Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Page 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Page 13
11. Elns og okkur er öllum kunnugt, þá belnlst mlklð af störfum endurskoðend að gerð ársrelknlnga, er nota skal vlð skattaframtöl. Stundum kemur það fyrlr, að maður sér slíka relkninga undlrrltaða af aðllum s.jálfum, festa vlð framtalsblaðlð, en á framtalsblaöinu efst stendur nafnstimpill endurskoðandans og fram kemur, að hann hefur sótt um frest fyrir aðilann. Við skulum segja, að endurskoö- andinn hafi samið reikninginn eða framtallð eftir upplýslngum aðilans, sem eru mjög ófullkomnar. Ber nú endurskoðandinn abyrgð a, ef það sýnir sig, að slíkum reikningsskilum er mjög verulega áfátt og þau röng í mörgum tilvikum? Ég hygg að svar þessari spurningu verði ekki almennt, heldur verði að meta það eftir atvikum hverju sinni. Hafi endurskoðandinn séð, að reikningsskllin eru hreinlega fölsuð, þannig, að þau getl ekki staðizt, þegar þau eru virt með hllðsjón af þeim upplýsingum, sem gefnar voru,þá tel ég að vel sé hugsanlegt, aó ef endurskoöandanum var ljóst, að hann var þarna að aðstoða við að blekkja menn, þá gæti slíkt varöað hann refsiábyrgð, og að ef það væri gert í beinu skatt- undanskotsskyni, þá gæti það varðað hann refsingum samkv. 13- gr. hinnar nyju viöbótar við tekju- og eignarskattslögin, sem ég gat um áður. Þá hef ég séð áritun, -sem-hljóðar eitthvað á þessa leiö. nReikningur þessi er saminn eftir bókum yðar, sem vér höfum ekki endurskoðað. Verðmæti birgða ákveðið af yður." Ég vil strax taka fram, að ég legg afar lítið upp úr svona áritun og slíkt vottorð löggilts endurskoðanda hefur enga þýðingu í mínum augum. Þessi áritun getur naumast nokkurn blekkt og endur- skoðanda yrði naumast refsað fyrir þótt í ljós kæmi, að reikning- arnir væru alls ekki í samraani við veruleikann. Hins vegar vil ég benda á þaö, að endurskoðendur löggiltir, eru opinberir sýslunar- menn, og þeim ber að sýna nokkra glöggskyggni í störfum sínum og það þótt ekki væri talið, að um raunverulega endurskoðun væri að ræða. Ég myndi gera þær kröfur til löggilts endurskoðanda í þessu sambandi, að reikningarnir væru í samræmi við þær bækur, sem notaðar hefðu verið og þær upplýsingar, og væru ekki bersýnilega rangir þegar litið væri yfir gögn og upplýsingar, sem fyrir hendi voru. á ég þar vló, að endurskoðandanum gæti orðið refsað, ef um mjög verulegt brot væri að ræða. Hins vegar er hugsanlegt, að endur- skoðandinn yrði að sæta ábyrgö samkv. ákv. skattalaganna, enda þótt reikningarnir væru í samræmi við bækurnar og upplýsingar eins og þær eru út af fyrir sig, ef að góður og skynsamur endurskoðandi hefði átt að sjá, að þeir hlutu að vera rangir, af þeim gögnum, sem hann hafði undir höndum.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.