Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Page 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Page 7
5. undlr dómstálana. Tekiö er fram, að löggiltir endurskoðendur sæti sömu viðurlögum fyrir brot í starfi sem sýslunarmenn og þelr megi eigi hafa fleiri aöstoðamenn en svo, að þeir geti fylgzt nákvaamlega með starfi þelrra og þeir beri fulla ábyrgð á störfum aðstoöarmannanna. Lög nr. 9/1926 voru numin ur gildi með lögum nr. 89/1953 um löggilta endurskoðendur. Er þar gerð nokkur grein fyrir hvernig skuli hagað menntun löggiltra endurskoðenda. í 6. grein segir að lögglltlr endurskoðendur hafi réttindi og skyldur opinberra sýslunamanna, þar á meðal þagnarskyldu. Samkv. 8. gr. eru löggiltir endurksoðendur skyldaðir til að tllkynna ráðherra á hvaða stöðum þeir reki skrifstofur. Þá er svo boðið í 9- gr., að ákveði dómari, að endurskoðun bóka eða reikninga skuli fram fara, skuii til þess starfs kveð.ja löggiltan endurskoðanda ef hans sé kostur. í 10. gr. segir, að ráðherra ákveði, að fengnum tillögum stjórnar, félags löggiltra endurskoðenda, hvort enaurskoðendastarf sé samrýmanlegt öðru starfi eða starfrækslu fyrirtækis. Samkv. lögum þessum var sett reglugerð nr. 217/1953 og fjallar III. kafli þeirrar reglugerðar um réttindi og skyldur löggiltra endurskoðenda. í reglugerðarákvæðum þessum er rætt um helt endurskoðenda og starfshelti, ennfremur er þar tekið fram, að löggiltir endurskoðendur hafi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þar á meðal þagnarskyldu um það, sem leynt skuli fara. í 11. grein er tekið fram, að löggiltur endurskoðandi megi starfa hvar sem er á landinu, en tilkynna skuli hann ráðherra hvar hann hafi skrifstofu. í 12. grein er tekið fram, að löggiltum endurskoðanda, sé skylt að vinna störf þau, sem honum séu falin með kostgæfni og eins fljótt og auðið sé. álit sitt og niðurstöður skuli hann byggja á nákvæmri rannsókn og öllum gögnum, sem fáanleg séu, enda sé aðilum, er hlut eiga að máli, skylt að velta endurskoðanda allar upplýsingar, sem hann telur nauðsynlegar og varða framkvaamd starfa hans. Þá er tekið fram, að löggiltur endurskoðandi geti ekki framk mt endurskoðun hjá þeim stofnunum, elnstaklingum eða félögum, þar sem skyldleiki hans eða persónulegur hagnaður geti haft áhrlf á álit hans eða úrskurð og skeri ráðherra úr, ef ágreiningur verður um það atriði. Enn er tekið frarn í 15* grein, að löggiltur endursknðandi

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.