Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 34

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 34
Ekki verður horft framhjá þeirri staðreynd að al- þjóðleg samkeppni felst ekki eingöngu í samkeppni fyrirtækjanna sem slást á markaðnum. Hún felst ekki síður í samkeppni stjómvalda einstakra ríkja um að búa atvinnulífi sínu sem hagstæðust starfs- skilyrði. Öll almenn rekstrarskilyrði verða að vera þannig, að við dæmum okkur ekki fyrirfram úr leik í þeirri auknu samkeppni sem framundan er. Öflugt, arðbært atvinnulíf er forsenda þess að lífskjör og samneysla hér á landi verði með þeim hætti að á- sættanlegt sé. Enda þótt samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði hafi enn ekki tekið gildi, er ekki laust við að áhrifa hans sé tekið að gæta í ákvörðunum stjóm- valda. Ég efast ekki um að afnám aðstöðugjaldsins um síðustu áramót var engin tilviljun. Félag ís- lenskra iðnrekenda, ásamt öðrum samtökum at- vinnurekenda, hefur barist fyrir afnámi gjaldsins um áratuga skeið. En það var fyrst núna sem árangur náðist. Svipaða sögu má segja um lækkun tekju- skattshlutfalls fyrirtækja úr 45% í 39%, og fyrirheit um lækkun hlutfallsins enn frekar, eða í 33%. Meginreglan, sem stjómvöld eiga að leggja til grundvallar við skattlagningu fyrirtækja, verður að vera sú, að skattleggja hagnað þeirra en ekki kostn- að eða veltu. Sveigja verður skattkerfið frá kostnað- ar- og veltusköttum yfir í skattlagningu hagnaðar og neyslu. Virðisaukaskattur á Islandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu, 24,5%. Þetta háa skatthlutfall veldur nokkurri röskun á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, sem fjarlægðarvemd kemur ekki nema að takmörkuðu gagni. í Evrópu er almennt þrep VSK yfirleitt ekki hærra en 15% og búist er við að hann verði hvergi hærri en 20% í framtíðinni. VSK hérlendis má ekki verða hærri en það. Til þess að ná fram lækkun verður m.a. að gera ráðstafanir til að fella niður allar undanþágur frá skattinum, en með því móti ætti að skapast eitthvert svigrúm. Þá verð- ur einnig að sjá til þess að innheimta skattsins verði í betra horfi en nú er. Beita verður verðjöfnunargjöldum á innfluttan iðnvaming sem nýtur niðurgreiðslna eða nýtir nið- urgreidd hráefni, t.d. landbúnaðarhráefni. Þess þarf að gæta að skattheimta ríkisins mis- muni ekki framleiðslugreinum og hafi þannig bein áhrif á samkeppnisstöðu. Sérstakt vörugjald er t.d. eingöngu lagt á lítinn hluta framleiðenda. Slíkur skattur er dæmi um mismunun og hann ber að af- nema. Samkeppnisstaðan Það sem að framan hefur verið rakið um starfs- umhverfið skiptir auðvitað sköpum um stöðu ís- lensks atvinnulífs gagnvart erlendri samkeppni heima og heiman. í fljótu bragði sýnist mér að reglur EES-samn- ingsins muni með afgerandi hætti leiða til bættrar samkeppnisstöðu á tveimur sviðum. Annars vegar mun sjávarútvegurinn njóta hag- ræðis af samningnum með lækkun og niðurfellingu tolla af sjávarafurðum á markaði EB. Hve stór hluti niðurfelldra tolla skilar sér til Islands er erfitt að meta, en í öllu falli mun þetta greiða fyrir sölu og bæta þannig samkeppnisstöðuna. Hins vegar er um að ræða auknar heimildir til flugs íslenskra flugfélaga innan EB, án þess að séð verði að erlend flugfélög fái neitt í staðinn sem máli skiptir. Þar opnast nýir möguleikar sem eiga eftir að verða Flugleiðum lyftistöng, ef marka má yfirlýs- ingar þeirra. Auk þessara atriða skiptir miklu máli sú breyting sem felst í ákvæðum EES-samningsins um sam- keppnisreglur. Reglur um samkeppni og heiðarlega viðskiptahætti eru mjög mikilvægur þáttur í samn- ingnum. Án slíkra reglna treysta menn sér ekki til að opna markaði sína og gera þá hluta af stærri sam- eiginlegum markaði. Með leikreglunum er reynt að tryggja að samkeppni verði ekki raskað með óeðli- legum afskiptum hins opinbera eða óeðlilegum við- skiptaháttum fyrirtækjanna sjálfra. Reglumar eru ekki síst mikilvægar fyrir smærri fyrirtæki. Þau geta þá varist óheiðarlegri samkeppni stærri fyrirtækja, en reglunum fylgir virkt eftirlits- og úrskurðarvald innan EES. Þá má geta þess að í byrjun mánaðarins tóku gildi ný íslensk samkeppnislög en með þeim er horfið frá verðlagseftirliti til virks samkeppniseftir- lits. Reglurnar Samkeppnisreglur EES-samningsins eru viða- miklar og flóknar, enda samsvara þær reglum Evr- ópubandalagsins sem hafa orðið til á rúmlega þrjá- tíu ámm. Meginreglumar eru um bann við samningum um samkeppnishömlur og misnotkun ráðandi stöðu á markaði innan EES, hafi sú háttsemi áhrif á við- skipti milli landa innan svæðisins. Reglumar hafa verið framkvæmdar þannig innan EB að bannið tekur ekki til samninga sem aðeins 34

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.