Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 18
giltur endurskoðandi hefur að sjálfsögðu góða þekk-
ingu á hvers kyns fjármálalegum úrlausnarefnum og
getur yfirleitt sett sig skipulega inn í málin, það er
hins vegar verra þegar kemur að því að vinna sem
hluti af liðsheild sem er nauðsynlegur háttur ef reka
á fyrirtæki af einhverju viti. Endurskoðandinn er
vanur því að vinna mál frá upphafi til enda, geta oft-
ast tekið þann tíma sem þarf til að komast að niður-
stöðu og ráða að mestu sjálfur forgangsröðun verk-
efna. Þannig er hins vegar ekki venjulegt umhverfi
stjórnenda, viðskiptavinir fyritækis ráða oftast
miklu um hvaða forgang þarf að hafa á verkefnum
og samstarfsmenn stjórnandans þurfa aðstoð hans
þegar þá rekur í vörðurnar en ekki þegar stjórnand-
anum hentar að tala við þá. Þetta þóttu mér mestu
viðbrigðin þegar ég hætti í endurskoðun og fór að
vinna, það er að ráða mjög litlu um hvenær ég ver
tíma í hvert verkefni og hvaða tímamörk er hægt að
hafa á hverju fyrir sig. Einnig það að vinna sem
hluti af heild, þurfa að deila flestum málum sem upp
koma með öðrum og eiga það undir sameiginlegri
vinnu að leysa málin farsællega. Þetta liggur sjálf-
sagt vel fyrir mörgum en í rnínu tilfelli altént fannst
mér mig skorta þjálfun á þessu sviði úr starfi mínu
sem endurskoðandi.
Ef við skoðum næst hverja þörf atvinnulífið hef-
ur fyrir endurskoðendur og ekki síður hvaða þarfir
endurskoðendur sjálfir geta skapað fyrir þjónustu
sína kemur fyrst upp í hugann sú sannfæring mín
sem ég þykist byggja á nokkuð góðum heimildum
að endurskoðendur njóta meira trausts en flestar ef
ekki allar sérfræðingastéttir ef svo má kalla. Þeir
koma allra utanaðkomandi aðila mest að upplýsing-
um sem varða afkomu og stöðu fyrirtækja og vinna
með stjórnendum, eigendum, lánastofnunum og op-
inberum aðilum með þeim hætti að ég tel að allir
viðkomandi sætti sig við og hafi traust á verkum
þeirra. Þetta er mjög eftirsóknarverð staða og ætti
að koma stéttinni til góða í markaðssetningu hennar
á sjálfri sér.
Ef við lítum aðeins á þá þjónustu sem atvinnufyr-
irtækin eðli málsins samkvæmt sækja helst til end-
urskoðenda er það fyrst og fremst til að uppfylla
lagafyrirmæli um formlega vottun á réttmæti gagna
sem fyrirtækin leggja fram ásamt ráðgjöf og vinnu á
afmörkuðum sviðum þar sem sérþjálfun þeirra kem-
ur að gagni og er það einkum skattalegs eðlis. End-
urskoðendur geta notað það traust sem þeir njóta til
að vinna þjónustu sinni breiðari grunn til að þjóna
viðskiptavinum, en til þess að geta það verða þeir að
stíga niður af stallinum og taka sjálfa sig úr tölu
helgra manna sem takmarka umsvif sín við að rita
hátíðlega undir formúlubundnar yfirlýsingar á
reikningsskilum, en telja aðrar mannlegar þarfir og
langanir ekki koma sér við. Auðvitað verða menn
að geta treyst þessum áritunum en þar þarf einnig að
vera svigrúm til að taka tillit til raunverulegra að-
stæðna. Hér er ég ekki endilega að biðja endurskoð-
endur um að leggja blessun yfír það sem kallað er
erlendis creative accounting og gæti jafnvel heitið
skáldaleyfi á íslenzku þótt frjó hugsun sé kurt-
eislegra orðalag. Ef farið er út fyrir formúluna er
alltaf spurningin hvar á að setja strikið, hvenær er
endurskoðandinn að bregðast því trausti sem not-
endur reikningsskilanna hafa á honum, hvenær er
frjó hugsun meira í þeirra þágu en rígbundin for-
múluþjónkun. Eg geri ekki lítið úr því að endur-
skoðendur erlendis hafa farið margir flatt á því að
taka ekki af skarið og gera alvarlegar athugasemdir
við margt af því sem stórfyrirtæki leyfðu sér að
tekju og eignfæra á hinum glaðbeitta síðasta ártug,
þegar fjármagnið flóði og græðgin réði ferð. Þegar
menn eiga val er spurningin alltaf um siðferðisþrek
og sannast líklega hið fomkveðna að sá eigi kvölina
sem á völina. Þeir sögðu það líka metravörukaup-
menn í gamla daga að þá fyrst reyndi á siðferðis-
þrekið þegar selt var teygjuband í metravís.
Lítum nú aðeins á þörfina fyrir hina hefðbundnu
þjónustu löggiltra endurskoðenda, því þar virðist mér
ekki vera vænlegur vettvangur fyrir fleiri og fleiri
löggilta endurskoðendur að votta réttmæti reiknings-
skila, það verður varla gengið lengra í kröfum um
skýrslugerð hvers konar né er líklegt að skattalög
verði endilega miklu flóknari en þau eru nú.
Það má kannski segja að hin formlega hlið á
starfi löggilts endurskoðanda líkist mjög þorsk-
blokk, þettá er ekki hugsað sem móðgun hvorki við
hina virðulegu stétt endurskoðenda né hina virðu-
legu þorskblokk. Þorskblokk er framleidd og boðin
af mörgum aðilum og kaupendur eru líka mjög
margir, það gilda alveg ákveðnar leikreglur urn
hvaða kostum blokkin þarf að búa yfir til að geta
talist fullgilt eintak og séu öll skilyrði uppfyllt gildir
sama verð á sama tíma fyrir alla blokk. Komi meira
af blokk inn á markaðinn en hann þarf á að halda
lækkar verðið á öllum blokkum sem til eru.
Til að ársreikningar fyrirtækja fái vottun um að
þeir gefi glögga mynd af afkomu og stöðu þarf end-
urskoðandi að fara í gegnum mjög vel skilgreinda
vinnu sem nánast er stöðluð og því fleiri löggiltir
endurskoðendur sem bjóðast til að vinna þessa
vinnu því meiri líkur eru til að viðskiptavinurinn
vilji fá lægra verð. Verði þannig um offramleiðslu
að ræða á endurskoðendum lækkar verð á slíkri
þjónustu eðli málsins samkvæmt. Þegar slíkt gerist
eru venjuleg viðbrögð þess sem selur að reyna að
stækka hefðbundna markaðinn eða fínna ný afbrigði
af þjónustu til að skapa nýjar þarfir. Sá sem fram-
18