Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 16

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 16
Af hverju EES? Eins og ég kom inn á áðan hefur umræðan um EES hér á landi verið nokkuð póluð, samanburður- inn hefur að miklu leyti snúist um mjög gott mál og mjög vont mál. Fyrir mér er það engin spuming að EES-samn- ingurinn mun verða Islendingum hagstæður. Hins vegar er ljóst að hann leysir engin bráðavandamál, en hann gefur möguleika. En allir vita að það er ekki nóg að hafa möguleika, það verður að vinna að því að nýta þá. EES-samningurinn snýst að miklu leyti um utanríkisviðskipti, og á þeim lifum við fyrst og fremst. EES-samningurinn skapar sama starfsumhverfi og sömu reglur á helsta viðskipta- svæði okkar og það er okkur til góðs. Það liggur í augum uppi að viðamikill viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn tryggir einkum hag smá- þjóða, sem annars ættu undir högg að sækja gagn- vart stórum viðskiptaaðilum. EES-samningnum er ætlað að jafna og bæta sam- keppnisskilyrði, en það gerist ekki af sjálfu sér, að því þarf að vinna og til þess að árangur náist þarf öflugt og vel skipulagt starf. Hér hafa ríkt hatramm- ar deilur um hvort við ættum heima í þessu sam- starfi eða ekki, en eftir að ákvörðun hefur verið tek- in um að við tökum þátt í þessu samstarfi verðum við að bera gæfu til þess að vinna saman að því að slást fyrir hagsmunum okkar á Evrópska efnahags- svæðinu. Mikið hefur hallað undan fæti í efnahagslífi okk- ar á síðustu árum og til þess að við náum að rétta aftur úr kútnum þurfum við að leggja okkur öll fram á öllum vígstöðvum. EES-samningurinn leysir ekki þá kreppu sem við erum í, en þátttaka okkar í því ætti að geta auðveldað okkur leiðina fram á við á ýmsum sviðum. Atvinnu- og búseturéttindi Hin svokölluðu frjálsu atvinnu- og búseturéttindi eru einn fjórði hluti fjórfrelsisins svokallaða. Mark- mið fjórfrelsisins er að koma á opnum og hindrun- arlausum viðskiptum yfir landamæri fyrir vörur, þjónustu og fjármagn. Til þess að loka myndinni gagnvart fyrirtækjunum er talið nauðsynlegt að fyr- irtækin geti ráðið sér fólk yfir landamæri þannig að engar hindranir séu á slíku. Þannig urðu frjáls at- vinnu- og búseturéttindi til innan EB, eða opinn vinnumarkaður eins og við köllum þetta líka. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi svokölluðu réttindi urðu ekki til fólksins vegna í byrjun. Það er ekki verið að opna fólki möguleika á því að leita eftir störfum í öðrum lönd- um vegna þess að fólkið langi til þess. Nei upphaf- lega var þetta hugsað út frá þörfum fyrirtækjanna og þær þarfir hafa skipt mestu máli í þróun þessara mála innan EB. Félagslegar framfarir fólksins vegna eru tiltölulega nýtt fyrirbæri innan EB. Slíkt kom ekki til sögunnar fyrr en farið var að vinna að innri markaðinum. Mikilvægur áfangi náðist með svo- kallaðri félagslegri yfirlýsingu EB frá því í desem- ber 1989 en góður árangur náðist fyrst með Maastricht samkomulaginu þar sem félagsmálin og þróun þeirra voru sjálfstæður hluti af því samkomu- lagi sem gert var. Eins og menn muna kusu Bretar að standa utan þess hluta samkomulagsins. Fram að þeim tíma höfðu nær allar félagslegar framfarir inn- an EB orðið til sem nauðsynlegur hluti breytinga sem unnið var að til þess að ná fram markmiðum bandalagsins á hinum ýmsu sviðum. Það er mikil- vægt að hafa þetta í huga þegar rætt er um vinnu- markað og tengd málefni innan EB og EES. Verði að Evrópska efnahagssvæðinu mun Island verða hluti af sameiginlegum vinnumarkaði 18 Evr- ópuríkja þar sem sameiginlegar reglur munu gilda um ýmsa þætti vinnumarkaðsmála. Eg mun ekki fara djúpt ofan í þetta reglu- og lagaverk, til þess að gera það til hlítar rnyndi mér ekki endast öll ráð- stefnan. í raun má segja að meginregla þessa vinnu- markaðar sé að hvers konar mismunun gagnvart rík- isborgurum svæðisins er bönnuð. Þannig munum við ekki komast upp með að setja sérstakar reglur um Spánverja vegna þess að þeir koma frá Spáni. Samkvæmt EES-samningnum eiga að gilda sömu reglur um okkur og Spánverja og aðra ríkisborgara frá EES-löndunum. Aðgangur að þessum vinnu- markaði er einfaldur. Ef ég fer til annars lands á svæðinu fæ ég leyfi til þess að dvelja þar í atvinnu- leit í 3 mánuði. A þeim tíma er ég velferðarkerfi gistilandsins algerlega óviðkomandi kostnaðarlega séð, ég hef í raun stöðu sem ferðamaður. En takist mér að fá starf þá fæ ég sjálfkrafa 5 ára búseturétt fyrir mig og fjölskyldu mína. Þar með fæ ég að njóta allra réttinda á vinnumarkaði sem heimamenn njóta og mismunun gagnvart mér vegna þess að ég er Islendingur er bönnuð. Það er athyglisvert í þessu sambandi að öll réttindi sem fást í gistiríkinu byggja á því að viðkomandi hafi fengið starf. Fáist ekki starf á fyrstu þremur mánuðunum verður viðkom- andi að fara úr landi aftur. Hættur hér innanlands I öllum þeim umræðuflaumi sem skollið hefur yfir þjóðina vegna EES-samningsins hafa sumir haldið því fram að opnun vinnumarkaðarins sé okk- ur stórhættuleg. Hingað muni flæða ófaglært vinnu- afl í stríðum straum og héðan muni flæða hæfasti og 16

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.