Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 16

Fréttablaðið - 10.04.2017, Page 16
9 10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Gieðin var við völd hjá Stjörnustúlkum er þær fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir magnaðan sigur á Fram í Safamýrinni. fréttablaðíð/andri Viö erum eldd orönar saddar Stjarnan er deildarmeistari kvenna í handbolta eftir magnaöan sex marka sigur á Fram. Garöbæingar eru því búnir aö vinna tvo stóra titla í vetur en Stjörnustúlkur eru eldd hættar og ætla sér meira. Helena sækir hér að marki Fram um helgina. fréttablaðið/andri HANDBOLTI Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjömunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistara- titilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir loldn en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti h já okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var ldár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir," segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leildnn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Vió náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæptfrekar en allan leikinn. Vömin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lolca- markinu." Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla Ieið. Ég hef ekki enn unnið fslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjömulið svonagott? Mikil breidd „Við emm með rosalega góðan mann- skap og milda breidd. Eigum tvo ffá- bæra markverði. Vömin hefúr verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð ldár í að koma af bekknum." Stjaman mætir Gróttu í undanúr- slitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár i röð í úrslitum íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur. Nóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eigin- lega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í oklcur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram," segir Helena en Stjarnan og Fram vom yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkertgefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjaman og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapaö gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erf- iðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjáokkurengull." Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefúr sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjömu- liðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjömu- kvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefhan. Ég hef bætt leikskiln- inginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari ogfarin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta lands- liðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tældfæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum." Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna íslands- meistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna íslandsmeistaratitilinn núna.“ henry@frettabiadid.is Hamilton fagnar. nordicphoto/Getty Hamilton var fyrstur í mark Fi Önnur keppni ársins í Formúlu 1-kappakstrinum fórfram í Kína um helgina. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes varð fyrstur í mark eftir að hafa leitt frá upphafi. Sebastian Vettel kom annar í mark á Ferrari-bíl sínum og Red Bull-ökumaðurinn, Max Verstap- pen, varð þriðji að þessu sinni. Hamilton og Vettel eru því efstir og jafnir í keppni ölcuþóra eftir fyrstu mótin. Verstappen er þriðji. Miðað við byrjun keppnistíma- bilsins þá stefnir í mikið einvígi á milli Hamilton og Vettel. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir framhaldinu því þessi barátta við Ferrari er raunveruleg. Þetta verður gaman," sagði Hamilton og er greinilega hæstánægður með mót- spyrnuna frá Ferrari-mönnum. Vettel var noklcuð sáttur en sagð- ist hafa verið óheppinn er öryggis- bíllinn lokaði hann inni og setti hann í pakkann í stað þess að geta ekið Hamilton uppi. „Eftir að ég losnaði úr lestinni náði ég að gera þetta spennandi og efhlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi hefði éggetað veitt Hamil- ton enn meiri keppni. Það kemur," sagði Vettel.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.