Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Side 11
Þótt markverður árangur hafi náðst blasa enn við
ýmis torleyst vandamál. Halli á ríkissjóði er meiri
en fær staðist til lengdar, og nátengt honum er ann-
að vandamál, háir raunvextir. Umfangsmikill skipu-
lagsvandi í sjávarútvegi og landbúnaði bíður enn úr-
lausnar. Fjármunamyndun er í sögulegu lágmarki í
hlutfalli við landsframleiðslu. Þessi vandamál tor-
velda eflingu atvinnu sem er nú mikilvægasta verk-
efni hagstjómar. Atvinnuleysi á bilinu 4-5% af
mannafla er mikið áhyggjuefni.
Síðast en ekki síst hefur skuldsetning þjóðarbús-
ins vaxið á síðustu árum. Erlendar skuldir hafa
hækkað í hlutfalli við landsframleiðslu. Jafnframt
hefur meðalendurgreiðslutími útistandandi erlendra
skulda þjóðarbúsins í heild styst, en því fylgir vax-
andi greiðslubyrði, jafnvel þótt vextir erlendis hald-
ist áfram lágir. Arið 1993 munu hreinar erlendar
skuldir að vísu ekki vaxa að raungildi, mælt í er-
lendri mynt, þótt hlutfall skulda af landsframleiðslu
hækki vegna gengisbreytinga. Erlendar skuldir eru
nú hærri í hlutfalli við þjóðarauð en þær hafa áður
verið, þótt hlutfallið sé í sjálfu sér ekki hátt. Mikil-
vægt er að halda viðskiptahalla innan þeirra marka
að raungildi erlendra skulda hækki ekki frekar.
Megináherslu verður að leggja á að viðhalda því
trausti sem Islendingar hafa áunnið sér á erlendum
lánsfjármörkuðum.
Mikilli skuldaaukningu bæði heimila og hins op-
inbera innanlands á undanfömum árum fylgir marg-
víslegur vandi hér á landi eins og í mörgum öðmm
hátekjulöndum. Skuldir heimila eru taldar hækka í
hlutfalli við landsframleiðslu úr 26% í 68% áratug-
inn frá 1984 til loka 1993. Skuldir ríkisins hafa á
sama tíma og á sama mælikvarða aukist úr rúmlega
30% í 45%. Skuldir fyrirtækja eru hins vegar svipað
hlutfall nú og var fyrir tíu árum eða um 80% af
landsframleiðslu.
Þannig er við ýrnis erfið viðfangsefni að glíma í
stjóm efnahagsmála um þessar mundir. Þegar rætur
þessa vanda eru kannaðar er ástæða til að hafa í
huga að erfiðleikarnir sem fylgja stöðnun og aftur-
kipp í þjóðarbúskapnum koma í kjölfar mikils
gróskuskeiðs sem lyfti framleiðslu og tekjum þjóð-
arinnar á hærra stig árið 1987 en nokkm sinni fyrr -
og raunar hærra en varanlegur gmndvöllur var fyrir.
Þá er ennfremur nauðsynlegt að hafa í huga að efna-
hagsástandið hefur verið miður gott í flestum iðn-
ríkjanna undanfarin ár og litlar líkur em á kröftugri
uppsveiflu í bráð. Alþjóðlegt efnahagsumhverfi
verður því áfram erfitt fyrst um sinn a.m.k.
Lánastofnanir
Erfiðri afkomu mikilvægra atvinnugreina,
skuldaaukningu og lækkandi eignaverði hafa óhjá-
kvæmilega fylgt aukin útlánatöp innlánsstofnana og
fjárfestingarlánasjóða á síðustu ámm. Þótt þróunin
hér á landi hafi ekki verið jafnalvarleg og yfirleitt
annars staðar á Norðurlöndum hefur reynst nauð-
synlegt að grípa til sérstakra ráðstafana vegna henn-
ar. Þannig var eigið fé Landsbanka Islands aukið
um 4,3 milljarða króna með sérstakri lagasetningu
fyrr á þessu ári, en rúmur helmingur þess fjár er í
formi víkjandi lána. Jafnframt voru tryggingasjóðir
innlánsstofnana efldir til þess að takast á við vanda-
mál af þessu tagi ef á þyrfti að halda. Það sem af er
þessu ári hefur náðst umtalsverður árangur við að
hagræða og spara í rekstri lánastofnana, en framlög
vegna útlánatapa íþyngja enn mörgum þeirra veru-
lega. Þessi framlög stefna í rúma 7 milljarða króna í
ár samanborið við 9'/2 milljarð fyrir lánakerfið í
heild hvort síðustu tveggja ára. Því er nauðsynlegt
að vera vel á verði og geta gripið til viðeigandi ráð-
stafana ef fjárhagsstöðu lánakerfisins eða einstakra
mikilvægra lánastofnana yrði hætta búin. Ég vil þó
taka skýrt fram að eiginfjárhlutfall allra viðskipta-
bankanna er vel yfir því lágmarki sem tilskilið er í
lögum og verður svo í lok ársins. Þegar horft er
fram á veginn virðist mikilvægt að breyta skipulagi
banka og sparisjóða þannig að þeir geti allir átt þess
kost að styrkja eiginfjárstöðu sína með útboði á
markaði. Islenska lánakerfið hefur að undanförnu
gengið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og
framundan eru án efa frekari breytingar vegna opn-
unar markaða, aukinnar samkeppni og örra tækni-
breytinga sem krefjast enn meiri hagræðingar í
rekstri en þegar hefur náðst.
Fjármál hins opinbera
Ljóst er að samdráttur þjóðartekna og atvinnu
undanfarin ár hefur þrengt hag ríkisins. Skatttekjur
hafa minnkað og atvinnuleysisbætur aukist um 2'/2-
3 milljarða króna á fyrstu fjórum árum þessa áratug-
ar. I ár hefur einnig verið gripið til þess ráðs að auka
framkvæmdir ríkisins til þess að efla atvinnu. Halla-
rekstur ríkisins hefur án efa dregið úr samdráttar- á-
hrifum minnkandi útflutningstekna og haldið uppi
atvinnu, en auk halla sem tengist hagsveiflunni
glímir ríkissjóður nú við vaxandi útgjöld vegna ým-
issa lögbundinna útgjaldakerfa og verkefna til langs
tíma. Þetta er langtímavandi sem m.a. tengist breyt-
ingu á aldursskiptingu þjóðarinnar og ónógri tekju-
öflun til að mæta margvíslegri opinberri þjónustu.
Á árinu 1992 tókst að draga nokkuð úr ríkissjóðs-
hallanum sem náð hafði hámarki árið 1991, en í ár
eru horfur á að aftur sæki í sama farið, og fjárlaga-
frumvarp fyrir árið 1994 var lagt fram með meiri
halla en dæmi eru um í seinni tíð.
11