Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Blaðsíða 26
Þriðja frá 1978.
Fjallar um samruna almenningshlutafélaga. Lögð
er áhersla á samræmingu reglna og upplýsinga-
skyldu til að tryggja lánardrottnum vemd gegn tjóni
af völdum samruna fyrirtækja.
Fjórða frá 1978.
Fjallar um ársreikninga og endurskoðun félaga af
tiltekinni stærð. Sjá nánari umfjöllun hér á eftir.
Sjötta frá 1982.
Fjallar um skiptingu almenningshlutafélaga.
Lögð er áhersla á samræmingu reglna og upplýs-
ingaskyldu til að tryggja lánardrottnum vernd gegn
tjóni af skiptingu fyrirtækja.
Sjöunda frá 1983.
Fjallar um gerð og endurskoðun samstæðureikn-
ingsskila. Lögð er áhersla á að setja samræmdar
reglur bæði hvað varðar matsaðferðir og það tímabil
sem reikningamir ná yfir.
Áttunda frá 1984.
Fjallar um löggildingu einstaklinga sem falið er
að annast lögmælta endurskoðun bókhaldsgagna.
Sjá nánari umfjöllun hér á eftir.
Ellefta frá 1989.
Fjallar um kröfur til útibúa félaga um að birta
samræmdar upplýsingar. Taka ákvæðin jafnt til úti-
búa félaga utan og innan bandalagsins til að koma í
veg fyrir hvers kyns mismunun vegna upprunalands
félagsins.
Tólfta frá 1989.
Fjallar um hlutafélög eins aðila, þar sem kveðið
er á um að samningar hans við hlutafélagið og á-
kvarðanir sem jafngilda hluthafafundaákvörðunum
skulu færðir sérstaklega til bókar.
EES samningurinn tekur ekki annarra tilskipana
en þeirra sem hér hafa verið nefndar. Af öðrum und-
irtilskipunum sem tengjast fjórðu og elleftu tilskip-
uninni má nefna:
Um ársreikninga bankastofnana frá árinu 1986.
Um útibú bankastofnana frá árinu 1989 (tengist
11. tilskipun).
Um lítil og meðalstór félög (starfsmenn undir 50)
fráárinu 1990.
Um ársreikninga tryggingafélaga frá árinu 1991.
Um útibú tryggingafélaga (er enn í smíðum).
2.2. Reglugerð um fjárhagsleg hagsmunafé-
lög.
Reglugerðin sem EES samningurinn tekur til er
frá árinu 1985 og fjallar um evrópsk fjárhagsleg
hagsmunafélög. Þar kenrur fram að hagsmunafélag
sé einkum frábrugðið öðrum fyrirtækjum eða félög-
um að því leyti, að tilgangur þess sé einvörðungu sá
að greiða fyrir og þróa þá atvinnustarfsemi sem fé-
lagsaðilar stunda, til að gera þeim kleift að auka af-
rakstur sinn. Þetta er því í eðli sínu viðbótarstarf-
semi og má hagsmunafélag ekki reka sjálfstæða
starfsemi. Hugsunin með hagsmunafélögum er að
skapa nýtt félagsform er aukið geti samvinnu aðila í
mismunandi ríkjum.
3. Fjórða tilskipunin.
Eins og fram hefur komið fjallar fjórða tilskipun-
in um gerð ársreikninga og endurskoðun félaga af
tiltekinni stærð.
3.1. Stærð fyrirtækja.
Aður en fjallað verður um einstök atriði og mark-
mið fjórðu tilskipunarinnar, er gagnlegt að huga að
stærðarviðmiðunum. Þegar rætt er um lítil fyrirtæki,
meðalstór og önnur fyrirtæki í tilskipununum er
miðað við meirihlutann af eftirfarandi skilyrðum:
Lítil Meðalstór Önnur
Heildareignir 2 millj. ECU 8 millj.ECU > 8 millj. ECU
Velta 4 “ “ 16“ “ > 16 “ “
Starfsm.fjöldi 50 250 > 250
Vegna lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru í tilskip-
ununum gerðar ýmsar tilslakanir um formkröfur til
ársreiknings, skyldu til endurskoðunar og kröfur um
birtingu. Þrátt fyrir ákvæði tilskipananna er með
ýmsum hætti hvemig einstök lönd túlka stærðar-
mörk fyrir önnur hlutafélög en almenningshlutafé-
lög, að því er varðar birtingu og endurskoðun. Bret-
land virðist fylgja ofangreindum mörkum en t.d. í
Þýskalandi eru slík félög undanþegin að birta endur-
skoðaða ársreikninga, þar til fjöldi starfsmanna er
orðinn 5.000, velta 250 millj. marka eða heildar-
eignir 125 millj. marka.
3.2. Markmið.
Ef við snúum okkur þá að þeim markmiðum sem
sett eru fram í tilskipuninni kemur m.a. eftirfarandi
fram:
Áríðandi er að samræma lög allra aðildarríkjanna
um framsetningu og efni ársreikninga og árs-
skýrslna tiltekinna félaga með takmarkaða ábyrgð,
matsaðferðir sem beitt er og hvemig beri að haga
26