Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 28
4. september 2013 James Comey verður yfirmaður alríkislögreglunnar (FBI). barack Obama, þáverandi forseti, skipar hann í embættið. 2. mars 2015 The New York Times greinir frá því að Hillary Clinton, síðar forseta- frambjóðandi Demókrata, hafi notað einkatölvupóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. 24. Júlí 2015 Upp kemst að leyniskjöl hafi verið geymd á hinum óörugga póstþjóni. Málið er sent til alríkislögreglunnar til rannsóknar. 4. ágúst 2015 The Washington Post greinir frá rannsókn FBI. 27. Júní 2016 loretta lynch, þá dómsmála- ráðherra, fundar með bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmanni Hillary, um borð í einkaþotu. Þau neita því síðar að hafa rætt rannsóknina. 1. Júlí 2016 lynch tilkynnir að hún muni sam- þykkja meðmæli FBI hvað varðar mögulega ákæru í málinu. 5. Júlí 2016 Comey tilkynnir á blaðamannafundi að hann mæli ekki með ákæru á hendur Clinton. Hann segir þó að hún hafi verið „gífurlega kærulaus“. 7. Júlí 2016 Comey ítrekar fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að Clinton hafi ekki brotið lög. Júlímánuður 2016 FBI hefur rannsókn á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosn- ingabaráttunni, meðal annars mögulegum tengslum við aðila í herbúðum Donalds trump, sem átti eftir að vinna kosning- arnar. 28. september 2016 Comey segir fyrir dómsmálanefnd þingsins að hann hyggist ekki hefja rannsókn á máli Clinton á ný. 28. Október 2016 Comey tilkynnir í bréfi til þing- manna að FBI rannsaki nýfundna tölvupósta, tengda máli Clinton, sem fundust á tölvu anthonys Weiner, fyrrverandi þingmanns. 6. nóvember 2016 Comey segir að yfirferð yfir hina nýfundnu tölvupósta sé lokið. Niður- staða rannsókn- arinnar hafi ekki breyst. 8. nóvember 2016 Donald trump sigrar í forseta- kosningum. 12. nóvember 2016 Clinton kennir Comey um tap sitt þegar hún hringir í stuðningsaðila framboðs síns. 13. nóvember 2016 Í viðtali við 60 Minutes segist trump ekki hafa ákveðið hvort hann muni reka Comey. 9. Desember 2016 Obama fer fram á að leyniþjónustustofnanir rannsaki áhrif Rússa á kosningarnar. 6. Janúar 2017 Leyniþjónustustofnanir skila skýrslu sem í segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, minnka sigurlíkur Clinton og þar með stuðla að sigri trumps. 10. Janúar 2017 Upplýsingamálanefnd öldunga- deildar þingsins tilkynnir um óháða rannsókn á skýrslu leyni- þjónustustofnananna. 20. mars 2017 Comey segir fyrir upplýsingamála- nefnd fulltrúadeildarinnar að FBI rannsaki hvort framboð trumps hafi unnið með Rússum í kosninga- baráttunni. 27. apríl 2017 rod rosenstein verður aðstoðar- dómsmálaráð- herra. 2. maí 2017 Hillary Clinton segir í viðtali við CNN að Comey hafi kostað hana sigurinn. Hún segir að ef kosið hefði verið 27. október hefði hún unnið. 3. maí 2017 Comey ver starfshætti sína fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar- innar. Hann segir að það veki honum ógleði að hann hafi mögu- lega haft áhrif á úrslit kosninganna. 9. maí 2017 Comey er rekinn. Comey, tölvupóstarnir og Rússland Comey sver embættiseiðinn. Það var barack Obama sem skipaði hann í embætti. nOrDiCpHOtOs/aFp Comey er hann kom fyrir þingnefnd. nOrDiCpHOtOs/aFp JEPPADEKK Í MIKLU ÚRVALI 590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkis-lögreglunnar (FBI) í Banda-ríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í til- felli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrver- andi forsetaframbjóðanda Demó- krata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóst- málið valdið Comey meiri vand- ræðum en Rússamálið. Stuðnings- menn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forseta- frambjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demó- kratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forseta- embættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forseta- kosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schu- mer, leiðtogi Demókrata í öldunga- deild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta. Snörp skoðanaskipti Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is um James Comey Fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum hefur verið umdeildur um nokkurra mánaða skeið. Báðir flokkar hafa hampað honum og hatað. Ákvörðun Banda- ríkjaforseta um að reka hann í vikunni hefur þó valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs. 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -5 B 7 4 1 C D 9 -5 A 3 8 1 C D 9 -5 8 F C 1 C D 9 -5 7 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.