmtilegasta er hvaö fólk er jákvætt og tilbúið aö vinna með okkur! Þaö erfiðasta er aö ná aö skipuleggja tímann sinn rétt, en viö erum búnar aö vera í fullri vinnu/ skóla seinustu mánuöi," segirgrafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon um tímaritiö MYRKFÆLNI sem hún eraö gefa út ásamt tónlistarkonunni Sól- veigu Matthildi Kristjánsdóttur. Kinnat og Sólveig eru báðar búsett- ar í Berlín. Spurðar út í hvort þaö sé ekkert erfitt aö fjalla um íslenska tónlistarsenu þegar þær eru búsettar erlendis svara þær neitandi. „Sólveig hefur verið að skipuleggja tónleika og hátíöir á íslandi síðan við fluttum til Berlínar, ásamt því að ferðast til íslands til að koma ffam en hún er í hljómsveitinni Kælunni Miklu. Svo er mikið á netinu um nýjar útgáfur og viðburði þannig að maður kemst ekki hjá því aö vita hvað er í gangi. Okkur finnst það vera mikill kostur að vera búsettar í Berlín með þetta verk- efni, bæði auðveldar það okkur að fá íslenskar hljómsveitir til að koma út og spila, ásamt því að vera betur tengdar við jaðarsenumar í Evrópu, það er ekkert mál að taka bara 20 evm flug á hátíðir. Svo er prentið líka ? ;«3 m . Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur eru að gefa út tímaritið MYRKFÆLNI. mm MED HVERJU TÖLU- BLAÐIVERÐUR GERÐ SAFNPLATA MEÐ NÝRRIÍS- LENSKRIJAÐARTÓNLIST. ódýrt," segir KinnaL En þó að prentið sé tiltölulega ódýrt í Berlín kostar útgáfan samt sitt. „Til þess að safna pening fyrir prent- og dreifingarkostnaði á fyrstu útgáfu ákváðum við að stofha söfnun á Karo- linafund þar sem fólk getur styrkt oldrur með kaupum á fýrsta tölublaði tímaritsins, ásamt því að kaupa aug- lýsingar í blaðinu," segir Kinnat og bendir fólld á að skoða Facebook-síðu tímaritsins MYRKFÆLNI til að nálgast upplýsingar um söfnunina. Það krefst vissulega mikillar vinnu að gefa út tímarit en þær segja þá stað- reynd að þær séu vinnualkar koma sér vel. „Það mætti segja að við séum stundum svokallaðar „workaholics". En það er bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að taka að sér svona a—a MHJHH|Hfl|HBflMHEflBHHBHfl| _ ^ Það borgar sig að vera hjá 365 iPhone7 Á FRÁBÆRU VERÐI iPhone 7 Jet Black /128 GB 99.990 kr, Fullt verð: 134.990 kr. stgr verkefni. Það er auðvitað mikill kostn- aður fólginn í því að gefa út tímarit en við höldum í „do it yourself ‘ hugs- unarháttinn og fáum milda hjálp frá öðmm. Við emm búnar að fá marga til að slcrifa og ljósmynda fyrir tíma- ritið." Spurð út í innihald tímaritsins segir Kinnat: „Megin áherslan verður á umfjöllun um íslensku jaðarút- gáfufyrirtækin í samstarfi við okkur. I tímaritinu verða svo m.a. viðtöl við listamenn, sögur frá tónlistarmönn- um á tónleikaferðalögum, umsagnir og almennar vangaveltur um tónlist. Með hverju tölublaði verður gerð safnplata með nýrri íslenskri jaðar- tónlist sem tengist efni tölublaðsins.“ Dreifa tímaritinu um allan heim „Fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintölcum en af þeim verður 250 eintökum dreift til 50 borga um allan heim. Einnigverðurtímaritið til sölu á Bandcamp-síðu MYRKFÆLNI og á tónleilcum og tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn," segir Kinnat sem ætlar að gera sitt besta til að brúa bilið á milli jaðarsenunnar á íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Kinnat hefúr orðið vör við að fólk sé sammála þeim Sólveigu um að það sé skortur á umfjöliun um íslenska jaðar- tónlist. „Við erum búnar að fá ótrúlega jálcvæð viðbrögð við verkefninu." gudnyhronn@365.is GLÆSILEGUR KAUPAUKI AÐ VERÐMÆT115.000KR. - Mánaðaráskrift af Fjölvarpi Veröld - Inngöngutilboð í GSM áskrift hjá 365 -Tvönýjustu GLAMOUR tímaritin Tilboðið gildir í verslun 365, Skaftahlíð 24 og útibúi okkar í Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.