Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.04.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR • FRÉTTABLAÐIÐ 10. APRÍL 2017 MÁNUDAGUR Foreldrar Birnu krefjast tugmilljóna miskabóta dómsmáL Foreldrar Birnu Brjáns- dóttur krefjast samtals rúmlega 21 milljóna ltróna í miskabætur frá Thomasi Möller Olsen sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Að auki er þess krafist að Thomas greiði 767 þúsund krón- ur fyrir útfararkostnað og jafnframt að hann greiði málskostnað. Ákæra gegn Thomasi verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er grunaður um að hafa veist að Birnu í Kia Rio-bifreið sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðar- höfn, og/eða á öðrum óþekktum stað, og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar og í framhaldi varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Þá er Thomasi Möller einnig gert að sök að hafa haft í káetu sinni í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq rúm 23 kíló af kannabisefnum sem hann Ákæra gegn Thomas Möller verður þingfest I dag. fréttablaðið/eyþór hugðist flytja til Grænlands í ágóða- skyni. Thomas hefur hingað til neitað að hafa orðið valdur að dauða Birnu en viðurkennt smyglið. - jhh Landsig vid jaröhita- virkjanir vekur athygli Eldgos og jaröskjálftar skilja eftir sig mikil ummerld. Þaö gerir landnýting manna einnig en landsig viö jaröhitavirkjanir sýnir þaö best. Vatnajökull rís og skýrist bæöi af þynningu hans og vegna kvikusöfnunar undir honum. Þrjú teymi mældu 150 punkta auk mæligagna frá um 100 föstum mælistöðv- um. Cæslan aðstoðaði þar sem þess þurfti með. myno/landmælincar íslands vÍsindi Endurmæling Landmæl- inga íslands (LÍ) sumarið 2016 á landshnitakerfi íslands leiddi í ljós ummerki eldgosa og jarðskjálfta, en jafnframt eru áhrif af landnýtingu manna eins og í kringum jarðhita- virkjanir eftirtektarverð. Landshnitakerfið hefur verið mælt tvisvar áður með GPS-tækni, fyrst árið 1993 og svo aftur árið 2004, en frá verkefninu segir i nýj- ustu ársskýrslu LÍ. Guðmundur Valsson, mælinga- verkfræðingur hjá LÍ, bendir á að frumniðurstöður mælinganna lágu fyrir í lok desember; landið rekur í sundur með mjög jöfnum hraða eða um einn sentimetra á ári í hvora átt - nokkuð sem lengi hefur verið vitað. Landshnitakerfið hefur verið mælt tvisvar áður með GPS-tækni, fyrst árið 1993 og svo aftur árið 2004 og frá síðustu mælingu má sjá hvar mest hefur gengið á í náttúru íslands. Hreyfingar í kringum upp- tök Suðurlandsskjálftanna 2008 eru til dæmis allt aðrar en víðast hvar annars staðar á landinu. „Þetta voru 40 sentimetrar sem gliðnunin varð í skjálftunum á milli Selfoss og Hveragerðis," segir Guðmundur en hreyfingar norðan Vatnajökuls skera sig nokkuð úr við mælingarnar nú, en þar má merkja áhrifeldgossins í Holuhrauni 2014- 2015. Má nefna gliðnun upp á 60 sentimetra við Kverkfjöll en tals- verðar hæðarbreytingar hafa einnig orðið á þessu 12 ára tímabili á milli mælinga. Þar má m.a. nefna ris á Vatna- jökli og umhverfis hann og má leiða líkur að því að þar séu að koma fram áhrif þynningar jökulsins en einn- ig aukinnar kvikumyndunar undir honum. Mest mældist risið í Jökul- heimum eða um 40 sentimetrar. Til Áratugur líóur milli mælinga • Landshnitakerfið er grunn- kerfi i öllum nákvæmum mælingum á landinu. • Það er notað t.d. við fram- kvæmdir, nákvæma kortagerð eða vöktun eldfjalla. • Mældir voru um 150 punktar sérstaklega. Auk þess voru notuð mæligögn frá um 100 föstum mælistöðvum. • Landshnitakerfið hefur verið mælt tvisvar áður með GPS- tækni, fyrst árið 1993 og svo aftur árið 2004. samanburðar var risið þar á tímabil- inu 1993 til 2004 helmingi minna. „Það sem er merkilegt er að það virðist vera mikið landris í og við Vatnajökul almennt - sést það greinilega við Svlnafell í Öræfum og nálægt Hala í Suðursveit, svo dæmi sé tekið," segir Guðmundur sem segir jafnframt áhugavert að skoða mikið landsig í kringum helstu jarð- hitavirkjanir landsins - bæði við Hellisheiðarvirkjun og á Reykjanesi - en þar nemur sigið einum senti- metra á ári, eða 18 sentimetra síðan 2004 þegar það mældist mest. „Ég skoðaði mælingar sem Orku- stofnun gerði í kringum árið 2000 og þá var ekki þetta sig, sýndist mér. Það verður athyglisvert hvað gerist í Þeistareykjum eftir að vinnsla hefst þar, við erum með mælipunkt þar nálægt svo það er nærtælct." Hæðarbreytingar meðfram ströndinni vöktu einnig athygli vís- indamanna, þar sem þærgeta ýmist unnið með eða gegn áhrifum hækk- andi sjávarborðs, en þær eru greini- legastar á Reykjanesi. svavar@frettabladid.is TIL afgreiðslu STRAX! ALVORU ATVINNUBÍLL Dacia Dokker VERÐ: 2.340.000 Kr. VERÐ ÁN VSK: 1.887.096 Kr. Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,51,90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,51 í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. GE bilar Bilasalan Bílás • Reykjanesbæ Akranesi www.gebilar.iswww.bilas.is 420 0400 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri wwW.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IBehf. BL söluumboð Selfossi Vestmannaeyjum www.ib.is 481 1313 480 8080 862 2516 BLehf Sævarhöfða 2/110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.