Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Qupperneq 8

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Qupperneq 8
6. megi ekki hafa fleirl aðstoöarmenn en svo, að hann geti fylgzt nákvaanlega með starfi þeirra og beri fulla ábyrgð á störfum aðstoðarmanna sinna. í 14. gr. er sagt að ef dómari ákveði, að endurskoðun bókhalds og reikninga skull fram fara, þá skuli fá tll þess starfs löggilta endurskoðendur, sá þeirra kostur. Þá vil ég geta nokkurra lagaákvæða, þar sem rætt er um endurskoðendur, enda þótt það þurfi ekki að vera löggiltir endurskoðendur, en í framkvæmd munu þaö oft vera löggiltir endurskoðendur, er framkvæma þau störf, sem þar um ræðir. Lög nr 77/1921, um hlutafélög, gera ráð fyrir, að h.já hverju hlutafélagi séu tveir kjörnir endurskoðendur. Um skyldur þelrra er fjallað í 34. grein og segir, að endurskoðendur megi ekki vera í stjórn félagsins og þeir skuli vera lögráða og með óflekkað mannorð og fjár síns ráðandi. Þá segir, að þeim sé skylt að sannprófa það, að reikningum beri saman viö bækur fé- lagsins enda eigi þeir aðgang að öllum bókum og skjölum félags- ins og er stjórninni skylt að veita þeim allar upplýsingar, sem þeir nauðsynlega þurfi til starfa síns. Þá vil ég benda á ákvæði í lögum um hlutarútgerðarfélög nr. 44/1940. Þar segir um endurskoðendur þeirra félaga, að þeir skuli sannprófa reikninga-félagsins og bera þá saman við bækur þess og að þelr hafi aögang að öllum bókum og skjölum á hvaða tíma, sem er og sé stjórninni skylt að veita þær upplýsingar, sem taldar séu nauðsynlegar vlð framkvæmd starfa þeirra. Enn- fremur er sagt, að það sé skylda endurksoðenda, að hafa eftir- llt með starfrækslu fyrlrtækisins yfirleitt. Verði þeir varir vlð misferli, sem þeir álíta, að félaginu stafi hætta af, skull þeir hlutast til, að bót verði á ráöin svo fljótt, sem þörf krefur. Takist það elgi, skuli þeir krefjast fundar í félaginu og bera málið þar upp tll úrlausnar. Endurskoðendur beri ábyrgð fyrir aðalfundi. Svipuð ákvæði eru í 22. gr. í samvlnnufélagalögum nr. 46/1937. Þess er val að gæta, að hér er ekki um að ræða löggilta endurskoðendur, heldur menn, sem sérstaklega eru kjörnir af félagssamtökum til aö endurskoða reikninga. Þrátt fyrir það, verður að hafa í huga að ætla veröur, að í þessum greinum

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.