Fréttablaðið - 10.04.2017, Side 20

Fréttablaðið - 10.04.2017, Side 20
Merkisatburöir 837 Haley hala- stjarnan flaug framhjá jörðinni í um 5,1 millj- ón kílómetra flarlægð. Hún hafði og hefur aldrei verið svo nærri plánetunni. 1656FeðgarnirJón Jónsson eldri ogJón Jónsson yngri.frá Kirkjubóli í Skutuls- firði, voru brenndir á báli fyrir galdra eftir kæru síra Jóns Magnússonará Eyri. 1710 Fyrstu lög sem varða höfundarrétt tóku gildi í Bretlandi. 1815 Eldgos hófst ífjallinuTambora á Indónesiu. Cosið hófstmeð hvelli, sem heyrðist í 2.000 kílómetra f|arlægð, og stóð yfir i þrjá mánuði. Minnst 71.000 fórust vegna gossins ogafleiðingar þess mátti merkja í loftslagi næstu tvö árin. 1870 Vladimir Lenín fæddist. 1886 Magnús Stephensen skipaður landshöfðingi. 1912 Titanic leggur upp í jómfrúarsiglingu sína frá Sout- hampton. Skipið náði aldrei á leiðarenda en það sökk eftir að hafa siglt á ísjaka fimm dögum síðar. Af 2.224 um borð fórust 1.514. 1925 The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald kom út fyrsta sinni. 1933 Togarinn Skúli fógeti strandaði skammt frá Grindavík. Meðlimir Þorbjörns í Grindavík björguðu 24 mönnum með fluglínutækjum. Tólf höfðu farist áður en björgunarmenn barað strandstað. 1940Alþingi fól rikisstjórninni konungsvald eftirað Þjóð- verjar hernámu Danmörk. 1957 Súez-skurðurinn opnar á ný eftir að umferð um hann hafði verið stöðvuð í þrjá mánuði. 1962 Stuart Stutcliffe, fyrri bassaleikari Bítlanna, lést aðeins 21 árs að aldri. Hann hafði fengið slagæðargúlp í heila. 1970 Paul McCartney sagði skilið við Bítlana. Lenín fæddist þennan dag + Ástkærfaðirokkarogafi, Gunnlaugur Gunnlaugsson Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsflarðarkirkju miðvikudaginn 12 apríl kl. 14.00. BirkirGunnlaugsson Ágústa Gunnlaugsdóttir Dalla Gunnlaugsdóttir og barnabörn. + Föðursystirokkar, Rannveig Magnúsdóttir frá Völium á Kjalarnesi, Sléttuvegi 13, andaðist á Vífilsstöðum 27. mars. verðurjarðsunginfrá Lágafellskirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Grensáskirkju eða liknarfélög. Jóhann Ólafsson Sigrún Ólafsdóttir Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangió timamot@365.is. Auglýsingar á aö senda á auglysingar@frettabladid.is eöa hringja í síma 512 5000. T mmsgsm Svanur í hópi nemenda sem sátu siðustu kennslustund hans. Þær eru orðnar ansi margar enda kenndi Svanur i tæp 44 ár og kom að stofnun stjórnmálafræðideildarinnar. mynd/tómas cudjónsson Aldrei ásakaöur um aö halda uppi áróöri í tímum Tæplega hálfrar aldar ferli dr. Svans Kristjánssonar sem háskólakennari lauk í liðinni viku. Nemendur síöustu kennslustundar heiðruðu lærimeistara sinn á tímamótunum. Prófessorinn segir að á ferlinum hafí hann reynt eftir fremsta megni aö vera fyrirmynd. að er ekki hægt að lýsa því á annan veg en að ég hafi verið hrærður," segir stjórn- málafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson. Síðasta kennslustund Svans var í liðinni vilcu en nemendur hans mættu með konfekt, blóm og bakkelsi í tilefni af tímamótunum. Ferill Svans sem kennari spannar hátt í hálfa öld. Hann nam stjórnmálafræði vestanhafs í Bandaríkjunum, í Minne- sota og Illinois, en hóf aö kenna sam- hliða doktorsnámi. Síðar kenndi hann við Háskóla íslands í tæp 44 ár. „Það sem mér þykir vænst um, eftir allan