Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 32
“Forsenda þess, að til álita komi að erlendir
menn geti sótt um löggildingu sem endurskoðendur
liér á landi verður að vera sú, að menntun þeirra sé
að lágmarki í samrœmi við 8. félagatilskipun Evr-
ópubandalagsins. Þœr kröfur sem að auki verður að
gera samkvœmt áliti Alitsnefndar eru eftiifarandi:
* Umsœkjandi hafi nœgilega þekkingu á íslensku
viðskiptalífi og hafi vald á íslenskri tungu.
* Gengið verði úr skugga um kunnáttu umsœkjenda
á þeim sérstöku reglum og aðferðum á sviði end-
urskoðunar og reikningshlads, sem eiga við hér á
landi.
* Sýnt verði fram á nauðsynlega þekkingu umsœkj-
anda á innlendum skattarétti ogfélagarétti.
* Eftirlit með störfum endurskoðanda verði tryggt í
samrœmi við ákvœði þar um í lögum um löggilta
endurskoðendur.”
endurskoðendur, án verulegs undirbúnings og skipt-
ir málið þar ekki minnstu.
Á hinn bóginn tel ég ýmsa möguleika opnast fyr-
ir íslenska endurskoðendur að afla sér starfsréttinda
innan Evrópubandalagsins. Allir skulu þó gera sér
ljóst að verulegt átak þarf til að standast réttinda-
próf. Að mínu áliti þarf bæði að koma til dvöl í
landinu og umtalsvert starfsnám áður en raunhæft er
að gangast undir próf. Væntanlega er auðveldast að
tileinka sér námsefni og verklega reynslu með hjálp
alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja.
Ennfremur er rétt að hafa í huga að markaður Evr-
ópubandalagsins er nánast óendanlega fjölbreytileg-
ur, þannig að möguleikamir til að finna starf við
hæfi eru margfalt meiri en hér á landi. Nám og kröf-
ur sem gerðar eru til íslenskra endurskoðenda eru
fyllilega sambærilegar við það sem gerist innan
bandalagsins og í mörgum tilvikum nrun ríkari. Ætti
Eins og þessi umsögn ber með sér á ég ekki von á að það veitist þegnum frá öðrum bandalagslöndum auðvelt að öðlast réttindi hér á landi sem löggiltir þetta, öðru fremur, að auka möguleika íslenskra endurskoðenda til að finna sér störf við hæfi innan Evrópubandalagsins, eftir að EES samningurinn tekur gildi.
SAMANBURÐUR
ENGILSAXAR MEGINLAND EVRÓPU
Bakgrunnur
Enskur réttur Rómarréttur
Gömul, stór og áhrifamiki! stétt endurskoðenda Ung, lítil og veikburða stétt endurskoðenda
Umfangsmikil verðbréfaviðskipti Lítil verðbréfaviðskipti
Almenn reikningsskilaatriði
„Glögg mynd“ „Lagaleg mynd“
Hluthafa-sinnað Láriardrottna-sinnað
Upplýsandi Leynd
Skattaáhrif aðskilin Skattareglur ráðandi
Efni umfram formsatriði Formsatriði umfram efnisatriði
Leiðbeinandi reglur og staðlar Stjómvaldsreglur
Einstakar reikningsskilaaðferðir
Áfangaaðferð Verklokaaðferð
Afskriftir eftir endingartíma Skattalegar afskriftir
Engir lögmæltir varasjóðir Lögmæltir varasjóðir
Fjármögnunarsamningar eignfærðir Engin eignafærsla fjármögnunarsamninga
Fjárstreymisyfirlit Engin fjárstreymisyfirlit
Upplýsingar um hagnað pr. hlut Engar upplýsingar um hagnað pr. hlut
Engir duldir varasjóðir Duldir varasjóðir
Engar skattalegar niðurfærslur Skattalegar niðurfærslur
Undirbúningskostnaður gjaldfærður Undirbúningskostnað má eignafæra
Gengishagnaður tekjufærður Frestun á tekjufærslu gengishagnaðar
Dæmi um lönd
Stóra-Bretland, írland, Bandaríkin, Frakkland (a.m.k. í vissum tilvikum)
Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland, Þýskaland, Austurríki, Svíþjóð, Spánn,
Hong Kong, Danmörk, Holland Ítalía, Portúgal, Japan, Belgía, Grikkland
32