Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 27
birtingu þessara atriða til að vemda hagsmuni fé-
lagsmanna og þriðja aðila.
Arsreikningar verða að gefa glögga mynd af
eignum og skuldum félags, fjárhagsstöðu og af-
komu. I þessu skyni verður að mæla fyrir um
uppsetningu efnahags- og rekstrarreiknings og
efni skýringa með ársreikningum og ársskýrsl-
um.
Samræma þarf hinar ýmsu aðferðir við mat á
eignum og skuldum að því marki sem þörf krefur
til að tryggja að í ársreikningum komi fram sam-
bærilegar og jafngildar upplýsingar.
Ársreikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum
endurskoðendum, en lágmarkskröfur sem gerðar
eru til þeirra um menntun og hæfi verða sam-
ræmdar síðar. Einungis má létta þessari endur-
skoðunarskyldu af litlum félögum.
3.3. Almenn ákvæði.
I almennum ákvæðum segir að ársreikningur
skuli hafa að geyma efnahagsreikning, rekstrar-
reikning og skýringar og að hann skuli gefa glögga
mynd af eignum og skuldum, fjárhagsstöðu og af-
komu. Ennfremur er tekið fram að ef glögg mynd
verður ekki gefin, þrátt fyrir ákvæði tilskipunarinn-
ar, beri að veita viðbótampplýsingar í skýringum.
Efnahags- og rekstrarreikningur skal settur upp í
samræmi við ákvæði tilskipunarinnar og er þessi
framsetning mjög frábrugðin því sem við eigum að
venjast hér á landi. Meðfylgjandi eru gefin dæmi
um framsetningu samkvæmt tilskipuninni, en nokk-
uð er mismunandi hvaða kröfur eru gerðar og ræður
þar annars vegar stærð fyrirtækja og eignarhald og
hins vegar er nokkuð mismunandi framsetning eftir
aðildarlöndum.
3.4. Endurskoðun.
í 51. grein tilskipunarinnar er fjallað um endur-
skoðun og þar kemur fram eftirfarandi:
Ársreikningur félags skal endurskoðaður af ein-
um eða fleiri endurskoðendum sem löggiltir eru
samkvæmt landslögum.
Sá eða þeir sem annast endurskoðun ársreiknings
skulu einnig sannreyna að ársskýrslan sé í sam-
ræmi við ársreikninga sama reikningsárs.
Aðildarríkjum er heimilt að undanþiggja lítil fé-
lög, samkvæmt skilgreiningu hér að framan, skyldu
til að láta endurskoða ársreikninga sína. Ef slík und-
anþága er gerð skulu aðildarríkin setja í lög sín við-
eigandi refsiákvæði sem beitt skal þegar ársreikn-
ingur eða ársskýrslur félaganna eru ekki gerðar í
samræmi við ákvæði þessarar tilskipunar.
I 47. greininni sem fjallar um birtingu ársreikninga
kemur m.a. fram:
Þegar ársreikningur og ársskýrsla eru birt í heild
skulu þau birt á sama formi og með sama texta
og lá til grundvallar áliti endurskoðanda. Áritun
hans skal fylgja með í heild. Ef endurskoðandi
hefur gert fyrirvara eða synjað um áritun skal
taka það fram og tilgreina ástæður þess.
Ef ársreikningur er ekki birtur í heild skal geta
þess að útgáfan sem birt er sé stytt. Ekki er gerð
krafa til að áritun endurskoðanda fylgi útgáfu
þessari, en koma skal fram hvort áritunin var
með eða án fyrirvara, eða hvort synjað var um
hana.
3.5. Endurmat og verðbólgureikningsskil.
I tilskipuninni er fjallað um matsreglur eigna og
er þar um að ræða atriði sem eru endurskoðendum
hér á landi kunn, með vísan til góðrar reiknings-
skilavenju. Athygli vekur að m.a. er heimilað að
“aðildarríkin megi tilkynna framkvæmdastjóminni
að þrátt fyrir ákvæði 32. gr. (að liðir ársreiknings
skuli metnir á grundvelli reglunnar um kaupverð
eða kostnaðarverð, innskot mitt) áskilji þau sér
meðan beðið er síðari samræmingar, rétt til að heim-
ila eða krefjast af félögum eða tilteknum flokkum
þeirra: ... c) að rekstrarfjármunir og áhættufjármunir
séu endurmetnir.”
Ekki virðist þó heimilt samkvæmt tilskipuninni
að semja ársreikninga að hætti verðbólgureiknings-
skila og hefur þetta leitt til bréfaskrifta í tengslum
við EES samninginn milli Islendinga og Fram-
kvæmdastjómarinnar. Af hálfu íslendinga var farið
fram á að fá tímabundna eða varanlega heimild
Framkvæmdastjómarinnar til undanþágu frá ákvæð-
um fjórðu tilskipunarinnar að því er þetta varðaði.
Niðurstaða þeirra bréfaskipta, ef niðurstöðu skyldi
kalla, er sú að Framkvæmdastjórnin neitar að veita
formlega undanþágu frá ákvæðum fjórðu tilskipun-
arinnar um verðbólgureikningsskil. Framkvæmda-
stjómin segist hins vegar standa í þeirri trú að ís-
lendingar muni skipta um aðferð um leið og verð-
bólga hér á landi kemst á svipað stig og í öðrum að-
ildarlöndum. Ennfremur er lýst þeirri skoðun að þar
sem verðbólgureikningsskil séu mjög flókin, hafi
Framkvæmdastjómin skilning á því að ekki verði
breytt úr verðbólgureikningsskilum í hefðbundin
reikningsskil fyrr en hæfilegur tími er liðinn eftir að
stöðugleiki kemst á. Til þess að auka enn á óvissu
málsins varð ekki betur skilið af máli sérfræðings
Framkvæmdastjómarinnar á ráðstefnu FLE í Brus-
27