þennan tíma, er að ég hef aldrei verið ásakaður um það á mínum ferli að vera með áróður í tímum," segir Svanur. „í háskóla eru nemendur að læra fagleg vinnubrögð. Átti ég að ætlast til þess að nemendur stunduðu þau ef ég gerði það elcki sjálfur í tímum? Það að vera fyrirmynd er ekki besta leiðin til að hafa áhrif á fóllc, það er eina leiðin." Prófessorinn segir að hann hafi í gegnum tíðina reynt að vanda sig og vera öðrum til eftirbreytni. Það hafi meðal annars skilað sér í því að þegar gamlir nemendur hitta hann á förnum vegi sýni þeir honum þakklæti og þylji jafnvel línur úr lcennslustundum. Upphaflega ætlaði Svanur aö nema lögfræði og einhvern tímann hafði hann hug á aö fara í stjórnmál sjálfur. Hins vegar endaði hann á því að starfa bak við tjöldin. Meðal annars tók hann þátt í stofnun R-listans sem kom Sjálf- stæðisflokknum úr meirihluta í borginni árið 1994 þar sem hann hafði setið nær óslitiðfrá 1932. „Við töluðum um það 1986 að sam- eina alla flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum, og hafa Ingibjörgu Sól- rúnu sem borgarstjórakandídat. Það tók átta ár því það var innbyggt í vinstri menn að þeir væru lúserar sem stæðu í biðröð eftir því að vinna með Sjálf- stæðisflokknum. Það þurfti að gera þá að vinningsliði," segir Svanur. Meðal liða í þeirri uppbyggingu var tímaritið Þjóðlíf sem lcom út á níunda áratugnum. Árið 1986 birtist í því grein eftir Svan sem heitir Valdið og borgin og var að sögn prófessorsins hugmynda- fræðilegur grundvöllur R-listans. „í umræðunni er alltaf verið að rugla saman hlutlægni og hlutleysi," segir Svanur. „Stjórnmálafræðingur á ekki að vera hlutlaus. Stjórnmálafræöingur sem ann eldd lýðræðinu hann er einskis virði. Þú átt að hafa þin gildi á hreinu. Ef þú hefur þau ekki á hreinu og stendur eklci með lýðræðinu þá brotnar allt. Andvaraleysið kostar." johannoli@frettab!adid.is ÞETTA GERÐIST 10. APRÍL 2010 Flugvél forseta Póllands fórst í Rússlandi Sjö ár eru liðin frá því að flugvél með Lech Kaczynski og92 önnurpólskfyrirmenni innanborðs hrapaði skammtfrá herflug- vellinum í Smolensk í Rússlandi. Enn i dag er deilt um flugslysið. Forsetinn var á leið til Katyn I Rúss- landi þar sem minnast átti fjöldamorða Jósef Stalín á 20 þúsund yfirmönnum í pólska hernum. Skyggni við flugvöllinn var lítið og lækkuðu flugmennirnir flugið of snemma og enduðu utan brautar. Eða það var niðurstaða rússneskrar rannsóknar- nefndar. Meðal þeirra sem voru um borð má nefna fyrrverandi forseta Póllands, Ryszard Kaczorowski, fjölda yfirmanna úr pólska hernum, seðlabankastjórann og átján þingmennaf pólska þinginu. Bæði pólskog rússneskyfirvöld hafa rannsakað hvað það var sem grandaði vélinni en enn hefur ekki fengist niður- staða í málið. Meðal þeirra sem hafa dregið þá niðurstöðu i efa að flugmönn- um vélarinnar hafi verið um að kenna er Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróðir Lech og þáverandi forsætisráðherra Póllands. Telur hann að sprengja hafi grandað flug- vélinni. í nóvember í fyrra voru likforseta- hjónanna grafin upp til að unnt væri að rannsaka þau fremur. Hið sama var gert við önnur fórnarlömb slyssins. Aðgerðin þótti umdeild enda höfðu ekki allir aðilar samþykktgjörninginn. Enn hefurekki fengist botn í málið. v

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.