Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Side 21
hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kaupa
næst. Rökstuðningurinn er oft ótrúlega langsóttur og
lítt sést fyrir í málflutningi. Mig langar að tilfæra
orðrétt dæmi, nema ekki er nefnt nafn fyrirtækisins,
enda skiptir það ekki máli í þessu samhengi, þetta
dæmi stóð í Morgunblaðinu-kjarna málsins- fyrir
ekki löngu síðan og sá sem eftir er haft er deildar-
stjóri í fjármálafyrirtæki.
Hann segir:
„Að mínu áliti er er gengi hlutabréfa í félaginu
um þessar mundir hagstætt og það rökstyð ég með
eftirfarandi:
*Markaðsverðmæti fyrirtækisins miðað við bók-
fært eigið fé þess er lágt. Gengi hlutabréfanna end-
urspeglar ekki þau verðmæti sem liggja í aflaheim-
ildum og skipum þess.
*þrátt fyrir að meðalverð á botnfiskafurðum sé
20% lægra en 5 ára meðaltal gefur til kynna og afla-
heimildir hafi verið skertar um 40% er greinin rekin
með 2% halla. Talið er að ef meðalverð botnfiskaf-
urða nái aðeins 5 ára meðaltali, sem ekki er of mikil
bjartsýni, geti það skilað sjávarútveginum 10 millj-
örðum í nettótekjur. Þessar tekjur gætu dreifst á fá-
ein stór fyrirtæki, fyrirtæki eins og þetta.
Það er álit mitt að staða sjávarútvegsins geti farið
batnandi á næsta eða þarnæsta ári þegar verð sjávar-
afurða hækkar. Það að sjávarútvegurinn sé rekinn
með aðeins 2% halla við þessar aðstæður bendir til
þess að framtíðarhorfur í sjávarútvegi séu góðar. Því
tel ég að fjárfesting í góðum sjávarútvegsfyrritækj-
um gæti skilað góðum hagnaði í framtíðinni."
Tilvitnun lýkur.
Mér finnst þetta ótrúlega karlmannlega mælt og
ekki dregið af sér þegar sótt er í eyri ekkna og mun-
aðarlausra. Þetta er sett fram af manni sem fær sölu-
laun fyrir að selja hlutabréf og ætti því að gæta
hagsmuna bæði kaupenda og seljenda. Hann eyðir
ekki einu orði á hvaða áætlanir fyrirtækið hafi um
framtíðarhagnað og hvemig forsendur séu í þeim á-
ætlunum, það er ekki sagt orð um það að aflaheim-
ildir geta aldrei orðið annað en ávísun á hlutfall úr
leyfðum afla og tilkostnaðurinn við að standa í
sömu sporum og í fyrra í minnkandi kvóta er gífur-
legur. Það er ekkert minnst á að þær tegundir sem á
að veiða í staðinn fyrir samdrátt í þorsk og ýsu em
mun verðminni og þær þarf að sækja dýpra með
meiri tilkostnaði, auk þess sem sjómenn láta í ljós á-
hyggjur af að þær séu líka í ofveiðihættu. I staðinn
er látið liggja að því að þetta fyrirtæki ásamt fáein-
um öðmm (og fáeinir í mínum huga eru líklega
fleiri en einn og færri en fimm) geti hagnast um 10
milljarða á næsta eða þamæsta ári, bara ef verð
botnfiskafurða hækki um 20%, sem ekki sé of mikil
bjartsýni. Ég þekki engan sent starfar við fisksölu
sem myndi treysta sér til að taka undir þetta og fyrir
því eru mjög margar ástæður, sú veigamesta er
kannski sú sama og er fyrir því að engir þora að spá
blómatíð í áliðnaði á vesturlöndum, en það er sú
staðreynd að lönd sem hafa miklu lægra kostnaðar-
stig en við geta nú framleitt vöru sem er af nægileg-
um gæðum til að standa í raunverulegri samkeppni
við okkar vöm. Það má einnig nefna að þorskveiðar
fara nú vaxandi hjá þjóðum eins og Norðmönnum
sem ekki hafa sjávarútveg að lifibrauði og geta því
leyft sér að vinna undir kostnaðarverði og geta bætt
upp það sem á vantar með olíusölutekjum. Við ís-
lendingar eigum hins vegar enga leið til að styrkja
sjávarútveg sem skapar nú 80% allra gjaldeyris-
tekna af vöruútflutningi og helming allra tekna af
útflutningi vöru og þjónustu, þrátt fyrir verðfall
undanfarinna missera. Ég get ekki varist því að
finnast að það sé ábyrgðarhluti af endurskoðendum
að reyna ekki að lyfta þessari umræðu aðeins upp úr
kjallaranum og koma inn í hana með þá þekkingu
sem þeir hafa á þeim þáttum sem hafa þarf í huga ef
leggja á raunhæft mat á hlutafé.
En til að geta þess líka sem vel er gert sá ég mér
til mikillar ánægju í Morgunblaðinu í fyrradag að
endurskoðendur reka af sér slyðruorðið með afger-
andi hætti varðandi mismunun þegnanna í samskipt-
um við skattayfirvöld og er fréttin mjög gott dæmi
um málefnalega gagnrýni sem byggð er á sterkum
rökum þeirra sem gerst þekkja til. Nú ríður bara á að
halda málinu gangandi, hafa það eins og best gerist í
bakaríunum að láta ekki deigið síga og knýja á um
lagfæringar. Þetta er mjög þarft framtak og vænti ég
svo sannarlega þess að fá að sjá meira af svipuðum
toga frá ykkur í framtíðinni.
Góðir ráðstefnugestir mig langar nú að bera upp
við ykkur mál sem ég hef verið að vandræðast með
og kemur upp þegar skýra á út fyrir erlendum
bankamönnum, sem hugsanlegum lánveitendum, á-
hrif gengisbreytinga íslenzku krónunnar á rekstur og
efnahag útflutningsfyrirtækja. Dæmið er hér sett
upp einfaldað eða ýkt eins og börnin mundu segja.
(Mynd 1)
Gefum okkur að verðbólga á íslandi sé 0. Fyrir-
tæki sé stofnað til að framleiða vöru x til útflutnings
úr innlendum aðföngum, fyrir útflutninginn er greitt
í bandaríkjadölum. Til framleiðslunnar er keyptur
búnaður fyrir 150.000 bandaríkjadali af staðlaðri
gerð sem er í notkun víða erlendis, hann afskrifast á
10 árum og seljandi hans útvegar 10 ára lán fyrir
90% kaupverðsins, eða 135.000 bandaríkjadali, árs-
vextir 8%. Afgangur kaupverðsins er greiddur með
hlutafjárframlagi íslenskra eigenda.
21