Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 9
atvinnuskyni, en ekki fjárfestingarskyni eingöngu.
Fram að þeim tíma er unnt að ákveða ýmis konar
hindranir í lögum eða stjómsýsluframkvæmd við
fasteignakaupum, umfram þær sem þegar gilda, t.d.
er hægt að binda eignarhald á fasteignum því skil-
yrði að menn skuli búsettir á því svæði þar sem fast-
eignimar em. Slíkar hindranir mættu ekki fela í sér
mismunun á grundvelli þjóðemis formlega séð, en
gætu það í reynd, t.d. með búsetuskilyrðinu, eins og
núgildandi reglur í nokkrum EB-löndum gera.
Frumvarp landbúnaðarráðherra um lagabreytingar
til að setja girðingar af þessum toga olli því á hinn
bóginn að helstu talsmenn þess að erlendir aðilar
yrðu hindraðir í jarðakaupum risu upp og sögðu að
verið væri að gera jarðir verðlausar. Sannaðist þar
hið fomkveðna að ekki verður bæði haldið og
sleppt.
Að lokum skal hér farið nokkrum orðum um al-
mennt öryggisákvæði samningsins. Það kemur í
staðinn fyrir fjölda fyrirvara sem annars hefði þurft
að setja víðsvegar í samninginn. Samkvæmt því má
grípa einhliða til öryggisráðstafana ef upp koma al-
varlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverf-
islegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða
sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvar-
andi. Beita mætti ákvæðinu ef erfiðleikar væru yfir-
vofandi. Ef til kæmi myndi Island sjálft meta hvort
skilyrðin fyrir beitingu þess séu fyrir hendi. Gerð-
ardómur gæti ekki véfengt þá ákvörðun, en hann
gæti metið hvort ráðstafanrinar væru í hlutfalli við
þá erfiðleika sem þær beinast að. Island gerði yfir-
lýsingu við EES-samninginn varðandi beitingu ör-
yggisákvæðisins, þar sem fram kom að Island
myndi beita ákvæðinu ef upp kæmi alvarleg röskun
á fasteigna- eða vinnumarkaði. EB gerði ekki gagn-
yfirlýsingu og verður því að líta svo á að túlkun Is-
lands sé óumdeild.
Niðurstaðan er því sú að allir meginfyrirvarar Is-
lands í samningaviðræðunum við EB halda. Sér-
stök undanþáguákvæði tryggja gegn erlendum fjár-
festingum í sjávarútvegi. Með löggjöf má tryggja
íslenskt forræði yfir orkulindum og, í framkvæmd,
bújörðum einnig. Almenna öryggisákvæðið tryggir
gegn röskun á fasteignamarkaði almennt og á
vinnumarkaði.
ísland, Evrópa og framtíðin
Utanríkisráðherra hefur sagt það oft að með
EES-samningnum höfum við gerst þátttakendur í
hinum framsæknasta hluta EB. Eins og ég hef rak-
ið, snýst EES-samningurinn að mestu um hið
fjóreina frelsi, auk jaðarmálefna, s.s. samvinnu í
rannsóknum og þróun, umhverfis, mennta- og
menningarmálum. Utan samningssviðsins standa
þættir eins og sjávarútvegsstefna Evrópubandalags-
ins, landbúnaðarstefna þess og hin sameiginlega
viðskiptastefna gagnvart ríkjum utan bandalagsins.
Allir þessir þættir fela í sér þá varðstöðu um sér-
hagsmuni einstakra ríkja sem hefur valdið því að oft
er litið á Evrópubandalagið sem lokað, rammgirt
virki. Islendingar hafa hingað til hagnast mest á
frjálsum millirfkjaviðskiptum. Eg tel hlutverk Is-
lendinga eiga að vera að stuðla áfram að frjálsum
milliríkjaviðskiptum eins og við höfum gert með
þátttöku okkar í EFTA og GATT, þótt dauflega
horfi nú um stundir um framtíð Urúgvæ-lotu
GATT.
Þegar samningaviðræður um EES hófust árið
1989, heyrðust ekki margar raddir hérlendis sem
lögðu til aðild að Evrópubandalaginu. Þótt flest
EFTA-ríkjanna hafi sótt um aðild, eða hafið undir-
búning aðildarumsóknar á meðan á EES-viðræðun-
um stóð, truflaði það ekki samningsáform okkar.
Hér á landi var einfaldlega aldrei neinn verulegur á-
hugi á EB-aðild. Á síðustu mánuðum hefur þess
hins vegar gætt í nokkrum mæli að menn eru famir
að velta fyrir sér aðild að Evrópubandalaginu af
meiri alvöm en áður. Það hefur ítrekað komið fram
að EB-aðild er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjóm-
ar. Fyrir því eru nokkrar ástæður.
I fyrsta lagi er spumingin um aðild að Evrópu-
bandalaginu þess eðlis að ekki er unnt að taka hana
alvarlega nema um hana sé nokkur samstaða, jafnt
meðal þjóðarinnar og á Alþingi. Aðild krefst stjóm-
arskrárbreytingar og margháttaðrar aðlögunar að
erfiðum fylgifiskum aðildar, s.s. fiskveiðistefnu EB.
Enginn stjómmálaflokkur á Alþingi styður aðild að
Evrópubandalaginu og aðeins fáeinir þingmenn hafa
ljáð máls á því að kanna beri kosti og galla aðildar
með opnum huga. Um viðhorf landsmanna þarf
ekki að fjölyrða.
I öðru lagi er EB ekki klúbbur sem afgreiðir um-
sóknir um leið og þær berast. Allan sjöunda áratug-
inn gerðu Bretar ítrekaðar tilraunir til að fá aðild að
Evrópubandalaginu, en án árangurs. Þegar loks var
gengið til samninga við Breta árið 1970 var jafn-
framt samið við Dani, Norðmenn og Ira. Danir og
Irar hlutu að fylgja Bretum inn í bandalagið vegna
viðskiptahagsmuna. Aðildarsamningar við Grikk-
land voru frágengnir í lok áttunda áratugarins og við
Portúgal og Spán um miðjan níunda tuginn. Þá
horfðu þau aðildarríki sem fyrir voru helst til þess
að styðja með aðild við lýðræðisþróun í þessum
ríkjum og fá aðgang að markaði þeirra með fram-
leiðsluvörur sínar. Aðildin var í reynd lokapunktur-
inn á mjög myndarlegri efnahags- og tækniaðstoð
bandalagsríkjanna við þessi þrjú ríki. Tvö ríki,
Malta og Tyrkland, sóttu um aðild fyrir löngu síðan,
en hafa ekki enn fengið svar. Þá er óþarfi að minna
á ítrekaðar óskir hinna nýfrjálsu mið-Evrópuríkja
9