Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 36
Frumgreinanám Háskólans í Reykjavík er undirbúningur fyrir háskólanám. Þegar nem
endur sækja um velja þeir háskóla
grunn miðað við það háskólanám
sem þeir stefna á í framhaldinu.
Eins geta þeir sem hafa lokið stúd
entsprófi bætt við sig einingum í til
dæmis stærðfræði og raungreinum
í viðbót við stúdentspróf. Frum
greinanámið er eingöngu kennt
í staðarnámi. Það var áður eitt
og hálft til tvö ár, en hefur nýlega
verið stytt í eitt.
Langaði í byggingartækni
fræðina
Nemendur í frumgreinanámi
koma úr ýmsum áttum og eru
á öllum aldri. Þau Grétar Þór
Þorsteinsson og Marta Kristín
Jósefsdóttir ljúka bæði námi í
vor og bera því vel söguna. „Ég
útskrifaðist sem smiður árið 2009
en kláraði ekki viðbótarnám til
stúdentsprófs á sínum tíma. Ég hef
verið að vinna síðan en langaði að
fara að gera eitthvað meira. Ég var
mjög heillaður af byggingartækni
fræðinni í HR og fór að leita leiða
til að komast inn. Ég féll fljótt fyrir
frumgreinadeild HR og því að geta
klárað það sem ég átti eftir til stúd
entsprófs á einu ári,“ segir Grétar.
Aðspurður segir hann um að
ræða fullt nám. „Það er talsverð
pressa en mér hefur fundist þetta
mjög skemmtilegt og öll umgjörð
til fyrirmyndar. Styttingin er líka
ákveðin gulrót, enda sérðu fljótt
fyrir endann á náminu.“
Grétar segir nemendur geta fengið
ýmsa áfanga metna en því meira
sem þeir fá metið því minna er
álagið.
Kominn inn í háskóla
umhverfi
Öll kennsla fer fram í HR. „Þann
ig ert þú kominn inn í háskóla
umhverfi og hefur aðgang að sömu
þjónustu og aðstöðu og aðrir
nemendur HR. Það finnst mér
mikill kostur,“ segir Grétar. Hann
er líka ánægður með kennarana.
„Þeir eru vel menntaðir og mjög
auðvelt að nálgast þá. Þá hefur
myndast góður andi og samstaða
í bekknum mínum og við lærum
mikið saman.“
Í heildina eru fimm bekkir í
frumgreinadeildinni og um tuttugu
nemendur í hverjum. Aðspurður
segir Grétar skólagjöldin í kringum
140 þúsund á önn. Nemendur sem
ná afburða árangri eiga þess svo
kost að fá skólagjöldin niðurfelld,
eins og aðrir nemendur HR. Grétar
náði þeim árangri á síðustu önn og
slapp við skólagjöld. Hann segir
kerfið hvetjandi og gaman að hafa
náð þessum árangri. Hann er þegar
kominn inn í byggingartækni
fræðina, með fyrirvara um að hann
ljúki námi í frumgreinadeild, og
hlakkar til framhaldsins.
Stefndi alltaf að því að klára
Marta Kristín kláraði ekki stúd
entspróf á sínum tíma en var alltaf
með það á stefnuskránni. „Ég hef
verið meira og minna í fæðingar
orlofi síðustu ár og fór eiginlega
beint úr því að vera heimavinn
andi í þetta nám. Eftir að hafa
skoðað mig um fannst mér frum
greinadeildin í HR stysta og þægi
legasta leiðin. Eins hafði ég heyrt
góða hluti um hana.“
Aðstaðan til fyrirmyndar
Marta segir námið hafa gengið
vel en að yfirferðin sé vissulega
hröð. „Þegar maður er kominn í
gírinn og hefur viljann að vopni
verður hins vegar allt auðveldara.“
Mörtu hefur líkað vel í náminu.
„Aðstaðan er til fyrirmyndar og
það er haldið vel utan um okkur.
Það hefur skapast góður andi
í bekknum mínum og ég mæli
sannarlega með þessu. Fyrir mína
parta myndi ég segja að það væri
þægilegra að gera þetta svona en
að klára stúdentspróf með hefð
bundnum hætti. Þú færð meiri
reynslu, ert inni í háskólaumhverfi
og græðir á því.“ Marta stefnir á
háskólanám í framhaldinu en segir
óákveðið hvað verður fyrir valinu.
Frumgreinanámið hefst að hausti
en umsóknarfrestur er til 15. júní ár
hvert. Kynningarfundur um námið
verður haldinn í HR 24. maí kl.
17.30. Allar nánari upplýsingar er að
finna á hr.is/frumgreinar
Þau Grétar og Marta eru saman í bekk, en bekkirnir í frumgreinadeildinni eru fimm. Þau segja góðan anda hafa skapast
í bekknum. MYND/ERNIR
Það er talsverð
pressa en mér hefur
fundist þetta mjög
skemmtilegt og öll
umgjörð til fyrirmyndar.
Styttingin er líka ákveðin
gulrót, enda sérðu fljótt
fyrir endann á náminu.
