Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.04.2017, Qupperneq 14
14 ' FRÉTTABLAÐIÐ 10. APRI'L 2017 MÁNUDAGUR Meira en heimingi alirar físk- ogsjávardýranevslu í heim- inuni er inætt ineó fískeidi. Fiskeldi í heiminum er í sókn HwrK. formaður Landssam- bandsfiskeldis- stöðva ífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Frétta- blaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. t þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fískeldi hefúr það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vax- andi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel- og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfrarn má telja. Mis- munandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverjufandi oghverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk- og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heim- inum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða mál- tíða á ári. Framleiðsluverðmætið erum lOmilljarðar dollara, 1.1100 milljarðar íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofn- anir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli. MMMW9I8M8H FRÁBÆR GRILL ATILBOÐJ TIL 13.APRIL barbccook SPRING 300 3 ryðfríir brennarar, samtals 11,4 kW/h. Grillflötur er 3 x (21 x 43) cm. Emileraðar grillgrindur tryggja endingu. Rafstýrður uppkveikju- rofi, svart eða kremað lok. 39.995 50686930-1 Almennt verð: 49.995 kr. kr. Q3200 2 ryðfríir brennarar, samtals 6,35 kW/h. Grillflötur er 63 x 45 cm. Glerungshúðaðar grillgrindur úr pottjárni. Hitamælir í loki. Rafstýrður uppkveikjurofi, Ijós i handfangi, grátt lok. 73.995 50650021 Almennt verð: 82.995 kr. kr. AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND BYKO Aö byrja á öfugum enda Rr^nA< Shj. biörssdöttir formaður Landssamtak- anna Þroska- hjálpar ÁrnlMéls fona-ison framkvæmda- stjóri Lands- samtakanna Þroskahjálpar ví hefur oft verið haldið fram að Island sé svona reddara- samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hug- myndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfir- leitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitt- hvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skyn- samlegum rölcum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir röloim trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingils- hátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu Iostnir og setji hljóða hve- nær sem komið er að kjarna máls. I stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorlculífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátt- töku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð mark- mið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt redd- inganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, mark- vissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutæki- færi á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæri Það er mikið áhyggjuefni því að blá- köld staðreyndin er sú að atvinnu- tækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnu- veitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tæki- færi og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjan- legur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með þvi að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánar- bætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjómina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipu- lega að tryggja aukin atvinnutæki- færi fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórn- völd að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu við- eigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúð- rast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélags- ins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Fátælct barna er vanræksla stjórnvalda MsignEt |ulia Ra&isdóttir verkefnastjóri hjá Barna- heillum-Save the Children á íslandi m áratugaskeið hefur alþjóð- samfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að upp- ræta fátækt og auka jöfnuð. Evr- ópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fýrir að að minnsta kosti 20 milljónum bama í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri ein- angrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% bama verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2050 og ójöfnuður minnkaður. Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættan- leg. Sífellt þarfþó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangr- un. Þetta eru rúmlega 25 milljónir bama. Ekkert Evrópuland er laust við bamafátækt og lítið hefúr þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Vel- megun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott Iíf. Afleiðingar •• Samkvæmt skýrslunni er ís- iand eina iand Nordurianda jnir sein börn eiga frekar á hættu aö búa vió fátækt en fuiiorönir, sem gefur vís- bendingu um aö fórgangs- rööun sé ekki í þágu barna og fjöiskyklna þeirra. efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekld trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöð- ugur niðursloirður varð á ffamlögum til menntunar ffá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau böm sem em hve verst stödd verða enn ffekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Böm sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áffam við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og ffamtíð- arhorfúr og þau standa höllum fæti. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fýrir að á íslandi sé jöfhuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11 % full- orðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 böm. Það er algjörlega óásættanlegt í landi þar sem stjórnvöld berja sér á brjóst vegna mikils hagvaxtar og efnahagslegs uppgangs. Samkvæmt skýrslunni er ísland eina land Norð- urlanda þar sem böm eiga ffekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir, sem gefur vísbendingu um að for- gangsröðun sé ekki í þágu bama og fjölskyldna þeirra. Flest ríki heims hafa undir- ritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur einnig verið lögfestur á íslandi. Samkvæmt sátt- málanum eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, að njóta besta mögu- legs heilsufars og á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ekki má mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða foreldranna, svo sem vegna efnahags. Og minn- umst þess að börn bera ekki ábyrgð ástöðu sinni. Barnasáttmálinn kveður jafn- framt á um ábyrgð og skyldur stjóm- valda um að uppfýlla ákvæði hans. Stjórnvöld sem koma ekki í vegfýrir að börnum sé mismunað vegna efnahags foreldra og tryggja ekki að ekkert barn þurfi að búa við fátækt eru að vanrækja skyldur sínar. Nú er lag stjórnvöld, nú er ekki kreppa og ekki hægt að nota slíkt sem afsökun fyrir að verja ekki auknu fé til málefna barna. Nú þarf að skila til baka því fjármagni sem skorið var niður vegna efna- hagskreppunnar. Styrkja þarf grunnþjónustu við börn, mennta- og velferðarkerfið, tryggja gjald- frjálsan grunnskóla, að öll börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á án endurgjalds og tryggja fjölskyidum sem eiga á hættu að búa við fátækt viðunandi framfærslu og örugga búsetu. Lengja þarf fæðingarorlof í 12 mánuði og tryggja öllum börnum þroskandi umhverfí að því loknu fram að grunnskóla. Barnaheill - Save the Children á íslandi hafa ítrekað skorað á stjóm- völd að gera áætlanir sem byggja á réttindum barna og skilningi á stöðu þeirra og þörfum og standa við skuldbindingar sínar. Bamaheill skora enn og aftur á stjórnvöld að forgangsraða í þágu velferðar bama og líta á fjármagn í þágu barna sem fjárfestingu. Slík fjárfesting skilar oklcur betra, heilbrigöara og ham- ingjusamara samfélagi til langs tíma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.