Grétar Þór Þorsteinsson
„Sumir héldu að ég væri gengin af göflunum að fara í nám á þessum aldri,“ segir
Nína, sem hefur aldrei séð eftir að hafa menntað sig meira. MYND/ANTON BRINK
Þegar Nína ákvað að hefja krefjandi háskólanám fimmtíu og eins árs að aldri
voru flestir jákvæðir en hún varð
líka vör við að fólki fyndist það
vera brjálæði. „Sumir héldu að ég
væri gengin af göflunum að fara í
nám á þessum aldri,“ segir Nína,
sem hefur aldrei séð eftir að hafa
menntað sig meira.
„Ég bjó úti á landi þegar ég var
ung og þar voru engir möguleikar
til menntunar. Ég flutti í bæinn
um fertugt og byrjaði á að fara í
diplómanám í opinberri stjórnun
og stjórnsýslu og hafði ekki hugsað
um að fara í frekara nám. Svo var ég
á haustfundi hjá Soroptimistum í
Munaðarnesi og við fengum kynn
ingu á Háskólanum á Bifröst. Þá
kviknaði eitthvað hjá mér. Ég féll
alveg fyrir staðnum og kennslu
aðferðunum og ákvað að sækja um
nám við skólann,“ rifjar Nína upp.
Hún fékk inngöngu og árið 2006
hóf hún nám í frumgreinadeild og
þaðan lá leiðin í viðskiptafræði. „Ég
útskrifaðist árið 2009 í miðju hruni
og atvinnumöguleikar flestra voru
af skornum skammti. Ég ætlaði
ekki í meistaranámið en segja má
að ég hafi verið lokkuð í það og
tveimur árum seinna var ég komin
með meistaragráðu í alþjóðafjár
málum og bankastarfsemi.“
Strembið í byrjun
Nína segir að eftir á að hyggja hafi
kannski verið nokkuð djarft að
hefja nám á þessum aldri en það
hafi gefið henni heilmikið per
sónulega. „Mér fannst dálítið erfitt
að byrja í skóla eftir að hafa verið
árum saman á vinnumarkaðnum.
Það var margt nýtt að læra og ekki
síður að koma sér i gírinn fyrir
háskólanám. Fyrsta önnin var
erfiðust og þá helst að koma sér
upp almennilegri námstækni. Ég
fann þó strax að námið hentaði
mér vel. Ég lærði heilmikið á tölvur,
en það var meira og minna allt
kennt í tölvum. Við nemendurnir
kynntumst vel og við gátum alltaf
leitað til kennaranna ef eitthvað
vafðist fyrir okkur.“
Námið byggðist á verkefnavinnu,
kynningum og prófum og segir
Nína að það hafði komið sér vel að
fá þjálfun í að standa fyrir framan
hóp af fólki og kynna verkefni.
Nína flutti að Bifröst þegar
hún hóf námið árið 2006 en flutti
aftur í bæinn 2009. „Maðurinn
minn varð bráðkvaddur þegar ég
var á síðustu önninni. Ég gekk í
gegnum mjög erfitt tímabil en ég
fékk mikinn stuðning frá samnem
endum mínum og kennurum, ekki
síst frá Ástu Dís Óladóttur, sem þá
var deildarforseti. Hún hvatti mig
áfram og ég hugsa að ég hefði bara
hætt hefði ég ekki fengið þennan
stuðning. Það var yndislegt að
finna þennan hlýhug í minn garð,“
segir Nína.
Fjarnám er bylting
Hún tók meistaranámið í fjarnámi.
„Mér finnst þessi tækni algjör
bylting, sérstaklega fyrir fólk á
landsbyggðinni. „Mér finnst frá
bært að fólk geti náð sér í menntun
í fjarnámi, jafnvel meðfram vinnu,
og þurfi ekki að flytja landshluta á
milli ef það hyggur á nám.“
Að námi loknu gekk Nínu í
fyrstu ekki sérlega vel að finna
vinnu við sitt hæfi. Hún sótti um
fjölda starfa án árangurs en vann
svo um tíma í Fríhöfninni. „Síðan
fékk ég vinnu hjá VIRTUSbókhaldi
og ráðgjöf og líkar það vel. Þegar
ég lít til baka er ég mjög sátt við
að hafa farið í nám og er sannfærð
um að það hafi gert mikið fyrir
mig, bæði hvað atvinnu snertir og
persónulega, ekki síst til að efla
sjálfstraustið. Ég mæli með að fólk
fari í nám, hafi það tök á því.“
Fór í nám á sextugsaldri
Nína Kristjánsdóttir var fimmtíu og eins árs þegar hún hóf háskólanám í
viðskiptafræði. Fimm árum síðar státaði hún af meistaragráðu.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Sumir héldu að ég
væri gengin af
göflunum að fara í nám á
þessum aldri.
Framhald af forsíðu ➛
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . m A í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-9
1
C
4
1
C
D
9
-9
0
8
8
1
C
D
9
-8
F
4
C
1
C
D
9
-8
E
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K